Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 28
á moldina, eykur örverulífið sem frjósemi og endurnýjunarkraftur moldarinnar byggist á,“ segir hann og bætir við að tilbúinn áburður sé vissulega þarna og gott sé að geta gripið til hans, sé moldin tiltölulega líflaus massi sem krafinn er um full afköst. „En tilbúinn áburður er fyrst og fremst sölt og hafragrauturinn verður ekkert betri ef við erum að kakka í hann meira salti í von um að gera hann hollari og lystugri svo að krakkarnir vaxi hraðar og verði feitari. Tilbúinn áburð er ágætt að líta á sem vítamíntöflurnar sem við kaupum í heilsuvöruhornum apótekanna eða stórmarkaðanna – og notum hann samkvæmt því.“ Spurður að því hvort runnar og tré þurfi sér- stakan áburð segir Hafsteinn svo ekki vera en að dálítil meðgjöf við gróðursetningu sé ágætis byrjun og veganesti fyrir þau. Stálpuð tré í görðum standi yfirleitt vel á eigin fótum og þurfi ekki áburðargjöf úti í nátt- úrunni og sama gildi um runnagróður. „Aftur á móti þiggja berjarunnar og aðrir ræktunar- runnar sem standa þétt í görðum dálitla áburð- argjöf og þá gjarna um 30-35 grömm af til- búnum garðáburði á hvern fermetra snemma á vorin – eða svo sem eina hjólbörufylli á fer- metra af lífrænum áburði (moltu eða taði) ann- að til þriðja hvert haust.“ Mælir alls ekki með því að láta úða tré og runna Margir garðeigendur taka upp á því að láta úða tré og runna á vorin en Hafsteinn mælir alls ekki með því. „Allir garðar eru í sjálfu sér heilt vistkerfi með sjálfstæðum lífkeðjum. Líka lífinu sem við sjáum ekki. Þess vegna er eiginlega út í hött að grípa þar inn í og rugla ferlið,“ segir hann. „Með eiturúðun falla líka frá gagnlegu dýrin sem halda skaðvöldunum niðri og sé látið ógert að úða myndast fljótt jafnvægi. Hinsvegar get- um við gengið um með slatta af volgu sápu- vatni í dollu og tínt þar í lirfur og önnur kvik- indi sem við sjáum og vitum að muni skilja eftir sig spor á laufum plantnanna. Þá er bara að kynna sér kvikindin og lesa gjarna um þau þar sem um þau er fjallað. Fallegir garðar byggj- ast kannski fyrst og fremst á athygli, skilningi og virðingu fyrir því sem í þeim er.“ Tilraunareitir víða um land og gott úrval af gömlu og nýju Svo vitnað sé í orð Hafsteins um að garð- yrkjan sé „kúltúr“ þá fara tískustraumar í garðyrkju ekki framhjá þeim sem fylgjast með. Fólk reynir að koma upp nýjum plöntum og sumt tekst en annað ekki. „Í aldanna rás hefur fólk dregið að sér plöntur frá öllum hlutum heims til að rækta í görðum sínum – og seint verður lát á því reikna ég með,“ segir hann og bendir á að á hverju ári bætist við nýjar tegundir, eða tilbrigði af þeim í ræktunarflóruna. „Sumt af því er og verður til frambúðar. Annað gefst upp á veðurfarinu þegar meira reynir á,“ segir hann og bætir við að ekki sé hægt að minnast á eina tegund um- fram aðra í þessu samhengi. „Ef fólk vill fylgj- ast með er best að skoða úrvalið í gróðrar- stöðvunum um land allt – og kíkja reglulega í grasagarðana á Akureyri og í Reykjavík. Og Garðyrkjufélag Íslands, Félag garðplöntu- framleiðenda og Landbúnaðarháskólinn standa fyrir yndisgörðum – sem eru tilrauna- reitir víða um landið fyrir garðagróður, nýtt úrval sem gamalt, þar sem er verið að finna úr- val af plöntum sem henta í skrúðgarða um allt land – og þá gjarna flokkað niður eftir vaxt- arsvæðum,“ segir ráðagóði garðyrkjumeist- arinn Hafsteinn Hafliðason að lokum. Unsplash „Fjöldi íslenskra fáráðlinga hefur verið að sleppa kanínum hist og her í kringum þéttbýli um allt land á undanförnum áratugum án þess að gera sér grein fyrir hve „þessi krútt“ eru mikil skaðræðisdýr í gróðurlendi landsins.“ Hafsteinn segir að kanínur séu mikil skaðræðisdýr þegar kemur að gróðri. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.