Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Um árabil hafa félagasamtökin
Junior Achievement á Íslandi efnt
til fyrirtækjasmiðju fyrir unga
frumkvöðla. Er um að ræða sam-
starfsverkefni atvinnulífs og
menntakerfis þar sem framhalds-
skólanemendur fá að spreyta sig á
að stofna fyrirtæki, þróa viðskipta-
hugmynd, vöru
eða þjónustu, og
kynna á veglegri
uppskeruhátíð,
Vörumessu, sem
alla jafna hefur
verið haldin í
Smáralind um
þetta leyti árs.
Að þessu sinni
tóku um 600
nemendur frá
fimmtán fram-
haldsskólum þátt í verkefninu.
Stofnuð voru 113 fyrirtæki og skil-
uðu 109 þeirra sér í mark.
Petra Bragadóttir, framkvæmda-
stjóri JA á Íslandi, segir að því mið-
ur hafi þurft að aflýsa vörumess-
unni vegna veirufaraldursins. „En
ég tek ofan fyrir kennurum fram-
haldsskólanna sem hafa haldið nem-
endum við efnið í fjarnámi síðan um
miðjan mars. Nemendunum tókst
líka að finna nýstárlegar leiðir til að
koma vörum sínum á framfæri,“
segir hún og þakkar árangurinn
m.a. því hve öflugt bakland verk-
efnið eigi í atvinnulífinu og hjá
mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu.
Netið hefur ýmsa kosti
Eins og gefur að skilja eru við-
skiptahugmyndir þátttakenda af öll-
um mögulegum toga og voru all-
mörg verkefni með sterka tengingu
við sjávarútveginn. Stóð nemendum
m.a. til boða að heimsækja Sjávar-
klasann til að fræðast um haftengda
nýsköpun og kviknuðu ýmsar snið-
ugar hugmyndir í framhaldinu.
Þannig skoðaði einn hópur nem-
enda hvernig nýta mætti þorskroð í
dýrafóður, búa til varasalva úr þara
og breyta netakúlum í falleg inniljós
og blómapotta.
Eitt af þeim sjávarútvegstengdu
nemendaverkefnum sem vöktu sér-
staka athygli í ár spratt úr kolli
þeirra Benedikts Franks Pálma-
sonar, Baldvins Freys Björgvins-
sonar og Brynjars Guðmundssonar,
en þeir stunda nám í Borgarholts-
skóla. Þeim hugkvæmdist ný og
betri leið til að vefja inn vörur á
bretti og gáfu verkefninu nafnið
Netbretti, en lausnin gengur út á að
skipta hefðbundinni plastfilmu út
fyrir endurnýtanlegt net úr um-
hverfisvænu efni.
Hugmyndin byggir m.a. á reynslu
Benedikts af því að vinna sem sum-
arstarfsmaður á vörulager mat-
vælafyrirtækis. „Þar gerðum við
mikið af því að færa vörur til á milli
lagers og framleiðslu og í hvert
skipti þurfti að plasta vörurnar á
brettinu. Ég hugsa að almenningur
geri sér ekki grein fyrir því hversu
mikill plastúrgangur verður til í
vöruflutningum og þó að því plasti
sem notað er til að vefja inn eitt
bretti megi vöðla saman í lítinn
bolta gerir margt smátt eitt stórt.
Hjá þessu eina fyrirtæki mátti
finna heilan ruslagám fullan af
plastpokum sem voru allir sneisa-
fullir af notuðu brettaplasti.“
Verði augljós valkostur
Úr varð að leita til Hampiðj-
unnar og gera tilraunir með að
nota net í staðinn fyrir plast. Bene-
dikt segir ýmis efni hafa komið til
skoðunar en net hafi m.a. þann kost
að hylja ekki vöruna á brettinu.
Vöruþróunin hefur gengið vel en
Benedikt Baldvin og Brynjar sjá
fram á að fínpússa lausnina á kom-
andi vikum og mánuðum. „Við vilj-
um ná því marki að netið verði aug-
ljós valkostur og að fyrirtæki sjái
að Netbretti hjálpi þeim að spara
tíma og peninga og draga úr plast-
notkun.“
Þykir Benedikt mesta furða að
hvergi virðist sambærileg lausn í
notkun, enda virðist Netbretti hafa
rambað niður á tiltölulega augljósa
lausn á útbreiddum vanda. „Nota
má net sem eru létt en sterkbyggð,
auðvelt að vefja þau utan um bretti
og skorða vel, og þau fullnægja
kröfum um öryggi og hreinlæti.
Takmarkast notkun Netbretta
aðallega af því að þau henta best til
notkunar innan sama fyrirtækis,
s.s. þegar vörur eru fluttar til og
frá lager, eða frá miðlægum lager
til verslana, þar sem auðvelt er að
endurheimta netin eftir notkun, en
aftur á móti er skynsamlegra að
nota plastfilmu þegar senda þarf
bretti um langan veg og meira er
fyrir því haft að endurheimta
netin.“
Frumkvöðlar Benedikt Frank Pálmason, Brynjar Guðmundsson og Baldvin
Freyr Björgvinsson við prufuútgáfu. Hugmyndin er einföld en snjöll.
Skipti plastfilmu út fyrir net
Framhaldsskólanemendur sem tóku þátt í keppni JA á Íslandi hafa unnið
með Hampiðjunni að þróun umhverfisvænni lausnar fyrir vöruflutninga
Petra
Bragadóttir
Aðalfundur
ADHD-
samtakanna fór
fram í vikunni. Í
ályktun fundarins
er aukinni
áherslu stjórn-
valda á geðheil-
brigðismál fagn-
að og „þeirri
vitundarvakningu sem orðin er um
mikilvægi geðheilbrigðis og and-
legrar heilsu. Stóraukin þjónusta á
þessu sviði er eitt brýnasta lýð-
heilsuverkefni samfélagsins næstu
misserin“.
Samtökin segja afleiðingar
kórónuveirufaraldursins einnig kalla
á viðamiklar aðgerðir til að koma til
móts við þá hópa samfélagsins sem
hafa orðið illa fyrir barðinu á far-
aldrinum, ekki bara efnahagslega
heldur einnig vegna röskunar á
námi, einangrunar eða andlegra
áfalla ýmiss konar. Stóraukið fjár-
magn þurfi að setja í greiningar og
meðferðarúrræði vegna ADHD,
bæði hjá fullorðnum og börnum, og
eyða núverandi biðlistum eftir grein-
ingum, en tveggja til þriggja ára bið
eftir greiningu og meðferð er óvið-
unandi að mati samtakanna.
Faraldur
kallar á
aðgerðir
ADHD-samtökin
álykta á aðalfundi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
sinnti 74 útköllum fyrstu fjóra mán-
uði ársins, en það er rúmlega 20%
aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta
kemur fram í færslu Gæslunnar á
Facebook. Þar segir að þegar mikið
sé flogið er viðhaldið í samræmi við
það, en allar þrjár þyrlur gæslunnar
voru í viðhaldi fyrr í vikunni vegna
fjölda verkefna. Í færslunni segir að
TF-EIR sé komin aftur í gagnið og
að viðhaldi á TF-GRO muni ljúka
mjög fljótlega.
74 útköll frá
janúar til apríl
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Full búð
af nýjum og
fallegum
vörum
6.990 kr.
Túnika - kjóll
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is