Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Í vetur hafa nátt-
úruöflin svo sannar-
lega minnt okkur á
hvaða kraftar það eru
sem raunverulega ráða
ríkjum. Veikleikar í
raforkukerfinu sem
Landsnet hefur í mörg
ár bent á voru afhjúp-
aðir. Samgöngur
stöðvuðust og hefur
Öxnadalsheiðin til
dæmis verið ófær 12
sinnum í vetur. Þá lágu fjarskipti
niðri.
Kerfið sjálft fer
ekki að lögum
Uppi er gríðarlegur vandræða-
gangur við uppbyggingu og viðhald
raforku- og vegakerfisins í landinu.
Sérlega verndað umhverfi hefur
skapast þar sem stöku sveitarfélög,
hagsmunasamtök og einstaklingar
geta leyft sér að troða á hagsmun-
um samfélagsheildarinnar, þrátt
fyrir að málefnaleg rök liggi fyrir
um nauðsynlega uppbyggingu
grunninnviða okkar. Þetta eru ára-
og áratugalangar tafir. Við búum
við svo margflókið kerfi leyfis-
umsókna og kæruferla að ekkert
nágrannaríki okkar býr við annan
eins reglufrumskóg. Hér verða rak-
in raunveruleg dæmi sem Landsnet
hefur þurft að þreyta í gegnum
kerfið mánuðum og árum saman,
langt fram úr öllum lögbundnum
frestum, áður en hægt er að byrja
hina eiginlegu vinnu við fram-
kvæmdina. Þá hafa sveitarstjórnir
nýtt sér tafaleiðir laganna þrátt fyr-
ir að hafa áður samþykkt kerf-
isáætlun Landsnets.
1. Auglýsing á tillögu og ákvörð-
un um matsáætlun fyrir Hólasands-
línu 3 tók fjóra og hálfan mánuð en
á að taka fjórar vikur. Yfirferð á
frummatsskýrslu sem á að taka
tvær vikur tók fjóra mánuði og álit
á matsskýrslu sem á að taka fjórar
vikur tók sex mánuði. Samanlagt er
þarna um að ræða ferli sem lögum
samkvæmt á að taka tíu vikur en
tók meira en ár og er
þá bara rætt um hluta
af nauðsynlegu heild-
arferli.
2. Tímalína vegna
undirbúnings fyrir
Kröflulínu 3 segir svip-
aða sögu. Kynning og
ákvörðun um mats-
áætlun sem á að taka
fjórar vikur tók næst-
um sex mánuði. Úr-
skurður ÚUA sem á að
taka þrjá mánuði tók
tuttugu og einn mánuð.
Yfirferð frummats-
skýrslu fyrir kynningu sem á að
taka tvær vikur tók yfir fimm mán-
uði. Álit á matsskýrslu tók næstum
fimm mánuði en átti að taka fjórar
vikur. Eftir að því lauk tók heila
sautján mánuði að ganga frá skipu-
lagsmálum.
3. Nú liggur fyrir matsskýrsla
fyrir Suðurnesjalínu 2 hjá Skipu-
lagsstofnun og hefur legið þar síðan
13. september 2019. Álitið barst sjö
mánuðum síðar. Álit Skipulags-
stofnunar var eingöngu byggt á lög-
um um mat á umhverfismálum en
ekki í samræmi við stefnu stjórn-
valda um uppbyggingu flutnings-
kerfisins þegar sú stefna byggist á
raforkulögum.
Þessi upptalning er birtingar-
mynd kerfis sem ræður ekki við
sjálft sig og við verðum að breyta.
Ég mun mæta sveitarstjórnar- og
innanríkisráðherra í fyrirspurna-
tíma í Alþingi. Þar mun ég spyrja
ráðherrann hvort hann og þá ríkis-
stjórnin sé reiðubúin að einfalda
leyfiskerfi framkvæmda á Íslandi,
líkt og rakið er í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnar Katrínar Jakobs-
dóttur. Ég mun spyrja ráðherrann
fyrst hvaða innviði hann telji nauð-
synlega með tilliti til almannahags-
muna og hvort ráðherrann telji
skynsamlegt að skilgreina þá inn-
viði sérstaklega í lögum.
