Morgunblaðið - 08.05.2020, Síða 6
Forstofan skiptir máli
„Forstofan hefur fengið aukna athygli og
er áhersla lögð á notagildi hennar og þæg-
indi. Forstofurýmið er það fyrsta sem tekur
á móti fólki þegar það kemur heim til sín og
því mikilvægt að hafa það fallegt. Speglar,
snagar og bekkir njóta sín vel í forstofum
sem og vel valdir litir. Fallegar viðarhillur
eru vinsælar í dag, þær skapa hlýju og
meiri dýpt inni í rýminu.
Flísar með marmaraáferð
Flísar með marmaraáferð á veggi og gólf
eru enn ráðandi í eldhúsinu og baðherberg-
inu. Baðvaskar eru sérsniðnir í sama stein
og borðplatan, sem myndar fallega heild.
Fólk er að verða djarfara í litavali á bað-
herbergin en það getur verið skemmtileg
lausn að nota Terrazzo-flísar á gólf og upp
hluta af veggjum. Það eru til svo ótalmargir
flottir litatónar í þessum flísum og æðislega
fallegt að mála vegginn í fallegum lit sem
tónar við flísarnar. Terrazzo sést einnig í
meira mæli sem borðplötur í eldhúsum
landsmanna.
Friðsæl svefnherbergi
Svefnherbergið er jafn-
an hugsað sem griða-
staður. Þar sem
hraðinn í þjóð-
félaginu er mikill
er mikilvægt að
huga vel að
þessu rými og
leggja áherslu á
að gera það
notalegt og frið-
sælt.
Í dag er vinsælt
að hafa veggi í svefnherbergjunum í frekar
djúpum og róandi jarðlitum og velja sama
lit á loftið. Vegglistar eru gjarnan notaðir
til að skapa dýpt og ramma jafnvel rúmið
inn. Vinsælt er að láta gardínur ná upp í
loft og niður í gólf. Margir horfa til feg-
urðar á huggulegum hótelherbergjum og
nýta sér hugmyndir þaðan til að skapa
rétta andrúmsloftið.
Grænt og vænt
Plöntur halda áfram að vera vinsælar
enda er hugsunin um náttúruna ofarlega í
huga landsmanna. Huga þarf að plöntum en
í staðinn auka þær loftgæði heimilisins og
gleðja augað. Þeir sem eru ekki með græna
fingur geta keypt sér þurrkuð blóm eða
gerviplöntur til að ná fram þessu umhverfi
náttúrunnar heima. Úrvalið af þurrkuðum
stráum hefur aldrei verið meira og er ein-
staklega vinsælt að skipta út litatónum eftir
árstíðum. Þá eru bjartari vendir eða strá
höfð yfir sumarmánuðina og haustlitirnir
dregnir fram þegar daginn tekur að stytta.
Litir og áferð
Djúpir jarðtónar halda áfram að vera vin-
sælir á þessu ári. Þeir litir eru sérstkaklega
notalegir á haustin þegar fólk fer að
kveikja á kertum og vefja sig inn í teppi og
lesa góða bók. Ég mæli með að skoða
spartlmálninguna KC-14 sem gerir svo
skemmtilega áferð og dýpt á veggina.
Pasteltónar koma einnig sterkir inn á þessu
ári, enda hleypa þeir sumrinu inn á heim-
ilið. Pastellitir eru að ná inn í eldhúsin,
baðherbergin sem og barna- og unglinga-
herbergin.
Fólk ætti ekki að hræðast það að mála í
litum, enda alltaf hægt að mála bara yfir í
nýjum tónum.“
Vinsælasta hönnunin árið 2020
Rakel Hafberg arkitekt hjá
Berg hönnun segir að pastellitir
séu mjög vinsælir um þessar
mundir því þeir færa sumarið
inn á heimili landsmanna.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Forstofan er það fyrsta sem fólk sér
þegar það kemur inn á heimilið.
Pastellitir gera
heimilið sumar-
legt og fallegt.
Marmari með
pastellitum
inni á baði.
Sparslmálning gerir
herbergið hlýlegra.
Hér sést hvað pastel-
litir geta verið fallegir
í eldhúsinu.
Færðu náttúruna inn til
þín með því að fylla
heimilið af plöntum.
Rakel Hafberg arkitekt
tekur saman trendin fyrir
heimilið á þessu ári.
Terrazzo er að
verða vinsælla og
vinsælla á heim-
ilum landsmanna.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020