Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.1986, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 18.02.1986, Qupperneq 2
2 BB &CJARINS BESIA BÆJARINS BESTA kemur út á þriðjudögum. Útgefandi: H-PRENT sf., Suðurtanga 2, ísafirði, sími 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson, Stórholt 7, sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson, Aðalstræti 20, sími 4101. Blaðamaður: Snorri Grímsson, símar 4560 og 3667 Prentun: H-Prent sf. Pósthólf 201. Efnis- og auglýsinga móttaka í ofangreindum símum. Auglýsingaverð kr. 75.- dálksentimeterinn. Að gefnu tilefni... Það er nú einu sinni svo íþvísamfélagi einstaklinga, sem í daglegu tali nefnist ,,þjóð“ að skoóanir manna eru nánast jafn fjölskrúðugar og höfðatalan segir til um. Sómamaður, sem nú er látinn, sagði einu sinni, að hann eyddi ekki oróum á landsmálapólitík, það væru utanríkismálin, sem skiptu máli og annar, landskunnur á sinni tíð, orðaði það svo, að í þeim efnum dygði ekkert bænakvak. En ætli við lítillátir höldum okkur ekki á heimavelli. Atvinnumál ísfirðinga, einkum varðandi rækjuveiðar, eru í brennidepli. Lausn íþvímáli liggur ekki á borðinu og sjávarútvegsráðherra virðist ekki haggað iafstöðu hans til skipakaupa erlendis. Gott og vel. En, með afstöðu sinni tekur ráðherran á sig þá ábyrgð að benda á aðra lausn og eftirhenni erbeðið. I góðri bók stendur einhvers staðar að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði. Nú er það svo aó við Vest- firðingar erum þekktari að því að lifa á fiski en brauði. Ekki meira þar um, en dútlinu í kringum fiskinn fylgja ýmsir kvillar eins og svo mörgu einhliða og lýjandi starfi. En nú skal farið hratt yfir sögu og vaðið úr einu í annað. Prófkjöri sjálfstæðismanna um skipan framboðslista í bæjarstjórnarkosningum á ísafirði er lokið, úrslitin kunn og ánægja með þau eftir efnum og ástæðum. Kratarnir ætla einnig að hafa prófkjör, en fara sér hægt. Sagt erað Frammararleiti að ,,fyrsta manni“ og vonandi finnst hann í tæka tíð. Allaballarnir eru samir við sig og enn verður ekki af heimildum ráðið, hvort ,,óháðir“ koma í leitirnar. En þegar prófkjörs- og framboðsraunum og síðan kosningum er lokið tekur alvara lífsins við. Þá hættir þetta ágæta fólk að tala um pólitík að mestu og snýr sér að verkefnum líðandi stundar og lítur til framtiðar. Þannig á það líka að vera. Frá því að heilsugæslustöóin i nýja sjúkrahúsinu tók tilstarfa hefursannastsvo ekki verðurum villst, hversu við í raun og veru biðum eftir slíkri aðstöðu. Ekki Fimmtudagskvöld, opið frá kt. 21:00 — 1:00 Aldurstakmark 18 ára. Föstudagskvöld, opið frá kl. 23:00 — 3:00 Diskotek, aldurstakmark 18 ára. Laugardagskvöld, opið frá kl. 23:00 — 3:00 BG-FLOKKURINN skemmtir, aldurstakmark 18 ára. BORÐAPANTANIR FYRIR MATARGESTI í SÍMUM 3985 og 3803 ATH.: Fyrirtæki og félög! Pantið tímanlega fyrir hópa. einasta aldnir og lasburða njóta hennar heldur eru tugir almennra bæjarbúa á biólista eftir aó komast að í heilsuræktinni. í vaxandi mæli virðast augu fólks opnast fyrir því, að fyrirbyggjandi aðgerðir eru vænlegri til aó viðhalda heilsunni en kostnaðarsamar aðgerðir eftir á. Hvernig sem öll prófkjör og kosningar kunna að fara er væntanlegum fulltrúum okkar i bæjarstjórn bent á, aó enn má gera betur í þessum efnum. En þegar þar að kemur skulum vió halda okkur við jörðina en láta ekki skýjaborgir koma í veg fyrir athafnir eins og okkur er þvímiður svo tamt. s.h. @ BÍLALEIGA Afgreiðlustaðir: Nesvegi 5, Súðavík s. 94-4972 - 4932 v/Miklatorg, Reykjavík s. 91 -25433 Á Isafjarðarflugvelli s. 94-4772

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.