Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 S tíll þeirra er persónulegur, nútímalegur, kúl og töff enda parið afburða smekklegt og með næmt auga fyrir umhverfinu en garðurinn var kosinn einn af verðlaunagörðum bæjarins í fyrra. Ýr gefur eiginmanninum heiðurinn af bæði hugviti, hönnun og framkvæmd en Ant- hony, sem er fæddur og uppalinn í Kaliforníu, starfaði hjá Apple þar sem hann vann meðal annars í því að hanna verslanir fyrir tölvurisann. Svo gerðist það að listamaðurinn frá Kaliforníu fann ástina á Íslandi, nánar tiltekið á Kaffi- barnum af öllum stöðum. „Ég hafði verið að vinna að verkefni á Hótel Búðum og aldrei komið til Reykjavíkur enda miklu hrifnari af sveit en borg. Við Ýr hittumst svo bara á dansgólfinu á Kaffibarn- um, urðum ástfangin og hér er ég, sjö árum síðar,“ segir hann kíminn og bætir við að sagan hefði kannski getað ver- ið rómantískari. Hafnarfjörðurinn næstum því eins og bær úti á landi Þau Ýr og Anthony eru samstillt par og ber umhverfi þeirra merki þess. Ýr er fædd og uppalin í Hafnarfirði en eins og áður segir hefði Anthony frekar kosið að búa úti í sveit því þar líður honum best. „Hafnarfjörðurinn reyndist millivegurinn því á margan hátt er þetta eins og að búa í bæ úti á landi,“ segir Ýr og Anthony tekur undir. „Stutt í allt, mikil bæjarstemning og góð samstaða meðal íbúa.“ Óhætt er að segja að hjónin hafi náð að skapa ákveðna sveitastemningu í kringum sig. Bæði í eigin garði og á reit sem stendur við hliðina á þeirra lóð og er í eigu Hafnar- fjarðarbæjar en hjónin hafa tekið að sér að „fóstra“ reitinn. Þar hafa þau sett upp snotur matjurtabeð og afar glæsi- legan hænsnakofa með torfþaki og tilheyrandi. Þá stendur einnig til að koma upp gróðurskála á lóðinni þar sem fólk getur komið saman, fundað og sitthvað fleira. „Við erum meira að segja búin að fá símtal frá jógakennara sem ætlar að koma og vera með tíma í húsinu þegar allt er klárt. Möguleikarnir eru í raun ótalmargir og við viljum leggja Hönnunargarður í Hafnarfirði Við reisulegt og afar snoturt timburhús við Suðurgötu 6 í Hafnarfirði hafa hjónin Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir skapað umhverfi ólíkt öllu sem almennt tíðkast í görðum og utanhússhönnun hér á landi. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com  SJÁ SÍÐU 8 Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo eiga einstakan garð í Hafnarfirði. Húsið þeirra býr einnig yfir töfrum. Húsið á Suðurgötu 6 í Hafnarfirði er með eindæmum fallegt með sínu hvíta bárujárni og frönsku gluggum. Beðið fyrir framan er bæði nýstárlegt og skemmtilegt og hér eru túlípanarnir í sannkölluðu sumarskapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.