Kerfið glórulaust
Vegagerðin og Landsnet hafa það
lögbundna hlutverk að vinna að þró-
un og endurbótum á vegakerfinu og
flutningskerfi raforku á sem hag-
kvæmastan hátt, eftir því sem al-
mannahagsmunir og þarfir sam-
félagsins krefjast. Vegagerðinni ber
þannig að stuðla að öruggum, sjálf-
bærum, greiðum og hagkvæmum
samgöngum í áætlunum sínum sem
þróist í samræmi við stækkun
byggðar, aukin umsvif atvinnulífs
og umhverfisleg markmið. Það eru
raunveruleg dæmi um að fram-
kvæmdir sem eiga að færa sam-
göngur heilu landshlutanna inn í nú-
tímann hafi tafist árum og jafnvel
áratugum saman. Ekki má gleyma
því að kerfið er mannanna verk sem
enginn ræður orðið við og kerfið
sjálft hefur ekki lengur það að
markmiði að gæta hagsmuna íbú-
anna – samfélagsins alls. Kerfið er
glórulaust á köflum og kæruleið-
irnar í engu samræmi við það sem
gerist í nágrannalöndum okkar, eins
og sést á meðfylgjandi töflu1).
Einföldum leiðirnar
Í annan stað mun ég leggja þá
fyrirspurn fyrir ráðherrann hvaða
skilning hann leggur í ákvæði 3.
mgr. 28. gr. vegalaga um heimild til
að krefja sveitarfélög um
kostnaðarmun vegna lagningar
þjóðvega og hvort ráðherrann sé
reiðubúinn að beita þessu ákvæði.
Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn
er sú að uppbygging innviða getur
verið kostnaðar- og áhættusöm. Þá
áhættu tekur eigandi innviðanna, í
langflestum tilfellum ríkið, og því
verður að líta svo á að sé nýting lög-
þvinguð, t.a.m. með eignarnámi sem
krefst málefnalegs rökstuðnings á
sjónarmiðum almannahagsmuna, er
eðlilegt að hæfilegt endurgjald komi
fyrir. Þessi ákvæði eru í lögum til að
tryggja framgang innviðauppbygg-
ingar með hliðsjón af almannahags-
munum og almannaöryggissjónar-
miðum sem réttlæta þetta inngrip í
eignarrétt landeiganda og skipu-
lagsvald sveitarfélaga. Ég mun því
spyrja ráðherrann í þriðja lagi
hvort ekki sé rétt að einfalda um-
sagnar- og leyfiskerfið til samræmis
við það sem gert er í nágrannalönd-
um okkar þannig að málsmeðferð-
artíminn fram að útgáfu fram-
kvæmdaleyfis verði styttur til muna
og að ekki sé hægt að kæra máls-
meðferð á fyrri stigum. Þá er mik-
ilvægt að ráðherra svari því hvort
hann telji ekki nauðsynlegt, með
hliðsjón af uppbyggingu vegakerf-
isins, að ákveðnar framkvæmdir
sem varða almannaheill og/eða ör-
yggi landsmanna á vegum verði
undanþegnar mati á umhverfisáhrif-
um þannig að ábyrgð og ákvörðun
um framkvæmdir færist alfarið á
hendur ríkisins.
Tökum sem dæmi Reykjanes-
brautina, þar sem nú er unnið að því
að ljúka tvöföldun brautarinnar sem
er um 50 km löng að Hafnarfirði.
Lokaáfanganum, 5 km kafla frá
Hvassahrauni að Krísuvíkur-
afleggjara, hefur verið breytt í sam-
ræmi við nýtt aðalskipulag Hafn-
arfjarðar innan iðnaðarsvæðis og
þarf breytingin að fara í kerfislega
þungt, langt og rándýrt umhverf-
ismat þrátt fyrir augljósan kost við
breytinguna.
Líkt og ég hef rakið hér að fram-
an er ljóst að kerfið er ekki í neinu
samræmi við almennan vilja í sam-
félaginu. Það er því nauðsynlegt að
endurskoðun laganna horfi til ein-
földunar svo að fámennir hópar geti
ekki stöðvað eða tafið framkvæmdir
sem varða afkomu og lífsgæði íbúa á
heilum landsvæðum árum og ára-
tugum saman.
1) Umhverfis og auðlindaráðuneytið. (2019).
Samanburður á löggjöf nokkurra ná-
grannaþjóða um mat á umhverfisáhrif-
um: Rannsókn gerð til undirbúnings
heildarendurskoðunar laga um mat á um-
hverfisáhrifum.
Eftir Ásmund
Friðriksson » Vegagerðin og
Landsnet hafa það
lögbundna hlutverk að
vinna að þróun og
endurbótum á vegakerf-
inu og flutningskerfi
raforku á sem hag-
kvæmastan hátt, eftir
því sem almannahags-
munir og þarfir sam-
félagsins krefjast.
Ásmundur
Friðriksson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans
Hvaða ákvarðanir, athafnir og athafnaleysi
í matsferlinu er hægt að kæra sérstaklega?
Danmörk
■ Ákvörðun um matsskyldu að því er varðar lögmæti ákvörðunar
(d. retlige spørgsmål).
