Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 8

Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 M ér líður svakalega vel heima og þykir alveg óendanlega vænt um húsið mitt enda hef ég búið í því meira og minna frá árinu 1981. Sagan af því hvernig þetta hús endaði í fjöl- skyldunni er nokkuð skemmtileg. Mamma mín, Margrét Jónsdóttir, var og er enn þann dag í dag mikil kjarnakona og það er henni að þakka að þetta hús endaði í eigu okkar. Pabbi vann á þessum tíma nokkuð mikið erlendis þannig að það kom í hlut mömmu að finna hús fyrir okkur fjölskylduna þegar við fluttum í bæinn frá Akranesi á sínum tíma. Þetta hús fangaði at- hygli hennar og eins og hennar er von og vísa gekk hún rösklega til verks og fór að bítast um húsið við nokkra áhugasama aðila. Til að gera langa sögu stutta hreppti hún hnossið þrátt fyrir að hafa ekki verið með hæsta til- boðið, heldur vegna þess að mamma og fyrrverandi eig- andi hússins voru alnöfnur og áttu sama afmælisdag, sem þeim þótti ansi skemmtileg tilviljun. Þetta er sterkt og gott steinhús byggt af dönskum bruggara í kringum 1929. Ég er ekki í vafa um að hér hafi verið vandað vel til verks, allir veggir hnausþykkir og húsið hálfgerður klumpur og byggt á mikilli klöpp. Það hefur gengið í gegnum þó Athafnakonan Helga Árnadóttir hefur búið í sama húsinu nánast samfleytt frá 1981. Húsið var áður í eigu foreldra hennar en hún eignaðist það árið 2005. Hún hefur unun af því að gera fallegt í kringum sig eins og sést á heimilinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Saga Sig Helga er að vinna í að fá umboð fyrir listaverkum eftir list- málarann sem mál- aði Chanel-verkið í stofunni.  SJÁ SÍÐU 10 » Smíðavinna » Múrvinna » Málningarvinna Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög prostone@prostone.is 519 7780 „Kann hvergi betur við mig en heima“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.