Morgunblaðið - 08.05.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 08.05.2020, Síða 24
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ömmu. Ég hef fremur litla þörf fyrir að breyta innanstokks en get þó lagt mikið á mig ef ég fell fyrir fallegum munum á er- lendum antíkmörkuðum og borið þá fleiri kíló í fanginu heim.“ Aðspurð hvort hún sé í draumahúsinu segir Helga það tví- mælalaust. „Ég setti út í veröldina draum um fallegt heimili með bjartri vinnustofu og draumurinn rættist. En ég er alveg opin fyrir einhverju enn flottara ef það býðst. Toppurinn á draumnum eru dyrnar úr vinnustofunni út á veröndina. Á sumrin set ég því trönurnar út og sletti á striga á meðan ég svolgra kaldan svala- drykk í sólinni.“ Helga segir hefðbundinn dag byrja þannig að hún kveiki á kertum, allan ársins hring. „Það er nokkurs konar tákn um að heimili mitt er heilagt musteri og þar vil ég að gleði, heiðarleiki og friður ríki. Persónulegur stíll hefur gildi fyrir mig og fallegir og sérstæðir listmunir. Snyrtimennska skapar ró og jafnvægi í sálartetrinu. Ég hef kaffi í boði fyrir gesti og kruðerí með því sem er oftast dökkt súkkulaði. Ég vil að gestum líði vel og finni sig velkomna. Innilegt sálarspjall við eldhúsborðið er toppurinn á félagslífi mínu.“ Ákvað að vilja frekar eiga en leigja Áttu ráð fyrir yngra fólk sem langar að fjárfesta í eign? „Ég mæli með fyrir alla að skoða hverjar langanir og þarfir þeirra eru og hlusta vel á svörin sín. Það hafa ekki allir sömu gildin. Hvaða möguleikar eru í boði? Á sínum tíma sá ég að ef ég setti stórar upphæðir í leigu gæti ég ef til vill aldrei fjárfest í heimili og því öryggi og frelsi sem ég tengdi því. Ég mæli með að fólk skoði hvort það geti sleppt því að vera á bíl, að endur- nýja tölvur og síma og margt af því sem nútíminn býður upp á. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð voru hvorki farsímar né tölv- ur í boði, engar netverslanir, sjaldan ferðast utan og kostnaður við að reka sig á margan hátt minni.“ Helga rekur frumkvöðulshugmynd sína til bankahrunsins á Íslandi árið 2008, en þá var hún stödd á námskeiði hjá Neale Donald Walsch, höfundi metsölubókanna Conversations With God. „Þar heyrði ég fyrst hugmyndir búddamunksins Thich Nhat Hanh um að ef við brosum fimm sinnum á dag, án tilefnis, þá breytist líf okkar á 90 dögum. Ég ákvað þá að framkvæma hug- mynd sem ég hafði sett ofan í skúffu. Hugmyndina um Smiler, hljóðfæri gleðinnar, og sá brosfræjum í íslenskt landslag. Smi- ler er hálsmen með mikið notagildi. Hann minnir á að við erum okkar eigin skaparar með hugsunum, orðum og athöfnum og er þannig séð andlegur gripur ótengdur trúarbrögðum. Hann framkallar líka bros þegar við stingum honum á milli munnvik- anna. Fjöldi rannsókna sýnir að jafnvel þykjustubros hristir upp í vellíðunarhormónum og þar með ónæmiskerfinu. Þetta er auðveld leið til að bæta heilsu og hamingju og ekki veitir af nú um þessar mundir. Ég held námskeið og fyrirlestra um hugmyndafræði Smiler og er að endurútgefa bókina „Smiler getur öllu breytt“ á ís- lensku og ensku. Ef ég gæti veifað töfrasprota myndi ég óska þess að í skóla- kerfinu yrði skapað rými fyrir spurningar og umræður um okk- ur sem andlegar verur, óháð trúarbrögðum. Reynsla mín af starfi mínu á bráðageðsviði sýndi mér að mikil þörf er á slíkri umræðu. Þeirri þörf er illa mætt hvert sem litið er í samfélag- inu. Þarna liggur oft orsök vanlíðunar og sjálfshaturs. Okkur hefur verið kennt að Guð, eða hvað sem við viljum kalla sköp- unarkraft lífsins, sé almáttugur og elski skilyrðislaust – en samt fer allt í steik og hann virðist dæma okkur ef við högum okkur ekki rétt. Væri ekki viturlegt að spyrja hver þessi Guð er, og hver við erum í tengslum við hann? Að efla kærleika og sjálfsást myndi byggja upp betra samfélag með heilbrigðara fólki. Spurningar og umræður tel ég mikilvægari en svörin – enda enginn sem veit þau með vissu.“ Postulínsbakkar eftir Helgu. Listaverkin sem eru hægra megin eru gerð úr leir. Það lifnar yfir Helgu þegar hún gengur inn á vinnustofuna sína. Helga málar með efni- viði úr móður náttúru. Akrýlverk eftir Helgu í „sullhorni“ á verkstæðinu. Brjóstvasar eftir Helgu. Skrifstofa með björtum og fal- legum litum. Sófaborð sem Helga gerði sem er hluti af Manneldis- verkunum. Inni í borðinu má sjá leirlistaverk sem minnir á leg kvenna. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.