Morgunblaðið - 22.05.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Komdu í BÍLÓ!
HYUNDAI I30WAGON CLASSIC
óekinn eftirársbíll! bensín, 6 gíra.
Verð 2.590.000 kr. Fleiri litir til!
Raðnúmer 250653
HYUNDAI SANTA FE PREMIUM
nýskr. 02/2017, ekinn 49 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur, leður o.fl. Verð 5.990.000 kr.
Raðnúmer 250581
KIA CEED EX
nýskr. 09/2018, ekinn aðeins 5 Þ.km, bensín,
6 gíra. Verð 2.850.000 kr.
Raðnúmer 250663
DACIA DUSTER 4WD
nýskr. 11/2018, ekinn 47 Þ.km, dísel, 6 gíra.
Verð 2.590.000 kr.
Raðnúmer 380744
TOYOTA YARIS ACTIVE
nýskr. 05/2018, ekinn 76 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur.Verð 1.990.000 kr.
Raðnrúmer 380754
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á vegum Skógræktarinnar er
fyrirhugað að gróðursetja um 500
þúsund birkiplöntur í ár umfram
fyrri áætlanir og er verkefnið hluti
af aðgerðum stjórnvalda til að
vinna gegn samdrætti í hagkerfinu
vegna kórónufaraldursins. Til
skógræktar fara 75 milljónir í
birkiverkefnið og 20 milljónum
verður varið í grisjun ungskóga í
skógrækt á lögbýlum.
Þessi verkefni
koma til viðbótar
við átak stjórn-
valda til að auka
kolefnisbindingu,
sem þau greindu
frá í fyrrasumar,
og landgræðsla
og skógrækt
njóta góðs af.
Þröstur Ey-
steinsson skóg-
ræktarstjóri seg-
ir að tekist hafi að semja við
gróðrarstöðvar um að útvega birki-
plöntur til að gróðursetja í haust,
en áður hafði verið reiknað með að
þessar plöntur yrðu afhentar á
næsta ári. Hann segir að fram-
leiðslugeta hafi aukist í garðyrkju-
stöðinni Sólskógum við Akureyri
og einnig hjá Kvistum í Biskups-
tungum.
Í samvinnu Landgræðslunnar og
Olís var talsverðu af birkifræjum
safnað í fyrra, sem nýtist til beinn-
ar sáningar. Í þeim tilvikum er
hins vegar lítið vitað um ætterni og
gæði fræja, sem er nauðsynlegt í
gróðurhúsaræktun og rannsóknum.
Til fræja sem ræktað er upp af í
gróðrarstöðvum eru gerðar kröfur
um spírun fræsins og þrótt plantna
og þá skiptir uppruni, kvæmi og
efniviður miklu máli.
Ekki nógu vel aðlagað?
„Birkiverkefnið skiptist í nokkra
þætti og til viðbótar má nefna að
við erum að hefja undirbúning með
Landgræðslunni að tilraunum til
að rækta birki í meiri hæð yfir sjó
en við höfum gert hingað til,“ segir
Þröstur. „Við höfum sett saman
rannsóknahóp til að standa að
þessu en eigum eftir að finna stað-
ina og hvaða birkikvæmi við viljum
prófa og síðan er að tína fræ af
þeim í haust.
Ekki liggur fyrir hversu hátt við
förum með birkið en ég hef nefnt
4-600 metra hæð. Í þeirri hæð er
mikið af örfoka og illa förnu landi.
Landgræðslan er með slík svæði í
þessari hæð í sinni umsjón. Í drög-
um að friðlýsingu miðhálendisins
var viðurkennt að það gæti verið
eitt markmiðanna að endurheimta
gróður á rofnum svæðum og að
okkar mati verður það helst gert
með birki.
Þá eru vísbendingar um að birki
sé ekki nógu vel aðlagað aðstæðum
á láglendi ef það hlýnar meira.
