Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 2
Þarna er alvöru
strandstemning á
góðum sumardögum. Þá
fara heilu fjölskyldurnar í
fjöruna og margir skella sér í
sjóinn.
Runólfur
Ágústsson
Nemendur aftur í skólana
Staðnám er hafið á nýjan leik í framhaldsskólum landsins en nemendur þurftu að læra í gegnum fjarfundi síðustu vikurnar sökum samkomutak-
markana vegna kórónaveirufaraldursins. Þessir nemendur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ voru mættir í skólann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
FLATEYRI „Þetta er fegursti blettur-
inn í fegursta firði landsins,“ segir
Runólfur Ágústsson frumkvöðull
og verkefnastjóri á Flateyri, en
hann skoðar nú ásamt öðrum að
koma upp sjóböðum í fjörunni við
bryggjuna í Holti í Önundarfirði.
Verkefnið er á byrjunarstigi og
verið er að kanna með verkfræði-
stofunni Eflu, Orkubúi Vestfjarða
og íbúaráði Flateyrar hvort hægt sé
að vinna næga varmaorku úr sjó til
að hita litla laug sem gestir gætu nýtt
sér eftir að hafa baðað sig í sjónum.
Runólfur segir að Holtsfjaran og
nágrenni sé paradís á þessari jörð
sem sé vel nýtt af heimamönnum,
sérstaklega yfir sumartímann.
„Þarna er alvöru strandstemning á
góðum sumardögum. Þá fara heilu
fjölskyldurnar í fjöruna og margir
skella sér í sjóinn. Fjaran er skelja-
sandsfjara svipuð og á Rauðasandi.
Afskaplega falleg en það skortir
aðstöðu fyrir fólk sem er að dýfa sér
í sjóinn.“
Þá aðstöðu langar Runólf og félaga
að búa til, sé það hægt. Sé hagkvæmt
að fara í þessar framkvæmdir verður
haldið áfram með verkefnið en Þjóð-
kirkjan á jörðina og er verkefnið
unnið í samráði við hana.
Verkefnið fékk styrk frá upp-
byggingarsjóði Flateyrar sem ríkis-
stjórnin setti á fót eftir snjóflóðin en
alls bárust 19 umsóknir, sem verður
að teljast gott í rúmlega 200 manna
þorpi.
„Flateyri er einstakur staður, ég
vil eiginlega kalla þetta frumkvöðla-
þorp. Það er mikil sköpun í gangi og
Skúrin frumkvöðlasetur var sett á
laggirnar í sumar þar sem mikið líf
er. Það er mikið að gerast í þorpinu
og mikil sköpun.“
Runólfur er stjórnarformaður
Lýðskólans sem stofnsettur var
í þorpinu fyrir þremur árum og
bendir hann á að það sé mikil
stemning í kringum skólann. „Það
koma hingað um 30 nemendur á
hverju ári og ég held, þó ég segi sjálf-
ur frá, að þetta sé eitt best heppnaða
byggðaverkefni síðari tíma. Skólinn
er að ljúka sínu þriðja starfsári og
það hafa níu nemendur hér sest
að og neita að fara. Flutt hingað og
níu manns í litlu þorpi skiptir máli.
Meðalaldur íbúa er að lækka og það
eru mikil verðmæti í þessu fólki
okkar.“
Komi í ljós að hægt verði að taka
næsta skref varðandi sjóböðin segir
Runólfur að það þurfi að stíga var-
lega til jarðar. Þarna sé bæði æðar-
og kríuvarp og það þurfi að huga að
ýmsum umhverfismálum. „Fyrsta
skrefið er að skoða hvort þetta sé
hægt, hvort þetta sé fýsilegt og
svarar þetta kostnaði? Þegar þeim
spurningum er svarað tökum við
næsta skref og þá yrði Holtsfjaran
flottasti sjósundsstaður landsins.“
benediktboas@frettabladid.is
Draumur að koma upp
sjóbaðsaðstöðu í Holti
Holtsfjara í Önundarfirði er einn besti sjóbaðsstaður landsins að mati Runólfs
Ágústssonar frumkvöðuls á Vestfjörðum. Þar er þó engin aðstaða og því vilja
heimamenn breyta og gera Holtsfjöru að sjóbaðsstað á heimsmælikvarða.
