Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 32
Dansárið 2020 hófst á sýningu sviðslista-hópsins Marmara-bör n á verk i nu Eyður í Þjóðleik-h ú s i n u . E y ð u r fjallar um fólk sem skolar á land á óþekktri eyju sem virðist að mestu vera úr plastrusli. Verkið sýnir síðan hvernig þessar manneskjur skapa sér veröld í nýjum heimkynnum úr þeim efnivið sem til er. Eyður er eftir-heimsendaverk. Í upphafi er ekkert nema hafið og endalaust plast og lífsnauðsynjar eins og vatn varla að finna. Smám saman kemst regla á óreiðuna og nýtt lítið samfélag verður til. Þegar verkið var frumsýnt loguðu eldar í Ástralíu, þeir mestu í manna minn- um, f lóttamannastraumurinn frá Sýrlandi var mikill og ástandið í f lóttamannabúðum víða í heim- inum var ekki skárra en sá veruleiki sem beið persónanna í verkinu. En þrátt fyrir skírskotanir í hörmungar heimsins þá hafði verkið ekki yfir sér bölsýnan brag heldur trú á mennskuna og aðlögunarhæfni mannsins. Það urðu ekki margar frum- sýningar á árinu. Íslenski dans- f lokkurinn náði þó tveimur. Í lok febrúar sýndi flokkurinn dansverk- ið Rhythm of Poison eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen. Áhugavert verk þar sem unnið var með tengsl dansara og áhorfenda. Þeir síðarnefndu sköpuðu sviðs- mynd verksins þar sem þeir sátu á sjálfu dansgólfinu en dansararnir dönsuðu í kring og ofan í þeim. Í september náðist að sýna verkið Ævi eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur, undurfagurt og dulúðugt sóló sem lét engan ósnortinn. Á Safnanótt sýndi FWD Youth Company – Forward with Dance, danshópur fyrir unga dansara, dansverkið Festa eftir Sóleyju Frostadóttur í opna rýminu í Hafn- arhúsi en tilurð þessa f lokks er mikilvægur vettvangur fyrir unga dansara til að æfa, sýna og vinna með danshöfundum á meðan þeir undirbúa sig fyrir áframhaldandi dansnám eða starf í dansflokki. COVID-19 Árið einkenndist af COVID-19, samkomubanni og lokun leikhús- anna. Dagbók dansgagnrýnandans breyttist dag frá degi. Hver við- burðurinn á fætur öðrum fékk á sig stimpilinn „frestað vegna COVID- 19“. Reykjavík Dance Festival náði aðeins að halda einn af þremur við- burðum ársins. Síðsumars fengu danshöfundarnir Ásrún Magnús- dóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir aðgang að Dansverkstæðinu til að vinna að listsköpun sinni án skilyrða um lokaútkomu. Aðeins var gert ráð fyrir að dansunnendum væri boðið í hús til að eiga samtal við listamennina. COVID-19 lék sviðslistamenn grátt en úthald og hugvitssemi margra þeirra var þó aðdáunarverð. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hafði áætlað frumsýningu á verkinu Á milli stunda, þriðja hluta sýningar- raðar hennar, Ég býð mig fram, snemma hausts. Ekkert varð þó af frumsýningunni vegna samkomu- banns. Unnur og samstarfsfólk brugðu þá á það ráð að hanna sýninguna upp á nýtt þannig að hvert atriði hennar hefði afmarkað rými og áhorfendur gengu á milli rýmanna í litlum hópum. Frábær lausn, en þegar allt var tilbúið barst tilkynning um algjöra lokun leik- húsanna. Engar sviðslistasýningar voru leyfðar. Í staðinn fyrir að leggja árar í bát var kvikmyndatökulið kallað til og allt dansverkið tekið upp. Áhorfendur gátu nú keypt netaðgang að „sýningunni“ og notið hennar heima í stofu, nokkuð sem undirrituð gerði. Uppskera Kórónaveiran náði að kæfa marga fallega sprota innan dansheimsins í ár en ekki alla. „Danssýningin“ Eldblóm, dansverk fyrir f lugelda og f lóru eftir Siggu Soffíu, fallega ræktað og plantað blómabeð, var opnuð á þjóðhátíðardaginn og gladdi vegfarendur fram á haust. Enn og aftur tókst Siggu Soffíu að sprengja utan af sér hefðbundna skilgreiningu á því hvað dans er. Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórn- andi Íslenska dansf lokksins, átti líka þátt í að færa danssköpun út fyrir hið hefðbundna en hún sá um hreyfingar og kyrrstöðumyndir í Solastalgia eftir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud en verkið er innsetning í gagnauknum veru- leika, sett upp í Listasafni Íslands, afurð samvinnu alþjóðlegs teymis listamanna. Á Grímunni 2020 þar sem horft var til baka til leikársins 2019-2020 var uppskera danslistamanna/ kvenna óvenju góð. Þar ber hæst að Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, danshöfundur og skólastjóri List- dansskóla Íslands til fjölda ára, hlaut heiðursverðlaun Grímunnar og Reykjavík Dance Festival hlaut verðlaun sem sproti ársins, „fyrir að helga hátíðina á þessu leikári öllum þeim sem ekki hafa átt kast- ljósið á sviði … eins og börnum, eldri borgurum, unglingum, fötluðum og konum“. Sigurinn var góður endir á farsælu starfi Ásgerðar G. Gunnars- dóttur og Alexanders Roberts sem verið hafa listrænir stjórnendur hátíðarinnar undanfarin ár en Brogan Davison og Pétur Ármanns- son taka nú við kef linu. Eyður, dansverkin Spills eftir Rósu Ómars- dóttur og Þel eftir Katrínu Gunnars- dóttur fengu margar tilnefningar á hátíðinni, meðal annars í f lokknum sýning ársins. Árinu lauk svo með þeim gleði- legu tíðindum að Íslenski dans- f lokkurinn hefði unnið norsku menningarverðlaunin, Subjekt- prisen 2020 fyrir sviðslistaverk ársins, dansverkið DuEls eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Dansverkið var frumsýnt í hinu sögufræga Vigelandsafni í Osló þar sem dansararnir fluttu verkið innan um höggmyndir Gustavs Vigeland. Árið 2020 var danslistamönnum landsins gjöfult en að sama skapi erfitt. Margt af því besta sem frum- sýna átti á árinu komst aldrei á fjalirnar, en það verður vonandi á þessu ári. Við kveðjum því árið 2020 full tilhlökkunar fyrir árinu 2021 og öllu því sem það hefur upp á bjóða. Sesselja G. Magnúsdóttir Dansað í kófinu Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um dansárið 2020 sem var danslistamönnum landsins gjöfult en að sama skapi erfitt. Verkið ævi var undurfagurt og dulúðugt. MYND/AÐSEND Íslenski dansflokkurinn vann til verðlaunanna Subjektprisen 2020 fyrir dansverkið DuEls sem var frumsýnt í Vigelandsafni í Osló. MYND/AÐSEND Sner t i ng , sk á ld s ag a Óla f s Jóhanns Ólafssonar, var mest selda bók ársins samkvæmt Bóksalalistanum, en Arnaldur Indriðason hefur venjulega verið þar í fyrsta sæti. Arnaldur vermir annað sætið með Þagnarmúr og Yrsa Sigurðardóttir er í þriðja sæti með Bráðina. Ragnar Jónasson er í því fjórða með Vetrarmein og Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson er fimmta mest selda bók ársins sam- kvæmt listanum. Þess má geta að tveir metsölu- listar eru gerðir fyrir jól, Bóksala- listinn og metsölulisti bókabúða Eymundsson, en á báðum listum er Ólafur Jóhann í fyrsta sæti í upp- gjöri ársins með Snertingu. Snerting mest selda bók ársins 2020 Ólafur Jóhann metsölurithöfundur. Ljósmyndin sem listgrein er yfirskrift erindis um stöðu ljósmyndarinnar sem list- greinar og birtingarmynd hennar í listsýningum frá 1970 til sam- tímans. Erindið f lytur Brynja Sveins- dóttir en það er hluti af Föstudags- fléttu Borgarsögusafns og fer fram á Facebook-síðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur föstudaginn 8. janúar klukkan 11.00-11.50. Erindið tengist yfirstandandi sýningu í Ljósmyndasafni Reykja- víkur; Fjarski og nánd. Íslensk sam- tímaljósmyndun. Sýningin er unnin í samstarfi við Félag íslenskra sam- tímaljósmyndara og í tengslum við efni bókarinnar Fegurðin er ekki skraut. Íslensk samtímaljós- myndun. Ritstjórar bókarinnar eru Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir sem er jafn- framt sýningarstjóri sýningarinnar. Brynja er einn af greinarhöfundum bókarinnar. Brynja Sveinsdóttir er sýningar- stjóri og starfandi forstöðumaður Gerðarsafns. Facebook-erindi um ljósmyndina Fjallað verður um ljósmyndina sem listgrein á föstudag. MYND/AÐSEND COVID-19 LÉK SVIÐS- LISTAMENN GRÁTT EN ÚTHALD OG HUGVITSSEMI MARGRA ÞEIRRA VAR ÞÓ AÐDÁUNARVERÐ. 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.