■ Ákvörðun um leyfi (1. mgr. 49. gr. VVM).
Finnland ■ Ákvörðun um matsskyldu (frkvaðili) (1. mgr. 37. gr. fimáu).
■ Ákvörðun um leyfi.
Noregur ■ Akvörðun um leyfi til frkv. og samþykkt deiliskipulags
(n. reguleringsplan).
Svíþjóð ■ Ákvörðun um leyfi (MB16).
Skotland ■ Ákvörðun um leyfi (e. planning permission) (47. gr. skipulagslaga142).
Ísland*
■ Ákvörðun um matsskyldu.
■ Ákvörðun um að umhverfisáhrif fleiri frkv. skuli meta sameiginlega.
■ Ákvörðun um leyfi.
■ Brot á þátttökurétti almennings.
■ Ákvörðun um endurskoðun matsskýrslu.
■ Synjun matsáætlunar eða breytingar á henni (frkvaðili).
■ Ákvörðun um að frummatsskýrsla uppfylli ekki lagakröfur eða sé
ekki í samræmi við matsáætlun (frkvaðili).
*14. gr. ísmáu, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Kórónuveiran hefur
haft alvarleg áhrif á
flestar þjóðir, ekki
síst í Evrópu. Áhrifin
eru misjafnlega alvar-
leg. Þótt sum lönd
hafi mátt þola hærri
dánartíðni vegna veir-
unnar en önnur hefur
ekkert land sloppið
við efnahagsleg áföll
vegna lokana fyrir-
tækja og annarra ráð-
stafana sem stjórnvöld hafa talið
sig þurfa að grípa til í baráttunni
við að koma böndum á skæðan far-
aldur.
Mörgu er ósvarað um Covid-19
og faraldurinn og vísindamenn
keppast við að finna bóluefni gegn
veirunni. En eitt er víst: Efnahags-
legu áhrifin eru hrikaleg, en leggj-
ast líkt og veiran með misjöfnum
þunga á þjóðir Evrópu. Og annað
er líklegt: Efnahagsbatinn verður
ójafn eftir löndum, ekki síst meðal
evruríkja. Á meðan eitt ríki mun
endurheimta efnahagslegan styrk á
tiltölulega skömmum tíma mun
annað ríki þurfa að glíma við
stöðnun eða jafnvel samdrátt í
mörg ár.
Evrulöndin glímdu við erfiðleika
áður en faraldurinn skall á. Á
fjórða ársfjórðungi liðins árs stóð
efnahagslífið í stað – hagvöxtur
0,1% og því dróst landsframleiðsla
á mann saman. Fyrsti fjórðungur
þessa árs, áður en efnahags-
kreppan skall á af fullum þunga,
var enn verri. Lands-
framleiðsla minnkaði
um 3,8% í evrulönd-
um.
Ólíkur efnahags-
legur veruleiki
Þær þrengingar
sem riðið hafa yfir í
kjölfar kórónufarald-
ursins hafa afhjúpað
með skýrum hætti hve
efnahagsleg staða
evrulandanna er mis-
jöfn. Í einfaldleika sín-
um má segja að löndin
í norðri njóti velmegunar umfram
þau í suðri.
Í norðri stendur atvinnulífið á
fjölbreyttum stoðum, menntakerfið
er sterkt, ríkisfjármál í föstum
skorðum, skuldir viðráðanlegar og
atvinnustig hátt. Í suðri er þessu
öfugt farið. Skuldir ríkissjóða eru
ósjálfbærar, atvinnuleysi (ekki síst
meðal ungs fólks) landlægt og
vöxtur landsframleiðslu lítill sem
enginn.
Ójafnvægið milli evrulanda er
efnahagslegt og pólitískt áhyggju-
efni. Þau lönd sem verst stóðu fyr-
ir faraldurinn eiga erfiðara með að
ná sér aftur á strik; Ítalía og
Spánn sérstaklega. Miklar skuldir
hins opinbera draga úr mögu-
leikum stjórnvalda til að grípa til
aðgerða til að örva efnahaginn.
Löndin ráða ekki yfir verkfærum á
sviði peningamála – ríkisfjármálin
eru í spennitreyju.
Staða Þjóðverja er allt önnur.
Skuldir hins opinbera eru 60% af
landsframleiðslu og ríkissjóður hef-
ur verið rekinn með afgangi. Bol-
magn þýska ríkisins til að grípa til
örvunar efnahagslífsins er allt ann-
að og meira en þjóða Suður-
Evrópu, raunar flestra annarra
þjóða innan evrulands.
