Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það var uppselt á tónleikana mína
með Sinfóníunni sem halda átti í
seinustu viku en aflýsa þurfti út af
kórónuveirufaraldrinum. Þótt það
verði einhverjir áheyrendur á tón-
leikum kvöldsins verður salurinn
auðvitað ekki fullur þar sem virða
þarf samkomutakmarkanir. Á móti
kemur að ég fæ tækifæri til að
syngja fyrir alla landsmenn heima í
stofu,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir
sópran sem syngur á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) í
kvöld kl. 20. Tónleikarnir verða
sendir út beint á Rás 1 og í Ríkis-
sjónvarpinu auk þess sem horfa má
á það í beinni útsendingu á vef
hljómsveitarinnar, sinfonia.is.
Upphaflega stóð til að Hallveig
kæmi fram með SÍ 14. maí og var
löngu orðið uppselt á þá tónleika.
„Efnisskrá kvöldins er að hluta til
sú sama og vera átti í síðustu viku,
en breyta þurfti öðru þar sem
hljómsveitin er umfangsminni,“ seg-
ir Hallveig og vísar til þess að
vegna samkomutakmarkana séu að-
eins 46 hljóðfæraleikarar á sviðinu í
Eldborg í stað fullskipaðrar hljóm-
sveitar. „Til að virða tilmæli sótt-
varnalæknis er síðan lögboðið
tveggja metra bil á milli allra hljóð-
færaleikaranna, sem hefur áhrif á
hljóminn, sem er skemmtilegt.“
Aría með tveimur sólistum
Á tónleikum kvöldsins syngur
Hallveig aríurnar „Dove sono“ úr
Brúðkaupi Fígarós, „L’amerò, sarò
constante“ úr Il rè pastore og „Non
mi dir“ úr Don Giovanni eftir W.A.
Mozart auk einsöngslaganna
„Draumalandið“ og „Gígjan“ eftir
Sigfús Einarsson, „Hvert örstutt
spor“ eftir Jón Nordal og „Á
Sprengisandi“ eftir Sigvalda Kalda-
lóns. Jafnframt leikur hljómsveitin
1. kafla úr sinfóníu nr. 29 eftir Moz-
art og Méditation úr óperunni Thaïs
eftir Jules Massenet þar sem Sig-
rún Eðvaldsdóttir leikur einleik.
Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frí-
mann Bjarnason. Aðspurð segir
Hallveig aríurnar þrjár mjög ólíkar.
„Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós
syngur „Dove sono“ þar sem hún
spyr sig hvert allar fallegu stund-
irnar með eiginmanninum hafi horf-
ið nú þegar hann sé farinn að leita á
önnur mið. Í raun má segja að þetta
sé saknaðarljóð,“ segir Hallveig og
tekur fram að allt önnur stemning
ríki í „L’amerò, sarò constante“ sem
lýsa megi sem hreinræktuðu ást-
arljóði sem Aminta syngur. „Óper-
an Il rè pastore er mjög sjaldan
flutt, en þessi aría castrato-
hlutverksins Aminta er frægasta
hluti hennar og oftast flutt sem
konsertaría,“ segir Hallveig og
bendir á að eitt af því sem geri
aríuna jafn skemmtilega og raun
ber vitni sé hversu fyrirferðarmikil
fiðluröddin sé í stykkinu. „Fiðlan er
í fallegu samspili við sópranröddina.
Hvað það varðar er þessi aría
óvenjuleg sökum þess að í verkinu
eru í raun tveir sólistar,“ segir Hall-
veig, en fiðluröddina leikur Nicola
Lolli konsertmeistari.
Fólk tónleikaþyrst í haust
„Arían „Non mi dir“ sem Donna
Anna syngur seint í óperunni Don
Giovanni er ætluð Don Ottavio, ást-
manni hennar, þar sem hún reynir
að útskýra líðan sína,“ segir Hall-
veig og rifjar upp að snemma í
verkinu verði Donna Anna fyrir
árás af hendi titilpersónunnar sem
hafi mikil áhrif. „Þessi aría er ekki
oft flutt á tónleikum vegna þess
hversu ofboðslega erfið hún er. Sem
dæmi er hún aldrei höfð með í ar-
íusafnbókum vegna þess hversu
snúin hún þykir,“ segir Hallveig
sem þekkir aríuna mjög vel þar sem
hún söng hlutverk Donnu Önnu árið
2016 í uppfærslu Íslensku óp-
erunnar á Don Giovanni.
Spurð hvernig sé að komast aftur
á svið eftir að samkomutakmörk-
unum var aflétt segir Hallveig það
ánægjulegt. „Ég sat ekki auðum
höndum í samkomubanninu heldur
sinnti kennslu auk þess sem ég tók
þátt í tónleikadagskránni Heima í
Hörpu. Þá söng ég fyrir alveg tóm-
um sal í Eldborg og sneri meira að
segja baki í áheyrendabekkina, sem
var mjög sérstakt,“ segir Hallveig
og tekur fram að hún reikni með að
nóg verði að gera í haust. „Allir tón-
leikarnir sem átti að halda í vor
hafa færst til hausts og bætast við
þá tónleika sem fyrir voru þannig
að það verður mikið stuð og nóg úr
að velja,“ segir Hallveig og reiknar
með að fólk verði tónleikaþyrst.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Lögboðið bil Hallveig Rúnarsdóttir á æfingu þar sem lögboðið tveggja metra bil er milli allra hljóðfæraleikara.
„Sat ekki auðum höndum“
„Fæ tækifæri til að syngja fyrir alla landsmenn heima í stofu,“ segir Hallveig
Rúnarsdóttir sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í kvöld kl. 20
Feneyjatvíæringnum í myndlist
hefur verið frestað um ár; næsti
tvíæringur hefst því 23. apríl vorið
2022 en ekki á næsta ári. Tilkynnt
hefur verið að Sigurður Guð-
jónsson verði fulltrúi Íslands á
þessari elstu og umfangsmestu
myndlistarhátíð sem reglulega er
haldin.
Ástæða frestunarinnar er sú að
til skiptis eru settir upp tvíæringar
í arkitektúr og myndlist á Giar-
dini-sýningasvæðinu í Feneyjum.
Arkitektúrtvíæringurinn sem átti
að vera nú í ár, og Ísland tekur
ekki þátt í, verður ekki fyrr en
2021 og því ýtist myndlistin aftur.
Myndlistartvíæringurin verður því
á sama tíma og önnur viðamikil og
umtöluð myndlistarhátíð, Docu-
menta í Kassel í Þýskalandi, sem
haldin er á fimm ára fresti.
Morgunblaðið/Einar Falur
Forvitnilegt Frá tvíæringnum í fyrra.
Feneyjatvíæringi
frestað til 2022
Franski stjörnu-
leikarinn Michel
Piccoli er látinn,
94 ára að aldri.
Piccoli var marg-
verðlaunaður og
lék í kvikmynd-
um nær allra
helstu frönsku
leikstjóranna síð-
an um miðja síð-
ustu öld, samhliða því að vera vin-
sæll sviðsleikari. Þá lék hann í
einum sjö kvikmyndum eftir Luis
Buñuel. Gagnrýnendur telja leik
Piccolis í Contempt eftir Jean-Luc
Godard með hans helstu afrekum
en hann starfaði til að mynda með
Louis Malle, Jean Renoir, Claude
Chabrol, Costa-Gavras, Alain
Resnais og Agnès Varda.
Stjörnuleikarinn
Piccoli látinn
Michel Piccoli