Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
BEYOND NAKED
FRÁ WACOAL
Dásamlega mjúkt,
saumlaust micro fiber efni.
Sléttir aðeins úr línunum án
þess að þrengja mikið að.
Þunnur svampur fyrir brjóstin
sem er hægt að taka úr.
Stærðir S-XL
Bolur verð 8.990,-
Samfella verð 9.990,-
Höfum opnað vefverslun
misty.is
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND
Í athyglisverðu viðtali Morgun-blaðsins við seðlabankastjóra í
gær er hann spurður út í þá stað-
reynd að álag sem
bankarnir leggja
ofan á vaxtakjör
fyrirtækja og
heimila hefur farið
mjög hækkandi á
sama tíma og stýri-
vextir Seðlabank-
ans hafa lækkað
hratt og mikið. Bankastjórinn
segir að bankinn geti „hæglega
þurft að grípa til aðgerðar til
þess að bæta miðlun vaxtalækk-
ana í gegnum fjármálakerfið“.
Þetta er mikilvæg yfirlýsingþví að þó að ætla verði að
vaxtalækkanir bankans hafi þeg-
ar komið sér vel getur það ekki
verið ásættanlegt fyrir seðla-
bankann eða stjórnvöld að vaxta-
lækkanir skili sér svo illa út í
hagkerfið. Augljóst er að finna
verður lausn á þessu.
Annað sem athygli vakti í við-talinu er ábending seðla-
bankastjóra um að ríkið geti ekki
borið eitt allan þungann af að-
gerðum vegna efnahagsáfallsins.
Um leið benti hann á að verka-lýðsfélögin virtust ekki taka
„að öllu leyti ábyrgð á ástandinu
og því mikla atvinnuleysi sem nú
hefur skapast“.
Þetta er hárrétt ábending. Íþað minnsta einstaka verka-
lýðsforingjar, sem gjarnan tala í
hástemmdum yfirlýsingum úr
fortíðinni, hafa látið eins og kröf-
ur og baráttuaðferðir eigi ekkert
að breytast þó að hagkerfið
gangi nú í gegnum einn allra
versta samdrátt síðustu aldar.
Slíkar baráttuaðferðir gagnast
engum.
Ásgeir Jónsson
Ábyrgðin
liggur víða
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
, ,
Rannsóknarnefnd samgönguslysa tel-
ur líklegt að flugmaður þyrlu Ólafs
Ólafssonar athafnamanns hafi ekki
verið nægilega ákveðinn við stjórn
þyrlunnar ásamt því að vanmeta
veðurskilyrði með þeim afleiðingum að
hann hafði ekki fulla stjórn á stéli þyrl-
unnar þegar hún hrapaði á Hengils-
svæðinu 22. maí 2016. Þetta kemur
fram í lokaskýrslu rannsóknar-
nefndarinnar, en greint var frá niður-
stöðum hennar í gær.
Fimm voru um borð þegar þyrlan
hrapaði, Ólafur, flugmaður þyrlunnar
og þrír viðskiptafélagar Ólafs. Tölu-
verð meiðsl urðu á fólki, en slysið vakti
mikla athygli, meðal annars vegna
þess að Ólafur afplánaði á þessum tíma
fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.
Í skýrslunni beinir rannsóknar-
nefndin því til flugmanna að gæta sér-
staklega að sér þegar þeir fljúga mis-
munandi tegundum loftfara. Þá eru
flugmenn minntir á mikilvægi þess að
afla alltaf upplýsinga um veðurskilyrði
og reikna út þyngd flugfars.
Þá segir að þar sem þyrlan hafi ver-
ið nálægt jörðu hafi ekki verið mögu-
legt að ná fullri stjórn á stéli hennar
þegar hún byrjaði að snúast, með þeim
afleiðingum að hún skall í jörðina. Ekki
er útilokað að áhrif vinds á stélþyril
hafi verið meðverkandi þáttur í slys-
inu.
Rannsókn lokið á þyrluslysi Ólafs
Líklegt að flugmaður hafi ekki verið
nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrluslysið Rannsóknarnefnd hef-
ur lokið rannsókn sinni á slysinu.
Pétur Einarsson, fyrr-
verandi flugmálastjóri,
lést 20. maí síðastliðinn
eftir baráttu við hvít-
blæði. Pétur fæddist 4.
nóvember 1947 í
Reykjavík. Foreldrar
hans voru Einar Péturs-
son, húsasmíðameistari
í Reykjavík, síðar
starfsmaður Flugmála-
stjórnar, og Sigríður
Karlsdóttir, húsfreyja
og verslunarmaður í
Reykjavík.
Pétur útskrifaðist
með verslunarpróf frá Verslunar-
skóla Íslands árið 1967 og lauk
sveinsprófi í húsasmíði við Iðnskól-
ann ári seinna. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1971 og kandídatsprófi í
lögfræði við Háskóla Íslands 1977.
Pétur var fulltrúi flugmálastjóra
frá 1978-1980 og varaflugmálastjóri
frá 1980 til loka febrúar 1983, er
hann var skipaður flugmálastjóri.
Pétur gegndi því starfi næstu níu
árin, eða þar til hann lét af störfum
að eigin ósk í júní 1992.
Á næstu árum sinni Pétur ýmsum
störfum, alþjóðlegri ráðgjöf, kaup-
sýslu, trésmíði, ritstörfum og lög-
mennsku. Rak hann m.a. upp úr
aldamótum Hótel
Tindastól ásamt Svan-
fríði, síðari eiginkonu
sinni.
Fyrri eiginkona Pét-
urs var Arndís Björns-
dóttir, f. 26.8. 1945, þau
giftust 1971 og skildu
1982. Saman áttu þau
fjögur börn, Signýju
Yrsu (f. 1969), Sigríði
Hrund (f. 1974), Einar
(f. 1978) og Arndísi (f.
1981), en fyrir átti Pét-
ur dótturina Þórunni
(f. 1967) með Önnu
Stefaníu Wolfram. Þá eignaðist Pét-
ur dæturnar Sigríði Theódóru (f.
1985) og Jóhönnu Vigdísi (f. 1996)
með Ragnhildi Hjaltadóttur.
Pétur kvæntist seinni eiginkonu
sinni, Svanfríði Ingvadóttur, 19.
apríl 2000. Börn hennar og stjúp-
börn Péturs eru Stefanía Tinna
Eriksson-Warren (f. 1985) og Sindri
Steinarsson (f. 1990).
Eftir að Pétur greindist með hvít-
blæði setti hann á laggirnar
Facebook-hópinn Dagbók krabba-
meinssjúklings, þar sem hann sagði
frá daglegu lífi sínu og hvatti aðra
sem þjást af krabbameini til að gera
slíkt hið sama. Rúmlega 1.200
manns eru í hópnum.
Andlát
Pétur Einarsson
flugmálastjóri