Reglum pakkað ofan í skúffu
Líkt og í fjármálakreppunni fyr-
ir liðlega áratug reynir mjög á
samstarfið innan Evrópusambands-
ins. Ströngum reglum um rík-
isstyrki hefur verið pakkað ofan í
skúffu og aðildarríkin dæla út pen-
ingum til að styðja við fyrirtæki og
koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot.
Samkvæmt The Economist hafa
ríkissjóðir evruríkjanna pumpað
um tveimur trilljónum evra til fyr-
irtækja. Þýski ríkissjóðurinn er
með yfir helming fjárhæðarinnar.
Vefritið Politico bendir á að hlut-
deild Þýskalands í hagkerfi evru-
landa sé um 28%. Ríki í suðurhluta
Evrópu hafa ekki sömu burði til að
styðja við atvinnulífið og þannig
hefur gjáin breikkað milli norðurs
og suðurs. Viðspyrnan í Þýskalandi
er öflug, ólíkt því sem gerist í suð-
urhluta evrulands.
Afleiðingin er sú að bilið milli
Norður- og Suður-Evrópu breikk-
ar. Efnahagslegt ójafnvægi, sem
var innan evrusvæðisins fyrir kór-
ónuveiruna, er að aukast. Pólitísk-
ar og félagslegar afleiðingar eru
ófyrirséðar.
Klofningur eykst
Skortur á samhæfðum við-
brögðum Evrópusambandsins við
efnahagslegum hörmungum veiru-
faraldursins er líklegur til að auka
klofning meðal evrulandanna.
Fram til þessa hefur hvert land
glímt við kreppuna í gegnum eigin
ríkisfjármál en Seðlabanki Evrópu
hefur reynt að koma til aðstoðar
með kaupum á ríkisskuldabréfum.
Þýski stjórnlagadómstóllinn hefur
hins vegar gert alvarlegar at-
hugasemdir við stórfelld kaup
bankans. Um leið bannaði dóm-
stóllinn seðlabanka Þýskalands að
taka þátt í kaupum ríkisskulda-
bréfa evrulanda nema lagðar væru
fram sönnur fyrir því að meðalhófs
væri gætt við kaupin.
Evrópudómstóllinn telur úrskurð
stjórnlagadómstólsins marklausan
og Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, er á sama máli. Þannig
dýpkar pólitísk og stjórnlagaleg
kreppa Evrópusambandsins, á
sama tíma og glímt er við alvar-
legar efnahagslegar afleiðingar
veirufaraldursins. Aðildarríkin
virðast ófær um að sameinast um
hvað þurfi að gera.
Evrulöndin eru ekki ein um að
glíma við alvarlegan efnahags-
samdrátt og hækkandi skuldir. Fá
lönd sleppa við efnahagslegar af-
leiðingar faraldursins. En sameig-
inlegur gjaldmiðill – evran – án
sameiginlegra ríkisfjármála er orð-
inn líkt og myllusteinn um háls
þeirra þjóða sem verst hafa orðið
úti í efnahagsþrengingum. Mynt-
bandalagið stefnir í aðra skulda-
kreppu ríkissjóða aðildarríkjanna.
Engin pólitísk samstaða hefur
náðst um um að „dreifa“ byrðunum
á milli norður- og suðurhluta.
Fyrir okkur Íslendinga er það
ekki gleðiefni að horfa upp á gjána
milli norðurs og suðurs breikka.
Pólitísk og stjórnskipuleg kreppa
Evrópusambandsins og efnahags-
legt misgengi í evrulandi getur
haft neikvæðar afleiðingar fyrir ís-
lenskan efnahag.
Við Íslendingar, líkt og aðrar
þjóðir, eigum eftir að draga lær-
dóm af baráttunni við skæða veiru
og með hvaða hætti skynsamlegt
er að bregðast við efnahagslegum
áföllum vegna veirufaraldurs sem
lamar daglegt líf. Sumt vitum við
þegar. Öflugt og skilvirkt heil-
brigðiskerfi er forsenda þess að
hægt sé að bregðast við heilbrigð-
isvá. Við höfum fengið staðfestingu
á því hversu mikilvægt það er að
fylgja aðhaldssamri stefnu í op-
inberum fjármálum á tímum góð-
æris, þannig að ríki og sveitarfélög
séu í stakk búin til að takast á við
efnahagslegan erfiðleika. Og við
höfum enn einu sinni verið áminnt
um hversu dýrmælt fullveldi í pen-
ingamálum er.
Eftir Óla Björn
Kárason » Afleiðingin er sú að
bilið milli Norður-
og Suður-Evrópu
breikkar. Efnahagslegt
ójafnvægi, sem var
innan evrusvæðisins
fyrir Covid-19, er að
aukast.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Evruland í tilvistarkreppu