Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 16

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 16
V ilmundur gleðst yfir því hversu mikið áhugi á garð- yrkju og garðrækt hefur aukist á liðnum áratug. Hann segist sérstaklega hafa tekið eftir kipp eftir hrun en þá byrjaði landinn að fá áhuga á ræktun grænmetis í ríkum mæli enda óhætt að segja að hrunið hafi haft áhrif á lífsstíl og viðhorf okkar flestra. „Allur hugsunarháttur í kringum garðyrkju hefur í raun tek- ið stakkaskiptum frá því ég byrjaði á þessu árið 1980. Til dæmis héldu foreldrar mínir að ég myndi svelta þegar ég ákvað að fara í þetta nám. Þetta væri bara algjör vit- leysa, svona svipað og ef ég hefði til- kynnt að ég ætlaði bara að gerast ljóð- skáld og lifa á því,“ segir hann og hlær. Hann segir að sér finnist sérstak- lega gaman að koma í hverfi þar sem hann vann fyrir þrjátíu til fjörutíu árum og virða fyrir sér breytingarnar. „Sums staðar eru þær alveg magnaðar og það er ólýsanlega gefandi að sjá árangurinn af því sem maður hefur gert og um leið staðfestingu á því hvað það er í raun auðvelt að koma sér upp fallegum garði. Fólk er meira að segja byrjað að rækta ávaxtatré. Ég hef séð plómutré svigna undan ávöxtum í garði hér í Reykjavík,“ segir hann. Heimaræktun er ekki keppni um stærðina heldur bragðið Segja má að með heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir hafi átt sér stað önnur bylgja viðhorfsbreytinga hjá þjóðinni og aft- ur lítur fólk inn á við, nýtur útiveru og byrjar að rækta garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Sumir hafa orðið fyrir tekju- missi og þá gerist það aftur að fólk fær áhuga á því að drýgja 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Heiðmörk 38 810 Hveragerði Sími 483 4800 Fax 483 4005 floragardyrkjustod.is flora@floragardyrkjustod.is GRÓÐURINN Í GARÐINN Fáið þið hjá okkur: Sumarblóm Tré og runnar Matjurtarplöntur Rósir Fjölær blóm Skógarplöntur Lífið verður alltaf betra með gróðri og plöntum Vilmundur Hansen, garðyrkjumaður og blaðamaður hjá Bændablaðinu, er ókrýndur garðyrkjugúru þjóðarinnar en hann stofnaði Facebook-hópinn Ræktaðu garðinn þinn sem hefur tæplega 38.000 meðlimi. Þar eys hann óspart úr viskubrunni sínum og miðlar reynslu sem hann hefur öðlast í sínu starfi síðustu fjörutíu árin. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Morgunblaðið/Styrmir Kári Grasagarðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Vilmundi. Vilmundur Hansen garðyrkju- fræðingur. Hér má sjá hvernig hægt er að gera garð- inn heillandi með hellu- lögn.  SJÁ SÍÐU 18 Vilmundur segir að það sé ekki góð þróun að byggingavöruversl- anir bjóði upp á garðhönnun. Hann vill hafa gróður í görðum ekki endalaust timbur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.