Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.1986, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 18.02.1986, Qupperneq 8
8 BB Dagný Björk Pjetursdóttir danskennari. ,,Dagný Björk sendir dans- andi kveðju.“ Svona kveðjur sendir Dagný Björk Pjeturs- dóttir nemendum sínum. Hún hefur nú um þriggja ára skeið rekið sjálfstæðan dansskóla, en var áður við kennslu í Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar. BB gerði útmann til að ræða við hana í þann mund er hún var að Ijúka dansnám- skeiði hér á Isafirði um dag- inn. „Það er alltaf kappnóg að gera hjá mér,“ sagði Dagný. „Skólahaldinu er þannig hátt- að, að ég hef fasta dans- kennslu í félagsmiðstöðv- unum Agnarögn og Ekkó í Kópavogi og á Akranesi. Ég Tölvu- möppur og bréfa- bindi frá ODDA WH-DRFi T ÖLL ALMENN PRENTÞJÓNUSTA ZXa n rnCli 1 Sími4560 Dans, c Vildi ekki verða flugfre sé líka um danskennslu fyrir íþróttafélag fatlaðra í Reykja-. vík.“ Utan þessa skólastarfs fer Dagný til námskeiðahalds í Búðardal í janúar og tvisvar á vetri til ísafjarðar. „Ég hef líka farið tvö síðustu árin til Súðavíkur og kennt þar, en komst því miður ekki í vetur.“ En hvers vegna varðstu danskennari? „Það var ég búin að ákveða þegar ég var 7 ára. Allar hinar stelpurnar vildu verða flug- freyjur eða hjúkrunarkonur. Og ef það kom fyrir, sem oft var í afmælisveislum, að ein- hver vildi vita hvað við ætl- uðum að verða þegar við yrðum stórar, þá var ég alltaf dregin til hliðar. Það þótti svo hallærislegt að vilja verða danskennari. Hvað átti líka stelputryppi vestur á Fjörðum að gera með svoleiðis draum- óra sem aldrei gætu ræst? Svo fluttum við suður þegar ég var 12 ára og þá fór ég fljótlega í dansnám hjá Heið- ari Ástvaldssyni og komst þar í sýningarflokk og var í nokkur ár. Ég lauk grunnskólanámi, ein hinna fyrstu sem það gerðu, og byrjaði svo á fram- haldsnámi; fór í Fjölbrauta-i skólann í Breiðholti. Það var nú reyndar ævintýri út af fyrir sig, allt á tilraunastigi og enginn vissi hvað morgundag- urinn gæti borið með sér. En þennan sama vetur tók ég heimsprógrammið (e.k. al- þjóðlegt samræmt próf dans- skóla), þá 16 ára. Það var mjög góður undirbúningur undir danskennaranámið, en það hafa ekki allir þann undir- búning áður en þeir fara í námið. Danskennaranámið var 3 ár þá, en er 4 núna, fólgið að mestu í kennslu; 2 fyrri árin með umsjón kennara, síðan önnur tvö þar sem maður kennir sjálfstætt. Það þarf að taka próf að loknum hvorum 2 árum, annað í Suður-Amer- ískum dönskum, hitt í sam- kvæmis- eða „ballroom“ dönsum.“ Nú tekur kennslan mikinn tíma. Áttu ekki önnur áhuga- mál? „Það kemst ekkert annað að með dansnáminu, en auðvitað hefur maður ýmis áhugamál. Ég hef mjög gaman af skíða- ferðum og kom m.a. oft hingað til Isafjarðar um páska til að fara á skíði. Eins kom ég oft um jól og í sumarfríum. En aðaláhugamál mitt utan dans- ins er Ijósmyndun. Ég mynda mikið og hef mjög mikla ánægju af því. Það er kannski vegna þess hve oft ég tek myndir af fólki, sem mér líður óþægilega þegar aðrir taka myndir af mér.“ Þú kennir marga og margs konar dansa. Er ekki talsvert mál að fylgjastmeð þvísem er að gerastídansinum? „Jú, og til þess fer ég árlega til útlanda á nokkurra vikna námskeið. Þar læri ég nýjustu dansana og nýjar aðferðir. Ég hef í nokkur undanfarin ár farið til Danmerkur, en í fyrra fór ég til Englands og fer þangað aftur næst. Þar eru fjölmargir frábærir skólar og sýningar. Ég sæki venjulega námskeið í 2-3 skólum, en

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.