Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 10
nokkrar breytingar í gegnum árin og fyrrverandi eigendur
létu m.a. gera við það viðbyggingu. Eftir að hafa keypt hús-
ið af foreldrum mínum árið 2005 lét ég gera nokkrar end-
urbætur á því og gerði það að „mínu“. Það er ýmislegt gott
sem ég get sagt um húsið mitt en það sem mér finnst
standa upp úr er þessi góði andi í því. Húsið umvefur mig
og börnin mín með svo mikilli hlýju, það er eitthvað gott
inni í þessu húsi og okkur líður alltaf vel í því. Svo að marg-
oft hafa gestir sem koma hingað í fyrsta skipti nefnt það við
mig hversu góður andi ríki í húsinu og mér finnst alltaf svo
gaman að heyra þegar gestirnir mínir upplifa það sama og
ég.“
Vellíðan heimilisfólksins gerir hús að heimili
Hvað gerir hús að góðu heimili?
„Það sem gerir hús að góðu heimili að mínu mati er fyrst
og fremst að finna vellíðan heimilisfólks inni á heimilinu.
Lítið eða stórt, svona stíll eða hinsegin skiptir mig ekki máli
heldur að hafa eins snyrtilegt, hlýlegt, heimilislegt og
huggulegt í kringum mann og maður getur. Svo finnst mér
allt verða betra með góðum ilmi og fallegri tónlist. Allt sem
gleður vitin gerir heilmikið fyrir mig. Heimilið mitt hefur
alltaf verið mikill samkomustaður vina og fjölskyldu og hafa
ófá boðin verið haldin hér í gegnum tíðina. Mér finnst gam-
an að fá fólk í heimsókn og reyni alltaf að gera eitthvað
huggulegt fyrir gestina mína. Mér líður líka vel þegar
krakkarnir koma með vini sína heim. Ég elska að heyra í
þeim skvaldra og hlæja og því fleiri, þeim mun betra.“
Helga er hrifin af alls konar hlutum.
„Ég er hrifnæm og það er svo margt sem mér finnst
fallegt. Mér finnst alltaf gaman að koma inn á heimili sem
eru með heildstætt útlit, mér finnst máli skipta að það sé
rauður þráður í gegnum heimilið og að innréttingar og út-
lit haldist í hendur við aldur, stíl og anda húsnæðis. Ég
hef sankað að mér alls kyns dóti í gegnum tíðina. Ég hef
gaman af gömlum hlutum og sumt sem ég á og keypti
mér kannski í kringum tvítugt er enn í miklu uppáhaldi.
Ég er orðin svolítið praktískari í seinni tíð og ég reyni ef
ég hugsanlega get að bíða með að kaupa mér hlut nema
ég sé gjörsamlega sjúk í hann því ég er að reyna að safna
ekki að mér alls konar dóti sem flækist svo bara fyrir
mér. Mamma var með antíkverslun í gamla daga og hjá
henni fékk ég ýmsa gamla gripi sem mér finnst æðislegir
og eiga sér langa sögu sem ég get einungis ímyndað
mér.“
Margrét móðir Helgu rak antíkverslunina Antik Kúrí-
ósa og er hún ekki í nokkrum vafa um að það hafi haft mikil
áhrif á hana þegar kemur að húsgögnum.
„Mjög ung hafði ég mikið dálæti á gömlum hlutum og
mér hefur alltaf fundist gaman að blanda þeim saman við
nýrri hluti.“
Kemur sér vel að kunna vel við sig heima
Helga sjálf eltist ekki við tískubylgjur þó að henni
SJÁ SÍÐU 12
Arinninn setur mikinn svip
á heimilið, en hann er
klæddur grjóti að utan.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldhúsinnréttingin er frá Tré-
smiðjunni Borg. Thelma Björk
Friðriksdóttir innanhússarkitekt
teiknaði eldhúsið.
Nobel Devil-glösin
eru frá Orrefors.
Kristalsglösin eru
frá Ralph Lauren.
Glasaskápurinn fer vel með samtíma
Chanel-verki eftir kanadískan list-
málara sem Helga er mjög hrifin af.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020