Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 32
Ásta fylgist grannt með fólki sem
elskar garðrækt á Instagram. Nú
er hún farin að rækta allskonar í
glugganum heima hjá sér. Til dæmi
setti hún stein úr lárperu og bíður
nú eftir að sú rækt taki við sér.
„Ég upplifði tilganginn í garðræktinni, sem er að skapa
eitthvað fallegt um leið og maður tengist náttúrunni.“
vel allt sumarið. Sáning fræja almennt kallar á
þolinmæði sem ég á ekki til í stórum skömmt-
um, en það er auðvelt að rækta baunablóm og
þau eru voða sumarleg og sæt.“
Verndar frumbyggjana
sem amma setti niður
Þegar fólk er jafn djúpt sokkið í áhuga-
málin sín og Ásta þá hikar það vanalega ekki
við að gera tilraunir og prófa sig áfram.
„Ef mig langar að prófa að rækta eitthvað
þá geri ég það hiklaust enda er umbunin svo
góð ef það tekst. Fyrir nokkrum árum lang-
aði mig til dæmis að prófa hvort ég gæti
ræktað fingurbjargarblóm af fræi. Það gekk
svona glimrandi vel og þau eru svo dugleg að
sá sér að við erum enn að njóta góðs af,
fáum þessi fallegu blóm sjálfsáð á hverju
sumri,“ segir Ásta glöð og bætir við að næst-
síðasta sumar hafi hún sett niður valmúafræ
í þeirri von að sjá svo litríka valmúa skjóta
upp kollinum. Sá draumur rættist svo í fyrra
og af þeim öllum er eftirlætið hennar hvíti
risavalmúinn. Þá segist hún einnig mjög stolt
af því hvað hún á orðið margar tegundir í
garðinum.
„Ég er líka ánægð með þá stefnu sem ég
tók nýlega, að reyna að varðveita tegundir
sem mér fundust lengi vel hversdagslegar af
því þær hafa verið í garðinum alveg frá upp-
hafi. Til dæmis gullhnappur og silfursóley,
riddaraspori og liljur vallarins. Nú finnst
mér eitthvert gildi í því að vernda þessa
frumbyggja og þar með halda gömlum minn-
ingum á lofti,“ segir Ásta sem ræðst einnig í
nýstárlegri tilraunir, eins og til dæmis að
rækta hvítlauk og nú lárperu, eða avókadó
sem hún segir nýjasta æðið.
„Nú er ég komin með fullan
glugga af lárperusteinum“
„Ég hef verið að fylgjast með frábærri
konu á Instagram sem er að rækta alls kyns
plöntur úr ávaxtasteinum, ákvað að prófa og
nú er ég komin með fullan glugga af lárperu-
steinum sem eru að gera sig líklega til að
dafna. Nokkrir þeirra eru reyndar komnir
með lauf og ég var að setja þá í mold en
framan af er þetta vatnsræktun. Ég er líka
með mangósteina sem eru að gera góða hluti.
Þetta er mjög skemmtilegt og svo finnst mér
þetta líka fallegt hvort sem búast má við
uppskeru eða ekki. Það er aldrei að vita hvað
getur gerst,“ segir hún og rifjar upp eitt
sumarið þegar hún rakst á framandi lauf
milli blómanna.
„Mig grunaði að þetta gætu verið kart-
öflugrös svo ég ákvað að bíða bara og sjá.
Þetta reyndist rétt greining því um haustið
fengum við ágætis uppskeru þrátt fyrir að
hafa ekki sett niður eina einustu kartöflu. Ég
hallast helst að því að útsæðið hafi komið úr
moltukassanum mínum þegar við tæmdum
hann í beðin um vorið og dafnað svona ansi
vel. Síðan þá hef ég leikið mér að því að
stinga tveimur til þremur kartöflum niður
inni á milli blómanna og oft fengið nokkrar
kartöflur að hausti,“ segir hún kankvís.
Sækir innblástur í aðra garða
og á Instagram
Ásta segist sækja innblástur frá allskonar
garðagúrúum og þá helst á Instagram.
Þar nefnir hún Monty Don sem sinn uppá-
halds en hún fylgist einnig með þáttunum
hans „Gardeners’ World“ á BBC. Hún nefnir
einnig Danann Claus Dalby og Alexander
Ásta segist vera
hálfgerður
blómatrúboði.
Hún segist fá betri
tengingu við náttúr-
una með því að
stunda garðrækt.
Næsta verkefni Ástu
er að koma upp gler-
húsi í garðinum.
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020