Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Ársfundur
Frjálsa lífeyrissjóðsins
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar
á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund.
Á fundinum verður kosið um tvo aðalmenn og einn varamann
í stjórn til þriggja ára. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi
síðar en 14 dögum fyrir ársfund. Senda skal tilkynningu um fram-
boð auk nauðsynlegra gagna á netfangið arsfundur@frjalsi.is.
Nánari upplýsingar um fundinn, reglur um framkvæmd árs-
fundar og þau gögn sem frambjóðendur þurfa að skila inn
til að staðfesta framboð sitt má finna á frjalsi.is/arsfundur.
Hægt er að skrá sig á fundinn á frjalsi.is/arsfundur.
Ársfundur Frjálsa verður haldinn þriðjudaginn
23. júní nk. kl. 17.15 í Silfurbergi í Hörpu.
–
–
–
Hjá Frjálsa er sjóðfélagalýðræði. Sjóðfélagarnir kjósa í stjórn og
stjórnin er alfarið skipuð sjóðfélögum.
Frjálsi býður upp á hagstæð sjóðfélagalán.
ÁMínum síðum á frjalsi.is er hægt að nálgast stöðu- og hreyfingaryfirlit,
skipta um fjárfestingarleið, afpanta pappírsyfirlit, sækja um
útgreiðslu og fleira.
Frjálsi leggur áherslu á að þú hafir val og sveigjanleika í tengslum við
lífeyrissparnaðinn þinn. Hjá Frjálsa býðst þér að velja á milli fjölbreyttra
fjárfestingarleiða fyrir skyldu- og viðbótarsparnað sem mæta ólíkum
þörfum m.t.t. aldurs og viðhorfs til áhættu.
Investment & Pensions Europe (IPE) er evrópskt fagtímarit um lífeyrismál.
Nánar má kynna sér árlega samkeppni IPE á IPE.com/awards.
5.546
7,1%
2.951
1,6%
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum
Eignir umfram heildarskuldbindingar
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum
Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu
tryggingafræðings 31.12.2019
Iðgjöld
Lífeyrir
Hreinar fjárfestingartekjur
Rekstrarkostnaður
Hækkun á hreinni eign á árinu
Hrein eign frá fyrra ári
Hrein eign til greiðslu lífeyris
Yfirlit um breytingar á hreinni eign
til greiðslu lífeyris fyrir árið 2019
20.970
-4.531
31.523
-489
47.474
237.001
284.474
74,1%
25,9%
18.791
60.075
3.956
Eignir í íslenskum krónum
Eignir í erlendri mynt
Fjöldi virkra sjóðfélaga1
Fjöldi sjóðfélaga í árslok
Fjöldi lífeyrisþega2
Kennitölur
1 Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu.
2Meðalfjöldi lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á árinu.
Eignarhlutar í félögum og sjóðum
Skuldabréf
Bundnar bankainnstæður
Fjárfestingar alls
Kröfur
Handbært fé
Eignir samtals
Skuldir
Hrein eign til greiðslu lífeyris
114.466
160.847
1.049
276.362
1.366
7.285
285.013
-539
284.474
Meginniðurstöður ársreiknings
(í milljónum króna)
Efnahagsreikningur 31.12.2019
Eignir
7,6%
7,4%
6,2%
8,7%
7,8%
6,9%
15,4%
10,4%
6,2%
16,7%
11,9%
11,7%
Frjálsi 1
Frjálsi 2
Frjálsi 3
Frjálsi Áhætta
Tryggingadeild (markaðsvirði)
Tryggingadeild (bókfært virði)
Sl. 5 árNafnávöxtun 2019
Eftir þínu höfði
Árið 2018 byrjaði Hafrannsókna-
stofnun í samvinnu við Biopol á
Skagaströnd og grænlensku nátt-
úrufræðistofnunina að merkja
hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttu-
miklu hafsvæði í Norðaustur-
Atlantshafi. Í heild var 761 hrogn-
kelsi merkt 2018 og 2019. Sjö fiskar
hafa verið endurheimtir, fimm grá-
sleppur og tveir rauðmagar.
