Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 25
Skipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
þann 06.01.2021 var samþykkt að aug-
lýsa tillögu að breyttu orðalagi greinar-
gerða skipulagsskilmála 2. og 3. áfanga
Skarðshlíðar og að málsmeðferð fari
skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
Í breytingunni felst viðbót við 5. kafla
greinargerða, gr. 5.1 er fjallar um al-
mennar heimildir á lóðum. Samkvæmt
gildandi greinargerðum er ekki hægt að
verða við fjölgun íbúða á einstaka lóð-
um. Breyting á gr. 5.1 felst í að mögulegt
verði að fjölga íbúðum almennt á lóðum.
Ákvæðið nær til allra lóða í 2. og 3.
áfanga Skarðshlíðarhverfis. Eftirfarandi
viðbótartexti verður færður inn í gr. 5.1 í
gildandi greinargerðir skipulagsskilmála
fyrir 2. og 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis:
Skipulags- og byggingarráð getur
heimilað breytingar á deiliskipulagi
Skarðshlíðar er varða fjölgun íbúða
innan hverfisins. Leggja skal fram
uppdrátt ásamt greinargerð er gerir
grein fyrir breytingunni. Skipulags- og
byggingarráð tekur afstöðu til um-
fangs breytinga, áhrifa á umhverfi og
götumynd og metur með hvaða hætti
tillaga skuli auglýst eða kynnt þeim sem
hagsmuna kunna að hafa að gæta. Um
málsmeðferð slíkra breytinga fer skv.
skipulagslögum 123/2010.
Tillögur að breytingum verða til sýnis í
þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu
6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að
Norðurhellu 2, frá 07.01.-18.02.2021.
Einnig er hægt að skoða gögnin á
hafnarfjordur.is undir íbúar/skipulag í
kynningu.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillögurnar eigi síðar
en 18.02.2021. Skal þeim skilað skriflega
á netfangið
skipulag@hafnarfjordur.is eða á:
Hafnarfjarðarkaupstaður
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður
Hafnarfjordur.is
Tillaga að breytingu
greinargerða deili
skipulaga Skarðshlíðar 2.
og 3. áfanga, Hafnarfirði
Skipulagsauglýsing
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér
auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
Deiliskipulag lóðar við íþróttahús á Bíldudal.
Auglýst er tillaga deiliskipulagi fyrir lóð við íþróttahús
við Hafnarbraut á Bíldudal.
Lóðin er staðsett á landfyllingu við Hafnarbraut, um er
að ræða nýja lóð.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér
auglýstar tillögur að eftirfarandi breytingum á
aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
Breyting á aðalskipulagi á Aðalskipulagi
Vesturbyggðar 2006-2018 vegna stækkunar
íbúðarsvæðis við Hafnarbraut
Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæði við
Hafnarbraut á kostnað opins svæðis Ú7.
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar,
Aðalstræti 75, frá og með 7. janúar til 19. febrúar 2021
og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar,
www.vesturbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir til 19. febrúar
2021.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar,
Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Þarftu
að ráða?
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum
og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir
fyrirtækja og sérsníðum lausnir
sem henta hverjum viðskiptavini.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
SMÁAUGLÝSINGAR 17 F I M MT U DAG U R 7 . JA N ÚA R 2 0 2 1