Í Holtsfjöru er hægt að labba út á bryggju og stinga sér til sunds. Flatmaga
í fjörunni og njóta lífsins. Heimamenn vilja þó gera meira. MYND/HOLT INN
EYMSLI,
STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í
LIÐUM?
Mest selda
liðbætiefni á Íslandi
2-3ja
mánaða skammtur íhverju glasi
VERSLUN Yfir 80 prósenta söluaukn-
ing hefur orðið á smjöri síðastliðin
tíu ár samkvæmt svari frá Samtök-
um afurðastöðva í mjólkuriðnaði
við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ekki
seldist meira af smjöri yfir nýliðin
jól en í fyrra en sala á rjóma jókst
um fimm prósent.
Jóhanna Hreinsdóttir, formaður
Samtaka afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði, segir jólin í ár um margt
hefðbundin hvað varðar sölu á
mjólkurafurðum, lokanir mötu-
neyta og takmarkanir á veitinga-
stöðum hafi þó haft áhrif á heildina.
„Breiðu línurnar eru þær að við
sjáum á þessu COVID-ári að það
seldist meira af ferskri mjólk í
desember en að sama skapi seldist
minna af mjólk með geymsluþol,
G-mjólk, og skýrist það ef til vill af
ástandinu og heimavinnu margra,“
segir Jóhanna og bætir við að nú
þegar sé hafinn undirbúningur fyrir
næstu jól.
„Sumir ostar þurfa að fá að þrosk-
ast í um tólf mánuði eða jafnvel
lengur, fara þarf yfir umbúðir, gera
áætlanir og byggja þarf upp góða
stöðu upp úr miðju ári svo birgðir af
smjöri séu nægar fyrir jólatímann.“
Sala á Vogaídýfu jókst um fimm-
tán prósent yfir jól og áramót sé
miðað við sama tíma í fyrra og
segir Stella Björg Kristinsdóttir,
forstöðumaður sölu- og markaðs-
sviðs Kaupfélags Skagfirðinga (KS),
að talsverð söluaukning hafi orðið á
Vogaídýfum allt árið. KS er eigandi
Vogabæjar.
„Sala Vogaídýfu jókst hlutfalls-
lega mest fyrri part desembermán-
aðar. En þá seldist helmingi meira
en á sama tíma árið áður. Þetta gefur
okkur vísbendingu um að fleiri hafi
verið tímanlega með innkaupin sín
þessi jólin en oft áður.“ – bdj
Mikil aukning
í sölu á smjöri
Íslendingar fá ekki leið á smjöri.
Sala Vogaídýfu
jókst hlutfallslega
mest fyrri part desember-
mánaðar.
Stella Björg Kristinsdóttir,
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga
ANDLÁT Lík af manni fannst í höfn-
inni í Vestmannaeyjum á öðrum
tímanum í gær. Ekki leikur grunur
á að lát mannsins hafi borið að með
saknæmum hætti. Frá þessu var
greint á vef Eyjafrétta.
Þar kemur fram að lögreglu hafi
borist tilkynning um hádegi í gær
um að manns væri saknað og óttast
væri um hann. Leit hófst um leið og
tók Björgunarfélag Vestmannaeyja
meðal annars þátt í henni. Seinna
um daginn fannst lík mannsins.
Ekki er hægt að greina frá nafni hins
látna að svo stöddu. – hó
Maður fannst
látinn við
höfnina í Eyjum
Líkfundur var í Vestmannaeyjum.
7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð