Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Árni Sæberg
S
igríður er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar.
Þrátt fyrir það lifir hún einföldu fallegu lífi þar sem
gildin hennar og lífsviðhorf eru í takt við ein-
stakling sem setur náttúruna, menningu og vand-
aðar hugmyndir í forgrunn. Sjálf lýsir hún heimili
sínu sem hæfilega kaótísku en þó í nokkuð formföstum
ramma.
„Mér finnst gott að hafa liti í kringum mig. Ljós, kerti og
blóm. Hluti sem minna mig á staði sem ég hef heimsótt og
fólkið í lífi mínu. Ég reyni að sníða mér stakk eftir vexti og
eiga ekki of margt af neinu – en á þá frekar bara fullt af alls
konar!“
Tónlist jafn mikilvæg og súrefni
Sigríður segir að tónlist sé henni jafn mikilvæg og súrefni.
„Stundum finnst mér samt alveg ótrúlega gott að vera í
þögn, kannski einmitt vegna þess að ég er svo oft í kringum
tónlist.
Mér finnst gott að geta spilað tónlist bara alveg eftir því
hvernig mér líður hverju sinni. Það getur þá verið allt frá
„Ég þarf
hvorki né
vil stærra
né meira“
Sigríður Thorlacius söngkona hefur
búið í fallegu bakhúsi í miðbæ Reykja-
víkur frá árinu 2014. Íbúðin endur-
speglar persónuleika hennar og er
einstaklega skemmtileg og falleg.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fallegur
lampi og
einstakir
hlutir.
Sigríður á það til að raula við
tónlistina heima. Eins finnst
henni gott að vinna með sam-
starfsfólki að tónlist í húsinu.
Heimili Sigríðar er
litsrænt og fallegt.
Sigríður segir
heimilið skipta
máli, þótt hún
kunni einnig
vel við að
komast út
reglulega.
„Það sem ég er
með í eldhúsinu er
úr öllum áttum.
Mér finnst mun
skemmtilegra að
eiga bara alls kon-
ar hluti úr ýmsum
áttum. Svo stund-
um langar mig að
vera fullorðin og
smart og eiga eitt-
hvað í stíl og geri
tilraun til þess.“
Sigríður er mikil
fjölskyldumann-
eskja og er
þakklát fyrir
fólkið sitt sem
fær sinn stað
uppi á vegg. SJÁ SÍÐU 18
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020