Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 34

Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 34
Þ að er varla hægt að fá veðursælli garð á Akureyri, hann snýr í há- suður og hér er skjól frá hafgol- unni. Í stað þess að fá okkur sum- arbústað ákváðum við að setja peninga í garðinn því hér er okkar sum- arsæla,“ segir Andrea. Það er vor í lofti og hjónin drekka kaffið utandyra á nýsteyptum palli. „Við ætluðum að klára þetta síðasta sumar en það rigndi svo mikið, aldrei þessu vant, og því urðum við að skilja ákveðinn frá- gang eftir. En við stefnum að því að klára þetta í sumar,“ segir Hallur og er vongóður um gott sumar. Áður en veturinn skall á náð- ist þó að steypa pallinn sem er 90 fm að stærð með niðurgröfnum heitum potti. „Okkur fannst pallurinn vera óþarflega stór í byrjun en eftir að veggirnir komu er töluvert skuggavarp af þeim svo það er gott að hafa hann rúman.“ Þau segja að steyptur pallur hafi verið það eina sem kom til greina, trépallur hefði ein- faldlega ekki passað við húsið sem byggt var árið 1950. „Það er steypt girðing fyrir framan húsið svo þetta var rökrétt framhald.“ Áberandi karrígult Þegar þau keyptu húsið var bara gras og tré á lóðinni. „Fyrsta sumarið felldum við nokkur tré og grisjuðum til að fá meiri sól í bakgarðinn. Þó við séum komin með þennan stóra pall þá er nóg eftir af garðinum því hús- ið er byggt framarlega á lóðinni sem er um 600 fm að stærð,“ segir Andrea. Það fyrsta sem þau gerðu eftir kaupin var að mála húsið karrígult og það meira að segja áður en þau fengu það afhent. Andrea ítrekar að húsið hafi verið dánarbú svo þau lágu nú ekki á gluggunum hjá fyrrverandi íbúum þó þau hafi verið óþolinmóð við að hefjast handa við að gera húsið að sínu. „Þetta hús var búið að vera draumahúsið okkar lengi. Afi og amma Halls bjuggu í hús- inu beint á móti svo við vorum oft búin að horfa á húsið frá þeim. Húsið er mjög skemmtilegt í laginu, með tvo strompa og flotta glugga,“ segir Andrea þegar hún er spurð út í það hvers vegna þau hafi fallið fyrir því. Karríguli liturinn sem þau völdu á húsið undirstrikar sérkenni þess enn frekar og fær það til að skera sig enn betur úr umhverfinu, ekki síst á veturna þegar allt er á kafi í snjó. Eins og kuðungur í laginu Fljótlega eftir að þau keyptu húsið kvikn- aði sú hugmynd að gera pott í garðinum. „Þó við séum ekki langt frá sundlauginni þá er einhvern vegin allt öðruvísi að hafa eigin pott í garðinum og það kom okkur eiginlega á óvart hvað við höfum notað hann mikið í vet- Bakgarður með baði Fyrir fimm árum keyptu hjónin Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir draumahúsið á Akureyri. Húsið hafa þau tekið í gegn að innan sem utan og nú er fókusinn á garðinum. Þar er komin steypt verönd og skemmtilegur spírallaga pottur en fleiri framkvæmdir eru í farvatninu. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Lóðin er um 600 fm að stærð og snýr í hásuður. Ljósmyndir/Snæfríður Ingadóttir 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Gerir sláttinn auðveldari Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og kröfum vandlátra garðeiganda og annarra sláttumanna. Cub Cadet sláttutraktorarnir eru öflugir og afkastamiklir og auðveldir í notkun. Vandaðir garðtraktorar ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.