Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 18

Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Það er aðdáunar- vert að fylgjast með öllu þessu góða fólki sem er samtaka og hjálpar til í þessu skrítna ástandi sem hefur ríkt. Þríeykið þrusugóða, heil- brigðisstarfsmenn, Helgi Björns og Reið- menn vindanna og gestir þeirra sem hafa létt okkur lund, o.s.frv. Það eru hetjur út um allt, við sjáum þær í sjónvarpinu, á netinu og þær eru líka við eldhúsborðið heima. Við er- um jú öll í þessu saman og einmitt þess vegna munum við sigra þessa óværu. Eðlilega er mikið skrifað um ástandið og hverju það muni breyta í framtíðinni. Það sem ég vona að breytist er að við mun- um áfram setja kær- leikann í fyrsta sæti. Að mínu viti er það fyrst og fremst kær- leikurinn sem við sjáum nú birtast í ótal myndum sem er lyk- ilvopnið okkar og ég vona að hann verði áfram í hávegum hafður. Nú þarf að gæta sín aðeins, því vissulega var kærleikurinn fyrirferðarmikill fyrir Covid og margir afar kær- leiksríkir einstaklingar hafa ein- faldlega haldið uppteknum hætti. Hinsvegar höfum við sem samfélag nú lyft kærleikanum á hæsta stall og það svínvirkar! En ég er líka sannfærður um að við eigum alltaf að hafa kærleikann að vopni alla daga og við allar kringumstæður. Bæði þegar vel gel gengur og þeg- ar illa gengur. Mig grunar að ef það er einhver mikilvægur lærdómur sem við munum öðlast þá felist hann t.d. í svari við spurningunni hvernig þrífst kærleikur? Þetta tel ég vera lykilspurningu, því ef við sköpum umhverfi og aðstæður þar sem kærleikur getur ekki þrifist þá skiptir engu vilji okkar til að sýna kærleika. Kærleikurinn þrífst nefnilega núna af því að við leyfum það. Hér koma upp í hugann nokkr- ir hlutir sem geta hindrað fram- gang kærleikans eins og að hunsa eða rækta ekki það í lífi okkar sem mestu máli skiptir, hugsa bara um eigin hag, setja sig ekki í spor ann- arra, hlusta ekki á aðra, axla ekki ábyrgð, fyrirgefa ekki, hugsa ekki um afleiðingar gjörða sinna o.fl. Þetta er engan veginn tæmandi listi en það er ótvírætt að kær- leikurinn er eitt sterkasta afl sem völ er á og hvergi er þessu lýst bet- ur en í Biblíunni (Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13. 4-8). Þegar maður les þessi orð þá fer ekkert á milli mála hvers vegna það er: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Kærleikurinn vonandi áfram í fyrsta sæti Eftir Sigurð Ragnarsson Sigurður Ragnarsson »Kærleikurinn virkar best. Við eigum að hafa kærleikann að vopni alla daga og við allar kringumstæður. Bæði þegar vel gel gengur og þegar illa gengur. Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Til allrar hamingju gátu framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafist haustið 2017, þrátt fyrir tilefnislausar rang- færslur sem hafa skað- að samgöngumál Vest- firðinga. Í beinu fram- haldi af Dýrafjarðar- göngum skulu fyrr- verandi þingmenn Vestfirðinga kynna sér hugmyndina um tvenn jarðgöng sem grafin yrðu úr Dynj- andisvogi og Trostansfirði inn í Geir- þjófsfjörð. Áður en ákvörðun um út- boð Dýrafjarðarganga lá fyrir töldu margir fyrrverandi þingmenn Norð- vesturkjördæmis óþörf þessi jarð- göng, sem hefðu endanlega rofið alla vetrareinangrun milli Vesturbyggðar, Barðastrandar og byggðanna norðan Hrafnseyrarheiðar enn betur en upp- byggður vegur um Dynjandisheiði. Engin svör fást við spurningunni um hvort þessi vegur þoli mikið álag, þeg- ar þungaflutningarnir aukast alltof mikið. Um ókomin ár uppfyllir hann aldrei hertar öryggiskröfur í 520 m hæð, á þessum illviðrasama og snjó- þunga þröskuldi sunnan Arnar- fjarðar, sem ný samgöngumannvirki verða að standast næstu áratugina. Héðan af fær vel uppbyggður vegur í þessari hæð á heiðinni, milli Arnar- fjarðar og Barðastrandar, engar und- anþágur frá þessum hertu örygg- iskröfum sem eru settar til að fækka fjallvegum á illviðrasömum og snjó- þungum svæðum. Með tilkomu Dýra- fjarðarganga getur Vegagerðin aldrei tryggt að þessi vegur verði 100% öruggur fyrir 6-12 metra snjódýpt og 70-80 m veðurhæð á sekúndu ef snöggar veðrabreytingar verða fyrri til og hrella vegfarendur þvert á allar veðurspár. Inngrip náttúruaflanna sem taka fyrirvaralaust ráðin af stuðningsmönnum heilsársvegar um Dynjandisheiði geta starfsmenn Vegagerðarinnar aldrei stöðvað án þess að stórslys hljótist af. Í stað jarð- ganga undir Meðalnesfjall og inn í Geirþjófsfjörð er uppbyggður vegur í meira en 500 m hæð á þessum farar- tálma vitlaus framkvæmd, sem menn munu iðrast síðar meir þegar allri beiðni um samfelldan snjómokstur verður synjað vegna fjárskorts. Þá kalla vonsviknir heimamenn á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum þennan veg slysagildru í stað jarðganga á