Morgunblaðið - 22.05.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 22.05.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S VERSLUM Á VEFNUM Á FELDUR.IS bjóðum við viðskiptavinum 15% afslátt af hlýjum vörum fyrir útiveruna og sendum frítt innanlands. AFSLÁTTARKÓÐI: FELDUR2020 22. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 143.03 Sterlingspund 175.19 Kanadadalur 102.75 Dönsk króna 20.992 Norsk króna 14.348 Sænsk króna 14.803 Svissn. franki 147.91 Japanskt jen 1.3286 SDR 195.19 Evra 156.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.5839 Hrávöruverð Gull 1750.05 ($/únsa) Ál 1464.0 ($/tonn) LME Hráolía 34.45 ($/fatið) Brent ● Það kann að veita vísbendingu um horfurnar í bandarískum veitingageira að viðskiptin ganga ágætlega hjá kaffi- húsum Starbucks. Reuters greinir frá að hjá þeim kaffihúsum sem Starbucks hefur opnað að nýju eftir kórónuveiru- lokun séu sölutekjur um þriðjungi lægri en þær voru á sama tíma í fyrra. Áætlar Starbucks að búið verði að opna um 90% allra kaffihúsa fyrirtækisins strax í júní en keðjan væntir að það muni taka tímann sinn að koma sölutölum aftur í samt horf. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, sendi starfsmönnum fyrirtækisins bréf á miðvikudag þar sem hann hvatti þá til dáða: „Reynslan í Kína kennir okkur að þegar við opnum kaffihúsin að nýju markar það upphafið á bataferli sem hefst með því sem viðskiptavinum þykir öruggt og kunnuglegt, og byggir svo ofan á það.“ ai@mbl.is Tekjur Starbucks þriðj- ungi lægri en venjulega Nauðsyn Starbucks hefur lagt mikla áherslu á sölu í gegnum bílalúgu. STUTT lokuðum hamborgarastöðum yfir til matvöruverslananna. Þannig var hægt að halda fólki í vinnu, og um leið tryggja að matvöruverslanirnar gætu brugðist við auknu annríki.“ Toyota á Íslandi stóð sjálft fyrir stuttri en áhrifaríkri herferð fyrr í mánuðinum, og vakti útfærslan mikla hrifningu. Markaðsfólki þótti einkar áhugavert hve lítið fór fyrir vörumerki eða bifreiðum Toyota í auglýsingunni, sem í staðinn fjallaði um ómetanleg störf heilbrigðis- starfsfólks í kórónuveirufaraldri og minnti líka með smekklegum hætti á Ólympíuleikana í Tókýó, og Ólympíu- leika fatlaðra, sem fresta þurfti um ár. Um alþjóðlega herferð er að ræða sem staðfærð var á hverjum mark- aði. „Toyota er einn helsti samstarfs- aðili Ólympíuleikanna og einmitt núna hefði margra ára vinna átt að bera ávöxt og yfirgripsmikil mark- aðsherferð að ná hámarki, þar sem hampa átti áherslubreytingu Toyota frá því að vera bílaframleiðandi yfir í að vera fyrirtæki helgað samgöngu- lausnum,“ segir Kristinn, en prent- útgáfa auglýsingarinnar var þannig hönnuð að á heilli síðu birtist mjór textarenningur fyrir miðju og mynd- aði nokkurs konar borða en neðst á honum verðlaunapeningur. „Það verða engar medalíur árið 2020 [...]. Þetta er samt árið sem hetjur stíga fram,“ stóð í textanum og þykir aug- lýsingahönnuðum Toyota hafa tekist að slá hárréttan tón. Eru neytendur móttækilegir? Hvert beina á markaðsfjármagn- inu, og í hve miklu magni, ræðst af hverju tilviki fyrir sig. Segir Kristinn að í tilviki bílaumboða kunni að vera að neytendur séu almennt ekki með hugann við kaup á nýjum bíl og því síður móttækilegir fyrir auglýsingum sem kynna nýjustu módelin, en gætu haft meiri áhuga á upplýsingum um viðhald og tryggingar. „Fræðimenn greinir á um hvort það sé hyggilegt, í svona árferði, að einblína á þá staði sem bjóða mestan sýnileika fyrir minnstan pening, s.s. samfélags- miðla, og predika sérfræðingar á borð við Mark Ritson að skynsamlegt sé að nota styrkleika allra miðla í stað þess að einblína á eitt form þeirra.“ Kristinn minnir líka á að viðhalda þurfi réttu jafnvægi í markaðsefni sem miðast að því annars vegar að styrkja vörumerkið og hins vegar örva sölu. „Ekki er óalgengt að talað sé um að u.þ.b. 60% markaðsfjár- magns eigi að fara í að styrkja vöru- merkið (e. brand building) og 40% í að örva sölu (e. tactical) en þegar tekjur dragast saman er freistandi að reyna að breyta þessu hlutfalli og leggja ofuráherslu á að auka söluna til skamms tíma. Það getur aftur á móti þýtt að vörumerkið stendur verr en ella að vígi til lengri tíma litið.