Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 12

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 12
H engirúmið er bara svo notalegt, það gefur al- gjöra slökun. Mér finnst ég alveg endurnýjast við að leggjast þar í 15 mínútur,“ segir Elín Ágústsdóttir, annar eigenda fyrirtækisins Krumma, spurð af hverju hengirúm séu svona vinsæl, en fyrirtækið hefur séð mikla aukningu í vinsældum hengirúma undanfarin ár. Langt er síðan Elín upp- götvaði sjálf kosti hengirúmsins, en hennar eigið hengirúm er orðið 15 ára gamalt og er það mikið notað á heimili hennar. „Það er orðið upplitað af sólinni en það virkar enn vel og mér þykir vænt um það.“ Öryggið í fyrirrúmi Það er vel við hæfi að leita til Elínar eftir ráðleggingum varð- andi það hvernig best er að hengja upp hengirúm, því fyrirtæki hennar hefur í 34 ár selt ýmis leikföng og leiktæki í garðinn þar sem öryggið er ávallt í fyrirrúmi. „Fyrst og fremst ráðlegg ég fólki að velja vandaðar og öruggar vörur. Margir horfa einungis á það hvort varan er CE-vottuð en það skiptir ekki minna máli að hún sé með evrópska öryggisstaðalinn EN1176,“ segir Elín. Hún bætir við að vissulega sé aldrei hægt að koma í veg fyrir öll slys en með því að velja gæðavörur sem uppfylli ákveðna ör- yggisstaðla sé vissulega hægt að draga úr hættunni. „Síðan er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum framleiðandans, bæði hvað varðar uppsetningu og notkun. Hengirúm eru t.d. gerð fyrir ákveðna þyngd og ákveðna hæð frá jörðu. Eins þarf að ganga frá festingum á ákveðinn hátt.“ Þá bendir hún á að ákveðin hætta geti verið fólgin í því að blanda vörum saman. Til að mynda þegar standur fyrir hengirúm er keyptur stakur þarf hann að vera í takt við hengirúmið. Tvöfalt hengirúm þarf stand sem ber tvo einstaklinga o.s.frv. „Fólk horfir mikið í verðið og vottaðar vörur eru yfirleitt dýrari en óvottaðar vörur. En þegar upp er staðið vill enginn bjóða börnunum sínum upp á slysa- gildru í garðinum. Það má aldrei gefa afslátt af örygginu.“ Fyrirbyggja nuddsár á trjám Frístandandi standar sem hengirúm og hengirólur eru hengd í hafa verið vinsælir því þá er hægt að hanga hvar sem er. Þar sem trjáa nýtur við er þó tilvalið að nýta þau sem stoðir. Þegar það er gert þarf ekki bara að huga að örygginu heldur líka að velferð trjánna. Rúnar Ísleifsson, skógarvörður í Vaglaskógi, Hengistólar gefa suðræna stemn- ingu í garðinn. Hangið í garðinum Hengirúm og hengirólur af ýmsu tagi hafa verið vinsæl undanfarin misseri bæði úti sem og inni. Miklu máli skiptir að hafa allt- af öryggið í fyrirrúmi og vanda til verka þegar þessar græjur eru festar upp. Snæfríður Ingadóttir | sneaja@gmail.com  SJÁ SÍÐU 14 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.