Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 33
Hoyle og til að halla ekki á kynjakvótann þá
nefnir hún einnig blómadísirnar Violet Grey,
Emily Thompson og Karolinu hjá Länsmans-
gården.
„Ég fæ líka innblástur af því að ganga um
bæinn og skoða garða sem ég veit að eru
fallegir og vel hirtir. Ég furða mig stundum
á því hversu fáir hafa áhuga á að gera
garðana sína fallega en það fer ekkert
framhjá manni ef sá áhugi er fyrir hendi og
mér finnst voðalega gaman að rölta og kíkja
á þessa garða og fá hugmyndir.“
Ásta er með nokkuð róttækar breytingar
á prjónunum fyrir garðinn sinn en síðast var
honum bylt fyrir rúmlega áratug.
„Árið 2008 gerðum við talsverðar breyt-
ingar á garðinum. Gerðum til dæmis út-
gengt úr stofunni, grófum fyrir nýrri stétt
og hellulögðum auk þess sem við breyttum
uppröðun beðanna allverulega. Þetta var
talsverð vinna en hún lagði grunn að garð-
inum eins og hann er í dag. Nú rúmum ára-
tug síðar er næsta verkefni að koma upp
glerhúsi þar sem við getum framlengt ís-
lenska sumarið, ræktað og yljað okkur yfir
kaffibolla. Þetta verkefni er á teikniborðinu
og er farið að taka á sig mynd svo nú reynir
á framtakssemina,“ segir blómálfurinn Ásta
sem nýlega tók blómaástríðuna upp nýtt
þrep.
„Það má segja að ég sé orðin einskonar
blómatrúboði. Ég er alltaf að reyna að
breiða út blómaboðskapinn“ segir hún og
kímir. „Ég er nýlega byrjuð að setja saman
blómaskreytingar í útipotta sem eru hafðir
við útidyr, á pöllum, borðum og annars stað-
ar þar sem fólk vill fegra umhverfi sitt utan-
dyra. Þetta hefur fallið vel í kramið enda
margir sem vilja njóta fegurðarinnar! Blóm-
in gleðja,“ segir lögmaðurinn, náttúruunn-
andinn og garðálfurinn Ásta Kristjánsdóttir
að lokum.
„Nú finnst mér eitthvert gildi í því að vernda þessa frum-
byggja og þar með halda gömlum minningum á lofti.“
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 33
Opnunartími alla virka daga 8-18 og á laugardögum 10-14Sævarhöfða 12, 110 Reykjavík, s. 577 5400, throttur@throttur.is
Bjóðum upp á
allar tegundir af
VÖRUBÍLUM,
KRANABÍLUM
og VINNUVÉLUM
sem henta í flest verk
Seljum einnig hellusand, drenmöl
og tökum á móti jarðvegi
á Sævarhöfða 12