“ Getur skaðað undirstöðurnar ef vörumerki eru ekki sýnileg AFP Tækifæri Frestun Ólympíuleikanna í Tókýó raskaði margra ára vinnu markaðsfólks Toyota og annarra fyrirtækja og kallaði á nýja nálgun.  Í niðursveiflu getur verið vandasamt að finna rétta meðalveginn í markaðsstarfi VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Fræðin segja að fyrirtæki eigi að nota svona árferði til að gefa í, í mark- aðsmálunum, en í raunveruleikanum er það hægara sagt en gert,“ segir Kristinn Gústaf Bjarnason um áhrif kórónuveirufaraldursins á auglýs- inga- og markaðsútgjöld íslenskra fyrirtækja. Kristinn er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Ís- landi og fylgdi bílaumboðinu m.a. í gegnum eftirköst bankahrunsins. Hann segir að þar hafi komið í ljós að sterk vörumerki eru tiltölulega fljót að ná sér aftur á strik þegar ástandið á markaði verður eðlilegt, en ýmsar vísbendingar séu um að kórónuveiru- kreppan verði annars eðlis en þær kreppur sem fjallað er um í kennslu- bókum markaðsfræðinga. Þá er erfitt fyrir félög að halda dampi í markaðs- málum þegar þau verða fyrir miklu tekjufalli, og því ekki alltaf hægt að fylgja öllum ráðum markaðssérfræð- inganna enda eigi stjórnendur jafnvel fullt í fangi með að eiga fyrir launum starfsfólks og standa við aðrar skuld- bindingar. „En á móti kemur að það getur skaðað undirstöður vörumerkja ef þau eru ekki sýnileg á markaði í talsverðan tíma, og ekki að ástæðu- lausu að ýmsir leiðtogar á neytenda- markaði eins og Pepsi, Coca-Cola og Nike halda áfram að auglýsa þó að þau búi að mjög sterkum rekstri, enda vilja þau tryggja að þau haldist efst í huga fólks.“ Næmni og samhyggð Og jafnvel ef fjárhagslegt svigrúm er til að ráðast í markaðsherferðir í niðursveiflu minnir Kristinn á að stíga verði var- lega til jarðar og útfæra markaðs- efnið með smekk- legum hætti. „Þegar margir eiga um sárt að binda vegna þrenginga í hag- kerfinu getur ver- ið varasamt að tefla fram her- ferðum með mjög sjálfhverfum skila- boðum og gæti almenningi jafnvel þótt eins og fyrirtækið væri að reyna að notfæra sér ástandið,“ útskýrir hann. „Betra er að markaðsefnið sýni samhygð og einlægan áhuga á velferð samfélagsins.“ Kristinn nefnir skemmtilegt dæmi frá Þýskalandi, sem var þó ekki eig- inleg markaðsherferð en sýndi í verki jákvæðan samtakamátt og umhyggju fyrir velferð almennings. „Matvöru- verslanakeðjan Aldi og skyndibita- staðakeðjan McDonald’s tóku hönd- um saman og færðu starfsfólk frá Kristinn Gústaf Bjarnason Kínverski tæknirisinn Baidu, sem m.a. starfrækir vinsælustu leitar- vél Kína, skoðar nú þann mögu- leika að afskrá félagið úr Nasdaq- kauphöllinni og finna sér samastað utan Bandaríkjanna. Reuters greinir frá þessu og segir þreif- ingar Baidu á frumstigi. Með skráningu utan Bandaríkj- anna gæti fyrirtækið mögulega náð hærra markaðsverði og eins varið sig gegn mögulegum nei- kvæðum afleiðingum pólitískra og efnahagslegra deilna Bandaríkj- anna og Kína. Baidu var eitt af fyrstu kín- versku félögunum til að fá skrán- ingu á bandarískum hlutabréfa- markaði. Náði hlutabréfaverð fyrirtækisins hámarki í maí 2018 en hefur lækkað um meira en 60% síðan þá. Á sama tíma hefur vísi- tala kínverskra fyrirtækja hjá Nasdaq lækkað um 10% og hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum að stjórnendum Baidu þyki félagið of lágt metið. Í dag er markaðsvirði Baidu um 29,6 millj- arðar dala, eða um 5% af markaðs- virði Alibaba, sem er skráð í kaup- höllina í Hong Kong og selur að auki sérstakan flokk hlutabréfa hjá kauphöllinni í New York. Þá samþykkti Bandaríkjaþing ný lög á miðvikudag sem kveða á um að kínversk félög sem skráð eru í bandarískar kauphallir verði að fylgja bandarískum lögum og bókhaldsreglum og „megi ekki vera í eigu eða undir stjórn er- lendra stjórnvalda“. ai@mbl.is AFP Leit Skrifstofur Baidu í Peking. Hong Kong gæti hentað vel. Baidu íhugar að kveðja Nasdaq  Bandarísk stjórnvöld þrengja að kínverskum félögum á Wall Street

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.