Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 32
Atonement, hljómplata þar sem tónlistarhópurinn Caput og söngkonan Tui Hirv flytja verk Páls Ragnars Pálssonar, kemur út í dag en stjórnandi er Guðni Franz- son. Bandaríska útgáfufyrirtækið Sono Luminus gefur plötuna út og inniheldur hún verk samin á árunum 2011-2018 fyrir litlar hljómsveitarsamsetningar, eða frá fimm til níu flytjenda. Platan var tekin upp fyrir rúmu ári í Kaldalóni í Hörpu af Grammy-verðlaunahöfunum Daniel Shores og Dan Merceruio og er hún þriðja útgáfa Páls hjá Sono Luminus en fyrirtækið hefur undanfarin misseri unnið markvisst að kynningu á íslenskri tónlist á heimsvísu og ber þar hæst sam- starf þess og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Hafa þessar útgáfur hlotið mikið lof. Tilurð plötunnar má rekja til tónleika sem Caput hélt með verkum Páls Ragnars á Myrkum músíkdögum árið 2014 en þar lék hljómsveitin ásamt Tui Hirv sum þessara sömu verka og koma út núna. Sono Luminus gefur út Atonement FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Jónatan Ingi Jónsson er að hefja þriðja tímabil sitt með meistaraflokki FH í fótboltanum, eftir að hafa farið sex- tán ára gamall til Hollands og leikið með unglingaliði AZ Alkmaar. Jónatan kveðst hafa lært mikið af Hol- landsdvölinni en hjá sér sé ekki í forgangi að fara strax aftur út í atvinnumennsku þótt hann stefni þangað. „Þú þarft að vera á meðal bestu leikmanna úrvals- deildarinnar áður en þú getur farið að sýna þig í ein- hverri annarri deild,“ segir Jónatan Ingi. »26 Þarf að byrja á að vera meðal bestu leikmannana hér heima ÍÞRÓTTIR MENNING unum. „Ég er langt því frá að vera sá umsvifamesti í þessum hópi og á síðu sem heitir „Teiknimyndasögur“ og er á Facebook eru miklu harðari fuglar en ég er.“ Þorvaldur segir að svo virðist sem síðasta bókin komi aldrei í hús. „Bækurnar um Ástrík voru til dæm- is bundnar inn á sérstakan hátt og entust ekki vel, þannig að eftir því sem þær eru oftar lesnar þarf oftar að endurnýja þær.“ Vegna flutninga hefur Þorvaldur þurft að taka bækurnar niður úr hillu, pakka þeim í kassa, taka þær upp, setja aftur í hillu, aftur í kassa og svo framvegis. Þær séu nú í köss- um í geymslu en hann viti hvað vanti og haldi áfram að safna. „Ég á ekki von á barnabörnum alveg á næst- unni og hef því nægan tíma en þegar þar að kemur verða þær á sínum stað í fullri dýrð. Ég veit að ég verð mjög afalegur með fullt herbergið af ljómandi dýrð með hamingjusömum börnum, sem verða ekki í tölvu- leikjum heldur að lesa Tinna. Það er frétt framtíðarinnar.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Úrval bóka sýnir að eftirspurnin er margþætt og mismunandi. Bóka- safnarar eru að sama skapi með ólík- ar áherslur. Sumir safna öllum bók- um, aðrir ævisögum, sagnfræði- ritum, ljóðum, barnabókum og svo framvegis. Þorvaldur Guðjónsson safnar teiknimyndasögum sem komu út 1974-1990 og er langt kom- inn með að eignast öll útgefin rit í bókaflokknum á þessum tíma. „Ég á orðið nokkur hundruð bækur en það vantar alltaf eina og eina,“ segir hann. Á meðal þessara bóka eru bæk- urnar um Lukku-Láka, Palla og Togga, Sval og Val, Viggó, Ástrík, Blástakk og Tinnabækurnar. Þor- valdur segist hafa lesið þessar bæk- ur í tætlur á sínum tíma og hann vilji halda þeim til haga fyrir komandi kynslóðir. Heimsins besti afi „Ég safna öllum teiknimyndasög- um sem voru gefnar út á íslensku á „gullöld“ teiknimyndanna enda eru þetta miklar heimsbókmenntir,“ segir Þorvaldur. Hann bætir við að hverjum manni sé hollt að staldra við, líta um farinn veg og fara sér- staklega yfir það sem hafi skipt máli. „Líkja má þessari söfnun við það þegar gamlir menn horfa til baka og rifja upp liðna tíð frá æskuárunum með nostalgíu í augum. Ég hef eign- ast þessar bækur á löngum tíma og þegar ég fór að rifja upp sögurnar sá ég hvað þær eru skemmtilegar, ein- setti mér að safna þeim öllum og verða heimsins besti afi, þegar þar að kæmi, eiga þær allar í sér- herbergi, þar sem ég gæti sest með barnabörnunum, lesið þær með þeim og kennt þeim að lesa og meta alvöru bókmenntir.“ Lengi vel var hægt að fá flestar þessara bóka á fornsölum, í Kola- portinu, Góða hirðinum og víðar og þar er lengi von á einni en Þorvaldur segir að áhugi á þeim hafi aukist til muna og margir séu á eftir sömu rit- Frétt framtíðarinnar tengist bókakassa  Ætlar að lesa teiknimyndasögur með barnabörnunum Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Safnari Þorvaldur Guðjónsson safnar gömlum teiknimyndasögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.