Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Hrafn á flugi Hrafninn er tilkomumikill þar sem hann flýgur yfir og kannar landið í leit að æti. Spurning er hvort hann hafi fundið höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn? Eggert „Mannssálin hneig- ist að hinu ótrúlega en efar hið trúlega.“ Það er hluti af lýð- ræðinu að skiptast á skoðunum. Í sal Al- þingis fer fram lýð- ræðisleg umræða. Sú umræða er stundum nokkuð merkileg því þess eru dæmi að al- þingismenn vandi mál- flutning sinn með því að afla stað- reynda og upplýsinga um það mál sem er til umræðu, þannig að þeir sem á hlýða verða nokkurs vísari eftir umræðuna. Þess eru einnig dæmi að umræðan komist á lág- kúrulegt plan, svo lágkúrulegt að það getur varla talist skítkast, miklu fremur mykjudreifing. Uppeldi í stjórnmálum Það var árið 1968 að stjórnmála- legt uppeldi mitt hófst. Áður hafði stjórnmálaáhugi mótast af tilfinn- ingu barns. Þá var ég aðeins 16 ára gamall og hafði því ekki kosninga- rétt. Það ár fóru fram forsetakosn- ingar. Annar frambjóðandinn var mikill vinur föður míns, skólabróðir og spilafélagi. Mér var stranglega bannað að tala illa um hinn fram- bjóðandann í þessum kosningum. Það var einn frambjóðandi og það var annar frambjóðandi. Það var ekki frambjóðandi gegn öðrum frambjóðanda. Faðir minn stóð með sínum frambjóðanda vegna verðleika hans. Það skyldi aldrei orði hall- að á hinn frambjóð- andann. Það var minn lærdómur. Ég hef reynt að halda þessa reglu, að fjalla um menn og málefni eftir verð- leikum og málstað. Það kann að vera að einhverju sinni hafi misheppnað uppeldi komið í ljós. Málstaður og menn batna aldrei með svívirðingu og mykjudreifingu. Lágkúra um landráð Á lýðveldistímanum hafa vinstri menn brigslað öðrum um landsölu, landráð og hvers kyns svik. Dæmi um lágkúrulegt orðfæri má finna í umræðu um aðild Íslands að NATO árið 1949. Formaður Sósíalistaflokksins er í ræðustól og segir við forsætisráð- herra, að því er virðist við frammí- kall ráðherrans: „Þegi þú, þú hefur ekki orðið. Ég er alþingismaður Ís- lendinga, kosinn af 7.000 Reykvík- ingum og tala hér í umboði þeirra, en þú ert uppbótarþingmanns- ræfill, sem sveikst þig inn á þing.“ Til upprifjunar skal þess minnst að til mótvægis NATO var stofnað Varsjárbandalag árið 1955. Nú hafa allar aðildarþjóðir þess, utan ein, gengið til liðs við NATO og þær þjóðir telja að frelsi sínu sé best borgið í skjóli NATO og með aðild að Evrópusambandinu. Varsjár- bandalagið var leyst upp árið 1991. Þá hafði sovéskur her ráðist inn í tvö aðildarríki á þeim tíma sem Varsjárbandalagið starfaði. Sami formaður Sósíalistaflokks- ins sagði 10 árum síðar um ritstjóra Morgunblaðsins: „Það er ekki lengra frá Eykon til Eichmann en frá Göbbels til Gyðingamorða.“ Eichmann var þýskur stríðs- glæpamaður sem sá um að setja Gyðinga í Ungverjalandi í útrým- ingarbúðir. Þessi ummæli formannsins urðu tilefni til málaferla þar sem Eyjólfi Konráð Jónssyni (Eykon) voru dæmdar miskabætur. Nú hafa dómstólar mótað þá reglu, án að- komu Alþingis, að „opinberar per- sónur“ þurfa að láta mykjudreif- ingu af þessu tagi yfir sig ganga. Ummæli af þessu tagi dæma sig að mestu sjálf og sá sem þau flytur dæmir sig úr leik í siðuðum sam- félögum. Orkupakkaumræða Á liðnu ári fjallaði Alþingi um þingsályktun um orkumál í tengslum við aðild að samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Þar sem ég hef kjörbréf upp á að vera vara- alþingismaður og hafandi setið í ut- anríkismálanefnd Alþingis leyfði ég mér að taka þátt í umræðu um þetta málefni utan Alþingis. Þá fékk ég yfir mig í tengslum við það sem ég hafði ritað: „Ruglu- kollur sem enginn vildi á þing þjóð- arinnar.“ Sá er þetta ritaði hefur atvinnu af því að vera formaður Landssambands lögreglumanna, Snorri Magnússon. Þetta ritaði hann skömmu eftir miðnætti að- faranótt sunnudags. Það skal upp- lýst að árangur minn í prófkjöri gaf þingsæti en femínísk viðhorf for- manns Sjálfstæðisflokksins færðu mig niður um sæti. Þá sá ritstjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins ástæðu til að segja um eina grein mína „langorð lygi“, án þess að nefna hvað væri orðum aukið og hvað væri lygi. Ef það sem ritað er í viðskiptablað Morgun- blaðsins er jafn léttvægt og það sem þarna var ritað, þá er það allt marklaus skrif og að engu hafandi. Forsetablæti Það þykir enginn maður með mönnum nema að hafa það á feril- skrá að hafa verið í forseta- framboði. Flestir þeir, sem hyggja á framboð, boða breytta stjórn- skipan að sínum duttlungum. Það á að hverfa frá þingræði að forseta- ræði. Forseti ákveður ekki stjórn- skipan. Breyting á stjórnskipan er ákveðin á Alþingi og samþykkt aft- ur á nýju þingi eftir kosningar. Ellegar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Embættisfærslur forseta eru ekki skapandi starf. Þær mótast af lög- um og venjum, sem leiða má af lög- um. Þegar forseti hagar sér að eig- in duttlungum, þá er skammt í stjórnleysi. Í aðdraganda framboða er farið að bera á orðbragði sem sæmir ekki siðuðu fólki. Það kann að vera að umræðuhefð á samfélagsmiðlum hæfi aðeins óuppdregnum dónum. Margt sem þar er sagt hæfir ekki umræðu í forsetaframboði. Sumir vilja halda „orkupakka“-umræðu síðasta árs áfram í aðdraganda for- setakosninga á þessu ári. Vonandi verður það ekki raunin. Annesjamenn „Og mikil sálaruppörvun er það fyrir annesjamenn að hugsa til þeirra tíma þegar þjóðin var og hét og lifði í landinu. Nú er aldrei bar- ist á Íslandi framar nema ef æru- lausir ræflar og auðnuleysingjar abbast upp á saklaust fólk í drykkjuæði.“ Margt í umræðu á samfélags- miðlum er ótrúlegt og virðist drykkjuæði um nætur. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Þess eru einnig dæmi að umræðan komist á lágkúrulegt plan, svo lágkúrulegt að það getur varla talist skítkast, miklu fremur mykjudreifing. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Umræða og orðfæri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.