Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 30
V
ið konurnar í fjölskyldunni eigum
það sameiginlegt að líða hvergi
betur en úti í garði,“ segir Ásta
sem á margar minningar úr
garðinum en húsið við Hring-
braut, sem var byggt af afa
hennar, hefur haldist í fjölskyldunni alla tíð
og ber garðurinn merki þess að hafa verið
sinnt af mikilli alúð.
Sem unglingur fór Ásta í garðvinnu hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur, Háskóla Ís-
lands og Hljómskálagarðinum. „Þetta átti
alveg svakalega vel við mig. Mér fannst
þetta skemmtilegt og ég upplifði tilganginn
í garðræktinni, sem er að skapa eitthvað
fallegt um leið og maður tengist náttúr-
unni.“
Hlustar á hljóðbækur um leið
og hún nærir líkama og sál
Fyrir Ástu eru öll verk í garðinum jafn
skemmtileg og hún segist ómögulega geta
kvartað yfir neinu, nema mögulega því að
vera ekki nógu sterk til að grafa upp trjá-
stubba og saga niður trjágreinar. Það sé þó
ekki mjög alvarlegur vandi enda hjálpin allt-
af skammt undan í stórri fjölskyldu.
„Mér finnst frábært að kantskera, geggj-
að að reyta arfa og skriðsóleyjar og sálbæt-
andi að hlúa að blómunum mínum. Ef það
Á bak við þriggja hæða parhús við Hringbrautina í Reykjavík
dafnar fallegur unaðsreitur hvar Ásta Kristjánsdóttir, lög-
maður og blómálfur í þriðja kvenlegg, ræður ríkjum. Hún tók
við garðinum af móður sinni, sem áður hafði komið honum
upp með sinni móður, en Ásta vill meina að áhugi á garðrækt
sé sér að öllum líkindum í blóð borinn.
Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com
„Mér finnst frábært
að kantskera,
geggjað að reyta arfa
og sálbætandi að
hlúa að blómunum“
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
POTTAGALDRAR
VIÐ GRILLIÐ Í SUMAR
Með sjálfbærni og mannúð að leiðarljósi • Engin aukaefni • 100% hrein krydd
Kebab
kjúklingakrydd
Villijurtir
Eðalsteik-
og grillkrydd
Best á allt
Víkingaolía
fyrir naut
og lamb Ítölsk
hvítlauksolía
Grísk kryddolía
fyrir kjúkling
og fisk Piri piri
kryddolía
Uppskrift að góðri matargerð