Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 Krón an mæli r með !Bestar núna! Mmm ... Stuðnignsmaður Donalds Trump sat með MAGA-húfu á höfði í stól þingforseta Bandaríkjaþings, meðan heimsbyggðin fylgdist agndofa með atburðum í Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY BANDARÍKIN Algert upplausnar- ástand ríkti við þinghús Bandaríkj- anna í gærkvöld þar sem nýkjörið þing var saman komið til að stað- festa kjör Joes Biden í embætti for- seta. Stuðningsmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta tókst að komast inn í bandaríska þinghúsið og brjóta sér leið inn í þingsalinn. Stuttu áður en mótmælendur komust inn í þinghúsið höfðu þeir hlýtt á hvatingarræðu Donalds Trump þar sem hann sagðist ekki ætla að viðurkenna ósigur í forseta- kosningunum. Heima- og þjóðarvarnarlið voru kölluð út á níunda tímanum til að reyna að ná tökum á ástandinu en vopnaðir lögreglumenn gátu ekki varnað lýðnum inngöngu í þing- salinn. Mike Pence varaforseti var f luttur á brott af öryggisástæðum og þingmenn urðu að leita skjóls. Þingmenn beggja f lokka og við- mælendur fjölmiðla vestanhafs lýstu háttseminni sem tilraun til valdaráns og þingfréttaritarar stærstu miðlanna sögðust aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt á ferli sínum. Joe Biden ávarpaði þjóðina upp úr klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöldi og þrýsti einnig á fráfar- andi forseta að ávarpa stuðnings- menn sína og biðja þá að yfirgefa þinghúsið og láta af óeirðum. Fjölmiðlar greindu einnig frá því að ráðgjafar forsetans hefðu beðið hann að senda út skýrari skilaboð en hann hefði þráast við. Donald Trump f lutti svo stutt sjónvarpsávarp rétt fyrir hálf tíu í gærkvöldi sem innihélt hvoru tveggja, fullyrðingar um að kosn- ingunum hefði verið stolið og beiðni um að mótmælendur héldu friðinn og færu heim. Ekkert lát var á óeirðum á götum Washington þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi og líklegt að atburðir hafi verið að skýrast eitthvað inn í nóttina. Fréttastöðin CNN greindi frá því að kona væri alvarlega slösuð eftir að hafa verið skotin í bringuna fyrir utan þinghúsið en frekari upplýsingar um meiðsl á fólki lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. – aá / sjá síðu 6 Ruddust inn í Bandaríkjaþing Þingmenn bæði Repúblikana og Demókrata lýstu innrás fjölda manns í þinghúsið í Washington sem tilraun til valdaráns. Herinn var í viðbragðsstöðu og bæði heima- og þjóðarvarnarlið voru kölluð út. HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta laut í lægra haldi 26-24 þegar liðið sótti Portúgal heim í undankeppni EM 2022 í gær. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af fyrri hálf leik en portú- galska liðið náði þriggja marka for- skoti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleiknum. Ísland náði að jafna metin þegar skammt var eftir af leiknum en heimamenn voru hins vegar sterk- ari aðilinn á lokakafla leiksins. Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með sex mörk hvor. Portúgal er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Ísland hefur tvö stig eftir tvo leiki. Liðin mætast á nýjan leik í undan- keppninni að Ásvöllum á sunnu- daginn kemur. – hó Ísland þurfti að sætta sig við tap gegn Portúgal Donald Trump var sakaður um að hafa hvatt til óeirðanna í ræðu þar sem hann beindi orðum sínum til mótmælenda í gær. Hann var tregur til að biðja fólk að róa sig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.