Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 6

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinummeð málfrelsi og tillögurétti. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00 Gildi–lífeyrissjóður Ársfundur 2020 ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Sunneva Halldórsdóttir læknanemi hefur ekki setið auðum höndum í samkomubanninu frá því að háskól- anum í Slóvakíu var lokað. Nú er hún komin í stór- tæka listaverka- sölu en hún seg- ir að það hafi verið fyrir al- gjöra tilviljun. „Fyrir nokkrum vikum bað vin- kona mín mig um að græja fyrir hana sængurgjöf. Ég teiknaði mynd af fiskum og setti fæðingarupp- lýsingar um barnið,“ segir Sunneva. Hún deildi myndinni á Instagram og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Ég fékk ótrúlega mörg skilaboð út frá þessari einu fiskamynd,“ segir Sunneva. Fjölmargir hafi haft áhuga á að fá sams konar stjörnumerkja- mynd til minningar eða gjafar. Svo mikil er eftirspurnin að Sunneva hef- ur nú látið prenta öll stjörnumerkin tólf í fjölriti en bætir inn á þau upp- lýsingum til að sérsníða hvert og eitt verk. Því til viðbótar hefur Sunneva tek- ið að sér sérpantanir í gegnum Face- book-síðuna Sunneva Art. Sunneva segir að hún hafi alltaf haft gaman af að teikna og meðal annars verið í myndlistarskóla þegar hún var yngri. „Ég hef alltaf haft blað og blýant við höndina og verið eitthvað að leika mér.“ Hún hafi oft deilt teikningum á Instagram og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei áð- ur stundað það að selja listaverk. Flúði heim undan veirunni „Það má segja að COVID sé pínu jákvætt að því leytinu til að ég hafði nægan tíma til að einbeita mér að þessu,“ segir hún og viðurkennir að mikill tími fari í vinnuna, en milli þess er hún í fullu starfi í apóteki. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í febrúar var Sunneva í læknanámi í Slóvakíu. Skólanum var þá lokað og Sunneva flúði heim til Íslands eins og svo margir námsmenn í útlöndum. Sunn- eva skráði sig þá í ársleyfi frá námi og segist ekki sjá eftir því. Með því hafi hún sloppið við að greiða leigu fyrir tóma íbúð í Slóvakíu auk þess sem hún sleppi við fjarkennsluna sem henni hugnast ekki. Hún verður því á Íslandi fram í febrúar á næsta ári. Aðspurð segist hún ekki vita hvort hún leggi teikningarnar fyrir sig sem aðalstarf, en hún útilokar ekki að hún muni prófa önnur verk en stjörnu- merkjamyndir. Ljósmynd/Aðsend Sérsniðið Á myndirnar skrifar Sunneva inn nafn og upplýsingar um barnið auk stjörnumerkisins. Stjörnumerki slá í gegn  Teiknar stjörnumerkjamyndir fyrir nýbura  Átti aldrei að verða söluvara  Tók sér árshlé frá læknanáminu Morgunblaðið/Margrét Þóra Myndlist Sunneva með eina af stjörnumerkjamyndunum vinsælu. Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Samkomutakmarkanir vegna kór- ónuveirunnar hafa í för með sér að hólfa þarf niður mörg stór rými til að tryggja að fjöldi innan hvers rýmis sé í samræmi við reglur. Slíkt skapar ýmsar áskoranir fyrir fyrirtæki, stofn- anir og viðburða- haldara. Þetta segir Böðvar Tómasson, bygg- ingar- og bruna- verkfræðingur hjá ÖRUGG verkfræðistofu. Hann segir að þegar rými séu hólfuð niður virðist stundum gleymast að nauð- synlegt sé að tryggja að eftir sem áð- ur séu tvær óháðar flóttaleiðir frá hverju svæði eins og byggingar- reglugerðir kveði á um. Ekki er oft hlaupið að því að koma upp nýjum flóttaleiðum fyrir rými sem búið er að skipta upp, en Böðvar segir að hægt sé að tryggja öryggi með því að búa svo um að hægt sé að komast frá einu svæði yfir á annað í neyðartil- fellum. „Það er til dæmis hægt að hafa bil í grindum [sem skilja svæði að] eða hafa starfsfólk á vakt þannig að hægt sé að fara á milli svæða í neyðartilvikum.