Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
50 ára Stefán ólst upp
í Reykjavík en býr á
Akureyri. Hann er
kerfisfræðingur að
mennt frá Háskólanum
í Reykjavík og er út-
gáfustjóri hjá
hugbúnaðarfyrirtækinu
Five Degrees.
Maki: Ásta Þorsteinsdóttir, f. 1970,
sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Efl-
ingar sjúkraþjálfunar.
Börn: Þorsteinn Ingi, f. 1995, Andri Þór,
f. 1999, og Þórunn Helga, f. 2006.
Foreldrar: Þórunn Rafnar, f. 1941, d.
1997, skrifstofumaður, og Hallgrímur
Jónsson, f. 1940, fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri. Eiginkona Hallgríms er Valgerður
Einarsdóttir, f. 1949. Þau eru búsett í
Garðabæ.
Stefán Sigurður
Hallgrímsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Áhugaverðir einstaklingar koma
inn í líf ykkar á næstunni. Treystu á sjálfa/n
þig og varastu að hlusta of mikið á aðra.
20. apríl - 20. maí
Naut Samstarfsmenn þínir munu koma
auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra.
Það er í góðu lagi að vera latur/löt í ein-
hvern tíma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er kominn tími til að slaka á
og hafðu engar áhyggjur því heimurinn
ferst ekki rétt á meðan. Ef þér hefur tekist
að virkja heimilisfólk til verka veistu að þú
ert að gera ýmislegt rétt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert í náðinni hjá samstarfs-
mönnunum og ættir að nota tækifærið til
þess að koma hugmyndum þínum á fram-
færi. Gerðu þér glaðan dag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fegurðin er allt í kringum okkur,
ákveddu að sjá bara það góða í fólki. Hugs-
anlegt er að makinn geri eitthvað sem
gleður þig óendanlega mikið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hjálp frá öðrum kemur sér vel á
heimilinu á einhvern hátt. Finndu hvernig
fyrirgefning breytir öllu hjá þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur oft reynst erfitt að halda í
horfinu svo ekki sé nú talað um að pota
hlutunum áfram. Leggðu spilin á borðið og
láttu fólk vita hvað þú vilt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú veltir fyrir þér hvort þú get-
ir treyst vissri manneskju. Þú sættir þig við
ýmislegt sem þú ættir í raun ekki að gera.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Finndu einhvern til að ljá þér
eyra svo þú getir létt af þér áhyggjunum.
Þú stefnir á heilbrigða sál í hraustum lík-
ama.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er margt sem fyrir liggur hjá
þér þessa dagana. Einfaldaðu líf þitt með
því að losa þig við það sem þú þarft ekki
lengur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alltaf fróðlegt að kynnast
fólki frá framandi slóðum. Einhver reynir að
selja þér hugmynd sem heldur hvorki vatni
né vindi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Til að samband gangi verða báðir
aðilar að leggja sitt af mörkum. Reyndu að
forðast að kaupa einhvern óþarfa því þú
kannt að sjá eftir því síðar.
maður á fréttastofu RÚV þar sem
hann hefur unnið sleitulaust síðan, að
undanskildum námsárunum í Sví-
þjóð. „Starfið á fréttastofunni er
ótrúlega fjölbreytt, og það eru í raun
forréttindi að fá að vinna þetta starf,
þótt það geti verið gríðarlega krefj-
andi. Það besta við starfið eru þó
samstarfsmennirnir, sem eru ótrú-
ist svo yfir á Morgunblaðið í byrjun
árs 2006 þar sem vann sem menning-
arblaðamaður til ársins 2009. Þá tók
hann við sem kynningar- og mark-
aðsstjóri RIFF, Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík, og sinnti
því starfi fyrir hátíðina sem fór fram
árið 2010. Í byrjun árs 2011 hóf
Jóhann Bjarni svo störf sem frétta-
J
óhann Bjarni Kolbeinsson
fæddist 20. maí árið 1980 í
Reykjavík og ólst upp í
Laugarneshverfinu og í
Kópavogi fyrstu árin. Árið
1986 fluttist hann til Nova Scotia í
Kanada ásamt foreldrum sínum, og
gekk þar í barnaskóla í tvö ár. Hann
fluttist svo heim til Íslands árið 1988,
hóf þá nám í Laugarnesskóla og síðar
í Laugalækjarskóla. Fjölskylda Jó-
hanns Bjarna keypti húsið á Skóla-
vörðustíg 4B árið 1990. „Það má því
segja að ég hafi slitið barnsskónum í
miðbæ Reykjavíkur, þar sem ég bjó
að fullu frá 1996 til 2012, fyrst í hús-
inu við Skólavörðustíg, en síðar við
Óðinsgötu, Laugaveg og loks við
Grettisgötu,“ segir Jóhann Bjarni.
Jóhann Bjarni varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 2001
og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands 2006. Árið 2012
flutti Jóhann Bjarni til Svíþjóðar og
hóf nám í viðskiptafræði og stjórnun
við Háskólann í Uppsölum. Þaðan
lauk hann MA-prófi 2014.
Meðfram skóla sinnti Jóhann
Bjarni ýmsum störfum. Meðfram
menntaskóla vann hann meðal ann-
ars á Viðeyjarferjunni og sem leið-
sögumaður í Lundeyjarferðum og
um borð í skemmtiferðaskipinu Ár-
nesi. Þá vann hann í prentsmiðju
Morgunblaðsins meðfram háskóla-
námi.
