Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 28
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár fyr- ir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda sem kom út í gær. Reykjavíkurborg veitir verðlaunin og voru þau afhent í fyrsta sinn í fyrra. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætl- að að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyr- ir börn og ungmenni og halda á loft merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfundar. Verðlaunaféð er ein milljón króna. Hátt á fimmta tug handrita barst í samkeppnina í ár og segir m.a. í umsögn dóm- nefndar um verðlaunahandritið að sagan sé grípandi með gaman- sömum tóni og segi frá fjöl- skyldu sem sé vön nútíma- þægindum en þurfi að segja skilið við sitt hefðbundna líf til að komast í gegnum erf- iða tíma. Arndís og Hulda hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Keilir SI, áður Kristbjörg ÞH 44, er í slipp á Húsavík, þar sem verið er að gera upp bátinn og endursmíða. Þegar eigandinn Gunnar Júlíusson á Siglufirði tók mastrið niður fann hann gullpening vel vafinn inn í pappír sem á var skrifuð sjóferða- bæn fyrir áhöfnina og bátinn. „For- eldrar mínir komu þessu fyrir, þegar báturinn var smíðaður í Stykkis- hólmi 1975, og mamma skrifaði bæn- ina, skriftin leynir sér ekki,“ segir Pétur Olgeirsson, fyrrverandi skip- stjóri. Olgeir Sigurgeirsson útgerðar- maður, Olli í Skálabrekku, átti ásamt þremur sonum sínum, Sigurði, Hreiðari og Jóni, fyrirtækið Korra hf., sem lét smíða 50 tonna bátinn. Pétur segir að sérlega gott samband hafi myndast á milli foreldra sinna og bræðra, sem áttu bátinn, og eig- enda Skipavíkur, sem smíðuðu hann. „Pabbi leit upp til þeirra á allan hátt, var mjög ánægður með samstarfið,“ segir hann og bætir við að hann viti ekki um annað sambærilegt dæmi um pening og sjóferðabæn áhöfn og skipi til heilla. „Ég veit ekki hver átti uppástunguna um gullpeninginn og bænina, sennilega foreldrar mínir saman, en við vissum um peninginn, ekki bænina.“ Hélt upp á töluna 44 Sigurgeir, Geiri Péturs, skipstjóri í Argentínu, tekur undir með föður sínum í færslu á Facebook. „Ég kannast vel við skrift elsku ömmu heitinnar Rögnu í Skálabrekku í þessari bæn.“ Hann getur þess jafn- framt að báturinn hafi verið undir stjórn fimm Skálabrekkubræðra og verið mikið aflafley. Elsti sonurinn, Sigurður Valdi- mar, var fyrst með bátinn. Pétur var á móti honum á rækjuveiðum eitt sumar. „Þetta var alltaf fallegur bát- ur og er enn enda pössuðu ömmur mínar upp á það að bátarnir væru snyrtilegir,“ rifjar hann upp. Í því sambandi bendir hann á að báturinn hafi heitið eftir ömmum sínum. Móðuramman hafi heitið Kristjana og föðuramman Björg. Hreiðar, sá næstelsti, tók við Kristbjörgu 1980 og var með skipið þar til það var selt 1992. Hafþór, son- ur hans, var á bátnum með föður sín- um 1983, 1986 og 1987 og er sam- mála frændum sínum um vitneskjuna um peninginn. „Útgerð- in var mjög farsæl,“ segir hann um Kristbjörgu. Báturinn hafi verið á netum, línu, dragnót og rækju og farið á síld. „Kristbjörg var sann- kallað fjölveiðiskip, þó að báturinn hafi ekki verið stór,“ heldur Hafþór áfram, en hann heldur úti skipa- myndasíðu (www.skipamyndir.com) þar sem eru myndir af bátnum undir þeim nöfnum sem hann hefur borið. „Gott var að vera á honum.“ Talan 44 var í hávegum höfð hjá Olla. „Það snerist allt um 44 hjá pabba gamla,“ segir Pétur og vísar meðal annars til bílnúmera, síma- númera, númera á bátum og banka- reikningum. „Númerið hefur fylgt okkur afkomendum alla tíð.“ Þegar gullpeningurinn og bænin fundust höfðu þau verið undir mastrinu í 44 ár. „Mikil tilviljun það og veit ég að afi gamli brosir breitt á himnum uppi yfir þessu,“ skrifar Geiri Péturs. Brosað á himnum Ljósmynd/Hreiðar Olgeirsson Kristbjörg ÞH 44 Skipið tilbúið til heimsiglingar frá Stykkishólmi 1975.  Gullpeningur og sjóferðabæn fundust undir mastri eftir 44 ár Ljósmynd/Lea Hrund Hafþórsdóttir 45 árum síðar Hafþór Hreiðarsson við Keili í slippnum á Húsavík. Ljósmynd/Áki Hauksson Undir mastrinu Bænin „Guð og gæfan fylgi þér Kristbjörg kom þú ætíð með skipshöfn þína heila í höfn“ og gullpeningurinn í skipinu. FÆST Í NÆSTU BÓKAVERSLUN OG Á EDDA.IS MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Kristófer Acox, körfuknattleiksmaður úr KR, er á leið í tvær aðgerðir í sumar, aðra vegna nýrnaveiki og hina vegna ökklameiðsla. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í slaginn næsta vetur og reiðubúinn að taka við leiðtoga- hlutverki í liðinu ef eldri leikmenn liðsins hætta allir eins og útlit er fyrir. »23 Fer í tvær aðgerðir í sumar en er klár í leiðtogahlutverk hjá KR ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.