Dynjandisheiði. Þvert á allar veðurspár standa stuðn- ingsmenn heilsársvegar á þessum snjóþunga- og illviðrasama þröskuldi aldrei uppi sem sigurvegarar þegar þeir bíða niðurlægjandi ósigur í stríð- inu við náttúruöflin. Árangurslaus leit að snjóléttu svæði á Dynjandisheiði, sem snýst fljótlega upp í leik kattarins að músinni, þýðir að heiðin yrði lokuð í meira en 260 daga á ári, verði uppbyggður vegur á þessum þröskuldi tek- inn fram yfir tvenn jarð- göng, inn í Geirþjófs- fjörð og 600-700 m löng veggöng undir Meðal- nesfjall. Þá verður illt að eiga við fjárveitinga- valdið sem setur hnef- ann í borðið þegar sam- felldur snjómokstur hleypir kostnaðinum upp meira en góðu hófi gegnir. Þess- um fjármunum yrði betur varið til að taka í eitt skipti fyrir öll á öryggis- málum Vestfjarðaganga með því að breikka gangamunnana inn í Önund- arfjörð og Súgandafjörð í tvær ak- reinar í stað þess að eltast við snjólétt svæði sem finnast hvergi í 500 m hæð á Dynjandisheiði. Fátt verður um svör þegar þingmenn Norðvestur- kjördæmis forðast eins og heitan eld óþægilegar spurningar um hvort ill- viðrið taki einn góðan veðurdag völdin á Dynjandisheiði og stöðvi um leið all- ar tilraunir til að byggja þar upp hindrunarlausan heilsársveg. Um ókomin ár getur uppbyggður vegur á þessum illviðrasama og snjóþunga þröskuldi sunnan Arnarfjarðar aldrei staðist réttmætar og hertar örygg- iskröfur. Á meðan lengjast biðlistar eftir tvennum jarðgöngum inn í Geir- þjófsfjörð. Í beinu framhaldi af Dýra- fjarðargöngum væri heppilegra að skoða möguleika á stuttum veggöng- um undir Meðalnesfjall til að forðast hættuna á grjóthruni, snjóflóðum og aurskriðum, sem geta sópað veginum í Mjólkárhlíð niður í fjörurnar með ófyrirséðum afleiðingum, og eyðilagt þar allar vegasamgöngur milli byggð- anna norðan Hrafnseyrarheiðar og sunnan Dynjandisheiðar. Á þessum farartálma norðan Barðastrandar tapar vel uppbyggður vegur gildi sínu þótt síðar verði þegar aurskriður og snjóflóð í Mjólkárhlíð taka alltof mörg mannslíf um ókomin ár. Fyrr geta talsmenn heilsársvegar í 500 m hæð á Dynjandisheiði reiknað vitlaust og tapað stríðinu við náttúruöflin þegar þeir sitja uppi með skömmina. Tekur illviðrið völd- in á Dynjandisheiði? Eftir Guðmund Karl Jónsson » Inngrip náttúruafl- anna sem taka fyrir- varalaust ráðin af stuðn- ingsmönnum heilsárs- vegar um Dynjandis- heiði geta starfsmenn Vegagerðarinnar aldrei stöðvað án þess að stór- slys hljótist af. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Það má öllum vera ljóst að ef veiðar á grá- sleppu verða kvótasett- ar þá muni hefjast hefð- bundin samþjöppun á aflaheimildum með til- heyrandi sölubraski. Með nokkurri vissu er hægt að spá um að í stað 450 báta sem nú hafa rétt til veiða verði u.þ.b. 40-50 bátar á grá- sleppu. Við breytinguna má öllum vera ljóst að tilflutningur yfir í strandveiðikerfið myndi snúast um a.m.k. 300 báta á tiltölulega skömmum tíma. Gangi þetta eftir mun það geta leitt til að strandveiðar heyri sögunni til. Skerðing úr 48 dögum niður í 30 daga gæti verið handan við hornið. Afkoma viðkomandi færi úr því að vera við- unandi niður í „ekki lengur hægt að hafa atvinnu af strand- veiðum“. Því verður að mótmæla kröftuglega hugmyndum sjávar- útvegsráðherra um kvótasetningu grá- sleppuveiða. Dugi slíkt ekki verður, samhliða kvótasetningu grá- sleppuveiða, að gera þá kröfu til hans að 10 þús- und tonnum af þorski verði bætt við strand- veiðipottinn. Ef þetta á að verða framtíð strandveiða, er þá ekki best að kvótasetja þær líka, svo að hagur þeirra sem stunda þær verði jafn vel tryggður og hagur grá- sleppusjómanna? Það er skoðun greinarhöfundar að kvótasetning á Íslandi hafi m.a. skilið eftir sig tómar hafnir, rýrnun eigna úti á landi og sundurlyndi. Kvótasetn- ing færir örfáum milljónir, en aðrir standa eftir með verðminni eignir bú- andi á stað sem misst hefur tekjur sínar og getur ekki lengur veitt þá þjónustu sem var til staðar. Grásleppu- og strandveiðar eru einu útgerðarformin sem veita mögu- leika á nýliðun og þar sem menn eru ekki háðir stórútgerðinni með kvóta. Væri því ekki best, þegar nær allir sjá hvernig hefur til tekist við kvótasetn- ingu á Íslandi, að leyfa þessum tveim- ur veiðiflokkum að vera í friði, eins og þær veiðar hafa verið stundaðar? Það eina sem krafist er er góð veiðistýring, þannig að sjómaðurinn viti að hverju hann gengur. Kvóti eða ekki kvóti? Eftir Svan Grétar Jóhannsson » Í framhaldi af um- ræðum um að koma grásleppuveiðum í kvótabundið kerfi, er þá ekki sanngjarnt að strandveiðar á þorski fari í sama farveg á sama degi. Svanur Grétar Jóhannsson Höfundur er strandveiðimaður á Guðrúnu SH-190. svanurgjoh@gmail.com Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.