Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 22
Hönnuðu og smíðuðu sinn eigin sælureit í Kópavogi V ið erum búin að gera allan garðinn upp sunnanmegin og nú erum við að taka hina hliðina sem snýr í norður í gegn,“ segir Alma. Hún segir að hugmyndirnar að pallinum og umhverfinu hafi komið smátt og smátt. Til dæmis af Pinterest þar sem hægt er að útbúa myndamöppur og sækja innblástur en líka úr görðum annarra. Svo fengu þau arkitekt til að aðstoða við að útbúa teikningar. Eins og sjá má á myndunum er þessi pallur, og garður, svolít- ið öðruvísi en við eigum að venjast. Til dæmis bara gróðurhúsið og beðið þar við hlið. Þessi hugmynd er nýstárleg og frábær lausn fyrir fólk sem langar að rækta eitthvað en langar ekki að viðhalda stórum garði með trjám og tilheyrandi. „Ég smitaðist eiginlega af garðyrkjuáhuga í gegnum Martein son minn, sem vann í garðyrkju í fjögur ár. Við keyptum gróð- urhúsið strax árið 2018 þegar framkvæmdirnar stóðu sem hæst og þetta er því þriðja sumarið sem við erum að rækta,“ segir hún og bætir við að þau séu þannig bara algjörir byrjendur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorið 2017 festu hjónin Alma María Rögnvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðmundur Guðnason tölvunarfræð- ingur kaup á 220 fermetra einbýlishúsi við Hrauntungu í Kópavogi. Með húsinu fylgdi stór garður sem hefur tekið alger- um stakkaskiptum á síðustu tveimur ár- um og er það aðallega að þakka elju- semi feðganna Guðmundar og Marteins sem er 21 árs. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Alma María Rögn- valdsdóttir og Guð- mundur Guðnason eiga sérlega fallegan garð sem þau hafa sett mikinn metnað í. Hér sést hvernig gróð- urhúsið og pallur tengjast.  SJÁ SÍÐU 24 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.