“ Þá þurfi að gera teikningar sem sýni skiptingu í hólf og flóttaleiðir, passa upp á aðgengi að handslökkvi- tækjum á hverju svæði og jafnvel uppfæra sjálflýsandi merkingar til viðbótar við hefðbundin gegnumlýst útljós. ÖRUGG verkfræðistofa sérhæfir sig í brunavörnum og gerð rýmingar- áætlana. Þótt stofan sé tiltölulega ný hafa stofnendur yfir 20 ára reynslu úr geiranum. Böðvar segir að stof- unni hafi borist nokkur fjöldi fyrir- spurna síðustu vikur um hvernig best sé að útfæra samkomutakmarkanir. „Við förum yfir teikningar og skissur og hvernig fyrirtæki hafa hugsað sér að skipta upp svæðum. Þetta þarf ekki endilega að vera flókið,“ segir Böðvar. Verkfræðingar stofunnar hafi tekið saman helstu at- riði, sem fyrirtæki geti nálgast hjá þeim að kostnaðarlausu. „Þetta er hugsað sem okkar framlag á þessum óvenjulegu tímum.“ Mikilvægt að huga að öryggi  Borið hefur á því að rýmum sé skipt upp í svæði án þess að hugað sé að flóttaleiðum Böðvar Tómasson Stjórnvöld í Bretlandi eru að innleiða skyndipróf til að kanna hvort fólk er sýkt af kórónuveirunni. Niðurstöður fást innan 20 mínútna. Prófin eru ekki eins nákvæm og þær greiningar á sýnum sem gerðar eru hér hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu og telur yfir- læknir deildarinnar ekki akk í því að fá þau til notkunar hérlendis. Innleiðing skyndiprófanna í Bret- land er tilraun til að koma þjóðinni út úr þeirri blindgötu sem baráttan gegn kórónuveirunni hefur verið í þar í landi. Hefst notkun þeirra í dag. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspít- alans, segir að eina skyndiprófið sem byggi á sameindafræðilegri greiningu sé notað í Bandaríkjunum. Ef sýni reynist jákvætt koma niðurstöður eft- ir fimm mínútur en eftir fimmtán mínútur ef það er neikvætt. Þessi tækni hefur hins vegar ekki fengist keypt til annarra landa. Karl segir að það sé ekki eins næmt og prófin sem hér eru gerð. Prófin sem gerð eru í Bretlandi byggjast á greiningu á mótefna- vökum, yfirborðspróteini veirunnar, og eru ekki eins næm og próf sem byggjast á sameindafræðilegri grein- ingu. Karl segir að Alþjóða heil- brigðismálastofnunin hafi ekki viður- kennt próf af þessu tagi, síðast þegar hann vissi, en telur ólíklegt að Bretar noti próf sem ekki hafi hlotið viður- kenningu. helgi@mbl.is Skyndiprófin ekki talin nógu næm  Niðurstöður fást á 20 mínútum Leit að skipverja, sem talið er að hafi fallið fyrir borð af fiskiskipinu Er- lingi KE-140 í Vopnafirði á mánu- dag, lauk um klukkan þrjú í gær. Ekkert nýtt kom út úr leitinni. Skil- yrði til leitar á landi voru góð framan af degi en um 25 björgunarsveitar- menn úr björgunarsveitinni Vopna og Slysavarnafélaginu Sjöfn leituðu mannsins. Hefur leitarsvæðið frá Tangasporði að Sandvík nú verið yfirfarið tvívegis, sem og sandfjörur í Sandvík. Ekki var þó hægt að leita á sjó vegna mikils sjógangs. Stefnt er að því að halda leit áfram í dag þótt sú verði minni í sniðum. Leitarsvæðið verður hið sama og síð- ustu daga. Leit að skipverjanum lauk án árangurs  Leit verður framhaldið í dag Ljósmynd/Jón R. Helgason Vopnafjörður Mannsins hefur verið saknað síðan á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.