Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Fjarþjónusta
fyrir betri heyrn
ReSound Smart3D
Afgreiðslutími 9:00-16:30 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar
að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum
og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð.
Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda
heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D
og Quattro heyrnartækjanna.
Við svörum eins fljótt og auðið er.
Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600.
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Fánaprentun
Kuðungurinn, umhverfisviðurkenn-
ing umhverfis- og auðlindaráðuneyt-
isins fyrir framúrskarandi starf að
umhverfismálum á síðasta ári, fór til
verkfræðistofunnar Eflu. Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson ráð-
herra afhenti viðurkenninguna í vik-
unni.
Í rökstuðningi dómnefndar fyrir
valinu kemur fram að Efla hafi frá
upphafi leitast við að vera leiðandi í
umhverfismálum, hvort sem er í eig-
in rekstri eða í framboði á um-
hverfisvænum lausnum. Umhverfis-
ráðgjöf skipi stóran sess í þjónustu
fyrirtækisins, en Efla hefur að-
stoðað á þriðja tug fyrirtækja við
innleiðingu umhverfisstjórnunar. Þá
hafi fyrirtækið rutt brautina fyrir ný
úrræði í umhverfismálum umfram
lagalegar kröfur, s.s. við gerð vist-
ferilsgreininga og ráðgjöf við vist-
vænar vottanir bygginga auk ýmissa
lausna sem snúi að umhverfisverk-
fræði.
„Hjá Eflu er umhverfisvinkillinn
settur á öll verkefni en slík um-
hverfistenging er gríðarlega mikil-
væg hjá fyrirtæki sem sinnir margs-
konar ráðgjöf og verkefnastjórnun,“
segir m.a í rökstuðningi dómnefnd-
ar. Verðlaunagripinn, Kuðunginn,
gerði að þessu sinni listhópurinn
Fischer, sem er skipaður systk-
inunum Lilju, Ingibjörgu og Jóni
Þór Birgisbörnum.
Viðurkenning Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs Eflu, og
Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu, tóku við Kuðungnum úr
hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Framúrskarandi starf
í umhverfismálum
Ráðherra veitti Eflu Kuðunginn
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Nemendur á fornmálabraut í
Menntaskólanum í Reykjavík þreyttu
stúdentspróf í latínu á dögunum hjá
Kolbrúnu Elfu Sigurðardóttur, lat-
ínu- og grískukennara til áratuga og
fagstjóra í faginu. Það væri ekki í frá-
sögur færandi á þessari fornustu
málabraut landsins nema að prófið
þurfti að fara fram rafrænt og hver
sat heima í sínu horni. Úr því að svo
varð að vera kallaði það að mati Kol-
brúnar á að samin yrðu ellefu ólík
próf, eitt fyrir hvern nemanda.
„Það var einfaldlega til að menn
væru ekki að hneigjast til að bera
saman bækur sínar um of,“ segir hún
í samtali við Morgunblaðið um ráð-
stöfunina. Ekki aðeins fékk hver
nemandi sérstakt próf með sér-
stökum spurningum, heldur var les-
inni þýðingu líka sleppt, sem sagt úr
latnesku efni sem nemendur þekkja
yfir á íslensku. Slíkar æfingar komu
að sögn Kolbrúnar ekki til greina á
heimaprófi, þar sem þar var einnig
hætt við því að menn færu að hafa of
ríka hliðsjón af þýðingum annarra
seinni tíma manna. Þeim mun meira
vægi fékk latneskur stíll, sem felst í
þýðingu úr íslensku yfir á latínu.
Lesna þýðingin færðist yfir í munn-
lega prófið, þar sem nemendur fengu
að spreyta sig á gömlu meisturunum.
Kolbrún segir að sérsniðin próf
hafi ekki orðið til þess að lækka
meðaleinkunn nemendanna, né held-
ur til þess sem alvarlegra væri, að slá
á ánægju þeirra við próflesturinn.
Einn sem hafi tekið sérstöku ástfóstri
við Sesar þetta árið hafi ekki notið fé-
lagsskapar hans síður þó að prófið
væri tekið heima. Stúdentsprófunum
lauk í vikunni en þau eru að líkindum
einhver þau blíðlegustu sem sögur
fara af í Latínuskólanum. Hver náms-
braut þurfti aðeins að fara í þrjú loka-
próf en þau eru í venjulegu árferði
vön að telja nokkuð á annan tug.
Aldrei þessu vant er annars eintóm
góð tíðindi að segja af fornmálabraut-
inni: Eftir kynningarátak sem blásið
var til í vetur stefnir nú í að tveir nýir
málabrautarbekkir verði skráðir til
leiks næsta haust, eftir að aðeins einn
26 manna bekkur hóf nám við braut-
ina síðasta haust. Eftir fyrsta árið
velja nýnemarnir svo hvort þeir feta
áfram braut fornmálanna og þá bíða
þeirra tvö ár enn af þeirri mætu list
latínu.
Morgunblaðið/Sverrir
Latínuskólinn Stúdentsprófin voru
rafræn í ár en færri en verið hefur.
Ellefu próf fyrir
ellefu nemendur
Svo menn færu ekki að bera saman
bækur sínar meira en góðu hófi gegnir
Héðinn Unnsteinsson var kjörinn
formaður Landssamtakanna Geð-
hjálpar á aðalfundi sem haldinn var
fyrir skömmu. Einar Þór Jónsson
gaf ekki kost á sér til formennsku
en verður áfram í stjórn. Á fund-
inum var ákveðið að fela viðtakandi
stjórn að stofna styrktarsjóð.
Héðinn var einn í framboði til
formanns og því sjálfkjörinn. Með
honum og Einari Þór í stjórn eru
Ágústa Karla Ísleifsdóttir, Elín
Ebba Ásmundsdóttir, Einar
Kvaran, Halldór
Auðar Svansson,
Ragnheiður Ösp
Sigurðardóttir,
Silja Björk
Björnsdóttir og
Sigríður Gísla-
dóttir.
Styrktarsjóður
Geðhjálpar á að
taka til starfa að
loknum aðalfundi á næsta ári, að
því er fram kom í samþykkt aðal-
fundar. Hlutverk styrktarsjóðs
Geðhjálpar skal vera að styrkja
verkefni sem snúa að framförum í
geðheilbrigðismálum og eflingu
geðheilbrigðis á Íslandi. Sjóðnum
er meðal annars ætlað að bæta
geðheilsu íbúa landsins með því að
stuðla að framþróun nýrra lausna í
þágu geðheilbrigðismála, auka for-
varnir, efla geðrækt, takast á við
fordóma og mismunun, stuðla að
gerð fræðsluefnis og opna um-
ræðu.
Nýr formaður Geðhjálpar
Aðalfundur ákvað að stofna styrktarsjóð Geðhjálpar
Héðinn
Unnsteinsson