Einnig ef það koma fleiri skaðvald-
ar eins og birkiþéla og birkikemba,
sem ráðast á lauf birkisins, en
einnig skordýr sem lengur hafa
verið hér. Þetta gæti komið í ljós á
næstu árum og áratugum.“
Jarðvegsbætir í skógrækt
Fyrr í þessum mánuði var greint
frá tilrauna- og átaksverkefni um-
hverfisráðuneytisins með Vistorku
og Akureyrarbæ þar sem molta
verður nýtt í landbúnaði, skógrækt
og landgræðslu á Norðurlandi.
Framlag ráðuneytisins nemur 15
milljónum króna en heildarumfang
verkefnanna er metið á um 40
milljónir. Skógræktin leggur til
vinnu við ráðgjöf, umsjón og vinnu
við rannsóknarþætti verkefnanna.
Notuð verður molta til skógræktar
og landgræðslu í umhverfi Akur-
eyrar, til landgræðslu á Hólasandi
og við repjurækt í Eyjafirði.
SORPA tekur í næsta mánuði í
notkun fullkomna gas- og jarð-
gerðarstöð á Álfsnesi. Ársfram-
leiðsla stöðvarinnar verður annars
vegar um þrjár milljónir Nm3 af
metangasi og hins vegar tólf þús-
und tonn af jarðvegsbæti, sem
hentar vel til landgræðslu, eins og
segir á heimasíðu SORPU. Spurð-
ur hvort skógrækt njóti góðs af
jarðvegsbætinum segir Þröstur að
aukin áhersla sé á uppgræðslu með
trjágróðri í samstarfi Landgræðsl-
unnar og Skógræktarinnar og líf-
rænn jarðvegsbætir komi þar að
góðum notum.
Víða um land njóta þjóðskóg-
arnir og einstakir skógarreitir
framlaga úr verkefnaáætlun um
uppbyggingu innviða til ferða-
mannastaða. Stærstu verkefnin eru
á Þórsmörk og Goðalandi.
Þröstur segir að Skógræktin hafi
sótt um framlag vegna 60 sumar-
starfa til Vinnumálastofnunar.
„Það er næg sumarvinna fyrir
skólafólk á tjaldsvæðum, við stíga-
gerð, gróðursetningu og rann-
sóknir. Á þennan hátt gætum við
gefið enn frekar í og um leið gert
nemendum lífið aðeins auðveld-
ara,“ segir Þröstur.
Birkið ræktað í meiri hæð
Gróðursetning 500 þúsund birkiplantna hluti af aðgerðum stjórnvalda Samið við gróðrarstöðv-
ar um birkiplöntur til að gróðursetja í haust Skógræktin sækir um framlag vegna 60 sumarstarfa
Ljósmynd/Skógræktin
Á Hólasandi síðasta haust Birki í 350 metra hæð hefur vaxið upp með aðstoð lúpínu á 20 árum og nú á að gera tilraun með ræktun birkis í 400-600 metra
hæð. Á myndinni er Árni Sigurbjarnarson, einn forsvarsmanna umhverfissamtakanna Húsgulls og einn hvatamanna að uppgræðslu á Hólasandi.
Þröstur
Eysteinsson
Skógræktin hvatti landsmenn í
vetur til að leita huggunar
gegn veirufárinu með því að
knúsa tré og trúlega hefur
þetta meira verið gert í gamni
en alvöru. Myndir voru birtar á
heimasíðu Skógræktar, fjöl-
miðlar tóku málið upp og RÚV
gerði knúsinu skil með því að
fá Þór Þorfinnsson, skógar-
vörð á Hallormsstað, til að
bregða á leik.
„Við slógum algerlega í gegn
með því að knúsa tré og miklu
meira í útlöndum en á Íslandi,“
segir Þröstur. „Við vorum
nokkur hjá Skógræktinni sem
fórum í viðtöl við erlenda
miðla. Reuters og fleiri alþjóð-
legar fréttastofur tóku málið
upp og þetta var birt og endur-
birt. Knúsið flaug um allan
heim.“
Knúsið flaug um allan heim
SKÓGRÆKTIN SLÓ Í GEGN
Ljósmynd/RÚV
Knús Þór Þorfinnsson skógarvörður í faðm-
lagi við lindifuru á Hallormsstað.