Morgunblaðið - 22.05.2020, Síða 36
þessi,“ segir Hallur og heldur áfram: „Þetta
er í rauninni bara útibaðkar því við látum
renna í pottinn í hvert sinn sem við notum
hann en hann tekur um 1.500-2.000 lítra. Yf-
irfallið var sett undir sætin og þar af leiðandi
heyrist ekkert í soginu, sem mér finnst mikill
kostur.“
Minni sól, meira næði
Ákveðið var að steypa vegg í spíral í kring-
um pottinn og ná þannig meira næði. „Húsin
hér í kring standa frekar hátt þannig að við
erum með nágranna á alla kanta. Þó við
náum ekki eins mikilli sól með því að hafa
vegg í kringum pottinn þá fáum við næðið í
staðinn. Við notum hann líka mest á kvöldin
þannig að það skiptir ekki öllu,“ segir
Andrea. Við pottinn er útisturta og sérinn-
fluttur arinn frá Kanada sem tengjast á gasi.
„Fyrst vorum við að hugsa um að brenna við
í arninum en fundum út að það væri of mikið
vesen að viðhalda eldinum þegar verið er í
pottinum svo gaslogi varð niðurstaðan, en
hann gefur ekkert síðri stemningu,“ útskýrir
Hallur sem er með fleiri plön í farvatninu en
bara að tengja arininn. Hinum megin við
vegginn er planið að koma upp yfirbyggðu
útieldhúsi með pítsuofni. Eins er búið að
leggja stíg lengra út í garðinn, steypa þar
plötu fyrir garðskúr sem þar á að rísa og
leggja lagnir fyrir gróðurhús. „Svo reikna ég
með því að við notum þennan hluta garðsins
til þess að rækta salat og slíkt,“ segir hann
og bendir á vesturhluta garðsins. Þá eru ótal-
in plön um gufubað, garðbekk meðfram
steypta veggnum og fleira. En hvernig ganga
allar þessar hugmyndir upp hjá þeim hjón-
um? „Við vinnum vel saman og erum nokkuð
sammála um flest. En það má nota neitunar-
valdið og ef því er beitt þá er bara fundin enn
betri lausn sem allir eru sáttir við,“ segja
þessi samhentu hjón. Ljósmyndir/Snæfríður Ingadóttir
Arininn var keyptur í Kanada. Hann á að tengjast gasi enda ómögulegt að vera alltaf að
fara upp úr pottinum til að bæta á eldinn.
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Sláttutraktorar
40 ár
á Íslandi