Í Menntaskólanum í Reykjavík hóf
Jóhann Bjarni feril sinn sem plötu-
snúður, en hann spilaði meðal annars
á böllum og svokölluðum Te-Bó--
kvöldum í skólanum. Um svipað leyti,
árið 1998, spilaði hann í fyrsta skipti
á skemmtistað en það var Wunder-
bar í Lækjargötu. Á næstu tíu árum
spilaði hann undir nafninu DJ JBK
m.a. á skemmtistöðunum Hús Mál-
arans, Sólon Islandus, Astró, Prikið,
Vegamót og Café Oliver. Þá spilaði
hann í ófáum brúðkaupum, á árshá-
tíðum og veislum hvers konar á ár-
unum frá 2002 til 2012. „Í dag spila
ég bara í einstaka einkasam-
kvæmum, en hef þó spilað opinber-
lega á tónlistarhátíðinni Bræðslunni
á hverju ári undanfarin fjögur ár.“
Jóhann Bjarni hóf fjölmiðlaferil
sinn árið 2005, þegar hann hóf störf
sem blaðamaður á mbl.is. Hann flutt-
legir fagmenn, en um leið á meðal
minna bestu vina. Í raun eru þeir eins
og fjölskylda mín.“
Jóhann Bjarni hefur verið til-
nefndur til blaðamannaverðlauna
Blaðamannafélags Íslands í tvígang
og hlotið þau einu sinni. Hann hlaut
verðlaunin fyrir rannsóknarblaða-
mennsku ársins árið 2012, fyrir af-
hjúpun sína um iðnaðarsalt í mat-
vælum annars vegar og kadmíum í
áburði hins vegar. Þá var hann til-
nefndur fyrir umfjöllun ársins 2017,
fyrir fréttir af hryllilegum aðbúnaði
fjölmargra barna sem bjuggu á
Kópavogshælinu á árunum 1952 til
1993.
Að námi í Svíþjóð loknu flutti
Jóhann Bjarni á æskuslóðir í
Laugarneshverfinu, þar sem hann
býr enn ásamt fjölskyldu sinni, en
hann er nú í fæðingarorlofi. „Orlofið
ætla ég meðal annars að nýta til
ferðalaga innanlands með fjölskyld-
unni en við nýtum hvert tækifæri
sem gefst til þess að fara austur á
land þar sem tengdaforeldrar mínir
búa.“
Jóhann Bjarni hugðist halda stórt
samkvæmi í tilefni stórafmælisins og
hafði leigt Þróttarheimilið til verks-
ins. Sökum samkomubannsins var
samkvæmið blásið af, en hann segir
ekki loku fyrir það skotið að það verði
haldið síðar. Jóhann Bjarni hyggst í
staðinn verja kvöldinu með sínum
allra nánustu vinum.
Fjölskylda
Sambýliskona Jóhanns Bjarna er
Eyrún Björk Jóhannsdóttir, f. 5.7.
1981, flugfreyja og stjórnmálafræð-
ingur. Foreldrar hennar eru Jóhann
Gísli Jóhannsson, f. 1960, og Ólöf
Ólafsdóttir, f. 1956, stórbændur á
Breiðavaði á Fljótsdalshéraði.
Börn Jóhanns Bjarna og Eyrúnar
Bjarkar eru Benedikt Ari, f. 21.10.
2010, Lóa Kristín, f. 14.11. 2014, og
Þórunn Margrét, f. 19.10. 2019.
Systir Jóhanns Bjarna sammæðra
er Sunna Kristín Hannesdóttir, f.
1989, læknir. Systir Jóhanns Bjarna
samfeðra er Sólrún Kolbeinsdóttir, f.
1993, doktorsnemi í Stokkhólmi, og
bróðir hans samfeðra er Sölvi Kol-
beinsson, f. 1996, saxófónleikari í
Berlín.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður – 40 ára
Ljósmynd/Kristinn Þeyr Magnússon
Við Lómagnúp Jóhann Bjarni er núna í fæðingarorlofi og ætlar að nýta
tímann meðal annars til ferðalaga innanlands með fjölskyldu sinni.
Snýr skífum ennþá stöku sinnum
Fjölskyldan Á ferðalagi fyrir aust-
an, stödd í Hallormsstaðarskógi.
Skjáskot/RÚV
Fréttamaðurinn Jóhann Bjarni.
30 ára Helgi er Reyk-
víkingur, ólst upp í Ár-
bænum en býr í Norð-
lingaholti. Hann lauk
burtfararprófi frá FÍH í
gítarleik og starfar
sem tónlistarmaður
og tónlistarkennari við
Tónlistarskóla Árbæjar og FÍH. Helgi hef-
ur undanfarið spilað m.a. með Dúndur-
fréttum og Riggviðburðum og er að
vinna að plötu með Matta Matt.
Maki: Ingibjörg Erla Þórhallsdóttir, f.
1992, hagfræðingur og kennir við Verzl-
unarskóla Íslands.
Foreldrar: Jón Helgason, f. 1959, vél-
fræðingur og verktaki, og Sigrún
Magnúsdóttir, f. 1957, vinnur við bókhald
hjá Ferli verkfræðistofu. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Helgi Reynir
Jónsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is