Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 1
GARÐAR Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir Guðmundur Vernharðsson Ýr Káradóttir og Anthony Bac igalupo fundu hvort annað á K affibarnum en eiga nú einn fallegasta garði nn í Hafnarfirði Steyptu heitan pott í garði num í stað þess að kaupa sumarb ústað Aukinn áhugi á garðrækt þegar enginn kemst til útlanda EINSTAKUR ÆVINTÝRAGARÐUR F Ö S T U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  120. tölublað  108. árgangur  ÆVINTÝRAGARÐAR, KÚLTÚRINN OG HEITIR POTTAR GARÐAR 40 SÍÐUR Snorri Másson snorrim@mbl.is Gildi lífeyrissjóður, sem á 7,24% hlut í Icelandair Group, hyggst með at- kvæði sínu á hluthafafundi hjá félag- inu í dag gefa stjórninni heimild til að ráðast í hlutafjárútboð, að sögn Davíðs Rúd- ólfssonar, for- stöðumanns eignastýringar hjá sjóðnum. Lík- legt er að aðrir núverandi hlut- hafar geri slíkt hið sama, sem flestir eru íslenskir líf- eyrissjóðir utan stærsta hluthafans, sem er bandarískur fjárfestingarsjóð- ur sem á 12,5%. Fái stjórnin ekki heimild til þess að ráðast í útboð og takist ekki að afla í kjölfar þess nýs hlutafjár stefnir félagið í þrot. Niðurstöður hluthafafundarins í dag ráða ekki úrslitum um afdrif fé- lagsins, heldur munu þær aðeins skapa forsendu fyrir því að ráðist verði í útboðið. Þá á eftir að afla sjálfs hlutafjárins, sem á að nema allt að 30 milljörðum íslenskra króna. Davíð segir eitt að veita stjórninni heimild til að fara í útboðið og annað hvað líf- eyrissjóðurinn geri í sambandi við mögulega þátttöku í því. „Það liggur ekki fyrir enn þá. Við eigum eftir að fá upplýsingar frá félaginu til að geta lagt mat á það hversu góður fjárfest- ingarkostur það er fyrir sjóðinn,“ segir hann og bætir við að hann vænti þess að einhverjar slíkar upplýsingar verði gefnar upp á fundinum. Enda í 15% ef allt hlutaféð fæst Útboðsheimildin sem greidd eru atkvæði um er opin og fremur óvenju- leg heimild fyrir stjórn félags að hafa. Eins og kemur fram í tilkynningu um hluthafafundinn gefa núverandi hlut- hafar með henni frá sér forkaupsrétt að nýjum bréfum í félaginu, þannig að stjórnin getur selt nýju bréfin án þess að bera söluna undir þá. Þá fær stjórnin einnig heimild til þess að um- breyta skuldum félagsins, eins og við banka, í hlutafé og þar með gera kröfuhafa að eigendum. Stjórnin fær í raun heimild til að bjarga félaginu með þeim ráðum sem hún metur æskileg. Hlutafjárútboðið gæti komið veru- legum hlut í félaginu í nýjar hendur. Eins og sakir standa er fjöldi útgef- inna hluta í félaginu rúmir 5,4 millj- arðar. Áætlað er að gefa út 30 millj- arða nýrra hluta í útboðinu, sem myndi minnka hlut núverandi eig- enda í um 15%. Áður en nýir eigendur stíga inn þurfa þeir þó ýmsar upplýs- ingar sem þessa stundina liggja ekki fyrir, eins og um afstöðu kröfuhafa til félagsins, nýja kjarasamninga við flugmenn og flugvirkja og efnahags- reikninginn almennt. Engin leið framhjá samningum Enn er ósamið við flugfreyjur, sem höfnuðu á miðvikudaginn því sem Ice- landair kallaði lokatilboð sitt um kjarasamning. Eins og ASÍ gagn- rýndi á miðvikudagskvöld hefur Ice- landair ekki útilokað það með óyggj- andi hætti að það semji við nýtt stéttarfélag annað en Flugfreyjufélag Íslands. Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, hefur sagst munu beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair „þegar stjórnendur hafa tryggt fram- tíð félagsmanna okkar án þess að gengið verði á réttindi þeirra og launakjör“. Þar vísar hann til ítaka sinna innan stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, þar sem VR kýs helming stjórnar. Lífeyrissjóðurinn er annar stærsti eigandi Icelandair og gæti skipt miklu í öflun nýs hlutafjár. Spurður hvort þrýstingur frá verkalýðsfélögum geti haft áhrif á ákvörðun Gildis um að leggja félaginu nýtt hlutafé til segir Davíð Rúd- ólfsson að meginsjónarmiðið sé að gæta að eðlilegum hagsmunum sjóðs- félaga við ráðstöfun á lífeyrissparnaði þeirra, í þessu máli sem öðrum. Það sé hlutverk starfsmanna og stjórnar sjóðsins að meta þessa mögulegu fjár- festingu út frá því sjónarmiði. Í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna að Icelandair ætti enga leið framhjá samningum við flug- freyjufélagið. Þeir virðast þó geta komið til eftir að áform um útboð eru samþykkt. Úrslitin ráðast ekki í dag  Kosið um hlutafjárútboð án samnings við flugfreyjur  Stjórn Icelandair fengi víðtæka heimild til að athafna sig  Hlutur núverandi eigenda þynnist í 15% Davíð Rúdólfsson Icelandair Group » Stærsti hluthafinn er fjár- festingahópurinn PAR Invest- ment (12,5%). Annars eru það íslenskir lífeyrissjóðir. Stærstan hlut á Lífeyrissjóður verzlunar- manna (11,81%), svo Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins (8,25%), Gildi (7,24%), Birta (7,07%) og Frjálsi lífeyrissjóð- urinn (2,84%). » Sjóðstýringarfélagið Stefnir á þá samtals 10,56% hlut í fé- laginu í gegnum tvo sjóði. Rest eiga aðrir minni aðilar.  Ekki er full eining í Eyjafirði um friðun fjarðarins fyrir sjókvíaeldi. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri samþykkti bókun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að leyfa ekki sjókvíar í firðinum. Í Fjalla- byggð hefur aftur á móti verið horft til uppbyggingar atvinnu við sjókvíaeldi. Tvö fyrirtæki voru með áform um uppbyggingu sjókvíaeld- is en ferlið var stöðvað með laga- breytingu á síðasta ári. »4 Ekki full eining um friðun Eyjafjarðar Hvalaskoðun Sumir telja að sjókvíaeldi trufli ferðaþjónustu á Eyjafirði. Morgunblaðið/Margrét Þóra  Guðný Árna- dóttir er í stóru hlutverki í Ís- landsmeistaraliði Vals í fótbolta þó að hún sé aðeins 19 ára gömul en segir að for- eldrar sínir hafi þurft að múta henni með alls kyns verðlaunum til að fá hana til að byrja að æfa íþróttina austur á Hornafirði. Eftir það varð ekki aftur snúið og Guðný var keyrð á æfingar hjá FH frá Vík í Mýrdal um tveggja ára skeið. Nú stefnir hún á atvinnumennsku. „Ég er með háleit markmið og stefni á að reyna fyrir mér erlendis eftir eitt til tvö ár ef allt gengur að ósk- um,“ segir Guðný í viðtali á íþrótta- síðum blaðsins. »27 Mútað til að byrja að æfa fótbolta Guðný Árnadóttir Borgarvirki er gosstapi. Efst í virkinu er skeifu- laga 5-6 metra djúp skeifulaga dæld, umgirt hömrum nema hvað hún er opin til austurs. Þar var hlaðinn grjótveggur frá fornu fari. Ýmsar sögur hafa verið uppi um hverjir hlóðu virkið og til hvers það var notað. Skemmtilegasta sagan er af því þegar Húnvetningar vörðust Borgfirð- ingum eftir átök á Tvídægru en líklegast er talið að Borgarvirki sé héraðsvígi frá söguöld. Morgunblaðið/Eggert Héraðsvígi Húnvetninga frá söguöld Borgarvirki er gosstapi á milli Vesturhóps og Víðidals í Húnaþingi  Þótt fræðin segi að fyrirtæki eigi að grípa tækifærið í niðursveiflu og setja meiri kraft í markaðsmálin er það hægara sagt en gert ef félög hafa orðið fyrir tekjufalli. Stjórnendur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir draga úr markaðsstarfi og segir Kristinn Gústaf Bjarnason að það geti skaðað undirstöður vöru- merkja ef þau eru ekki sýnileg á markaði í talsverðan tíma. Þá þarf að gæta þess að útfæra markaðsefnið rétt: „Þegar margir eiga um sárt að binda vegna þreng- inga í hagkerfinu getur verið vara- samt að tefla fram herferðum með mjög sjálfhverfum skilaboðum og gæti almenningi jafnvel þótt eins og fyrirtækið væri að reyna að not- færa sér ástandið.“ »12 Skaðar vörumerki ef þau eru ekki sýnileg Kristinn Gústaf Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.