Eitt hrognkelsanna endurheimt-
ist fjær merkingarstað en áður hef-
ur sést. Það var merkt í suðurhluta
Irmingerhafs og endurheimtist við
Langanes, í 1.230 km fjarlægð.
Fyrra metið var 587 km. Þessar
frumniðurstöður sýna að fæðuslóð
grásleppu sem hrygnir við Ísland
er bæði í Irmingerhafi og Íslands-
hafi, segir í frétt á heimasíðu Haf-
rannsóknastofnunar. Til að auka
umfang þessara rannsókna er von-
ast til þess að Norðmenn taki þátt í
þeim frá og með árinu 2021.
Í alþjóðlegum uppsjávarrann-
sóknaleiðangri í júlí, sem beinist
einkum að makríl, sýna yfirborðs-
tog með flotvörpu að hrognkelsi er
að finna samfleytt um nær allt NA-
Atlantshaf ef frá er skilið svæðið
suður af Íslandi.
Rannsóknir síðustu ára hafa skil-
að margs konar þekkingu um
hrygningu hrognkelsa og far
þeirra á grunnslóð en skortur er á
upplýsingum um lífshætti áður en
þau koma að ströndum Íslands til
hrygningar. Þóknun upp á 5.000 kr.
er veitt fyrir að skila inn heilum
fiski með merki til Hafrannsókna-
stofnunar eða Biopol . aij@mbl.is
Hrognkelsi
fara um
langan veg
Merkingar skila
upplýsingum
Morgunblaðið/Eggert
Grásleppa Við löndun í Reykjavík.
Gabríel Sindri Benediktsson, 16 ára
drengur búsettur í Breiðholti, er
bestur í heimi í tölvuleiknum Rocket
League. Tölvuleikurinn er ekki að-
eins gríðarlega vinsæll á Íslandi,
heldur spila hann 60 milljónir um all-
an heim, ef marka má heimasíðuna.
Leikurinn er fótbolti: Markmiðið er
að skora og leikmennirnir eru bílar
með sjálfstæðan vilja. Þeim vilja leið-
beinir sá sem heldur á fjarstýring-
unni.
„Ég er voða ánægður með þetta,“
segir Gabríel við Morgunblaðið.
„Þetta verður bara léttara og létt-
ara.“ Þar vísar hann til þess að hon-
um gengur æ betur að halda sér efst-
um á heimslistanum yfir þá sem
keppa einn á móti einum í leiknum.
Hann hefur nú trónað þar á toppnum
í mánuð, en hann komst líka efst um
hríð árin 2018 og 2019. Hann segir
samkeppnina harða: „Það eru alltaf
nokkrir gaurar að reyna að vera
númer eitt.“
Rafíþróttir útheimta að sögn
Gabríels ekki minni elju og vinnusemi
af iðkendum sínum en hefðbundnara
sport. „Maður vaknar oftast klukkan
átta og spilar til tvö, tekur sér svo hlé
en um sex- eða sjöleytið byrjar maður
aftur og heldur áfram fram að hátta-
tíma,“ segir hann. Ekki minna en
hver annar vinnudagur, sem sagt, og
það er einmitt málið: Gabríel sér
fram á að geta unnið við þetta ef hon-
um gengur vel að koma Twitch-
aðgangi sínum af stað, þar sem hann
streymir frá sínum daglegu störfum
fyrir fylgjendur sína, sem fjölgar að
vonum jafnt og þétt hjá heimsmeist-
aranum, sem kallar sig OSM.
Íslendingur bestur í heimi
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Rafíþróttir Rocket League snýst um að skora mörk með bílum.
Vaknar snemma til að viðhalda yfirburðunum
Fimmtán daga gráslepputímabil
mátti hefjast á innanverðum Breiða-
firði á miðvikudag, en annars staðar
voru veiðar stöðvaðar að kvöldi 2.
maí. Um 50 bátar uppfylla skilyrði
um þessar veiðar á Breiðafirði og
höfðu 20 bátar virkjað leyfi þegar
tímabilið hófst. Samkvæmt reglu-
gerð mega bátarnir að hámarki
landa fimmtán tonnum á vertíðinni á
þeim 15 dögum sem þeir velja að róa
frá 20. maí.
Mega landa
15 tonnum