Bæjarins besta - 18.02.1986, Blaðsíða 3
BB
3
Sveitarstjómarkosningar
í vor verða sveitarstjórnar-
kosningar haldnar. Að vísu er
ekki fullákveðið hvenær þær
kosningar eiga að vera.
Samkvæmt frumvarpi til
nýrra laga um sveitarstjórnar-
málefni ætti kjördagur að vera
hinn sami í þéttbýlis- og
dreifbýlissveitarfélögum, eða
14. júní að þessu sinni. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að kosið
verði 2. laugardag í júní. En
svo virðist sem hluti alþingis-
manna hafi hug á því að kjör-
dagur í bæjum og kauptúna-
hreppum verði í samræmi við
núgildandi lög um sveitar-
stjórnir, þ.e. síðasti laugar-
dagur í maí, sem ekki ber upp
á aðfangadag hvítasunnudags.
Þannig hagar til nú að 31. maí
yrði þá kjördagur. Daginn
eftir er sjómannadagur
haldinn hátíðlegur. Það hlýtur
að teljast óheppilegt að kosn-
ingar og sjómannadag beri
upp á sömu helgina. Auðvitað
má segja að kosturinn við
þann hátt sé sá, að sjómenn
verða undantekningalítið í
landi þessa umræddu helgi,
31. maí -1. júní n.k.
Skoða þarf þann möguleika
rækilega, að taka upp þá reglu
varðandi kjördag, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir. Þá yrði
kosið 14. júní n.k.
Að slepptu tali um kjördag
hlýtur hugurinn ósjálfrátt að
reika til þeirra tímamóta, sem
fylgja því að gengið er til
kosninga og aðilar valdir til að
stjórna sveitarfélagi næstu
fjögur ár.
Kjörtímabil sveitarstjóma
er bundið. Ríkisstjórnir sitja
stundum skemur enda heimilt
að rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum. Það er því
mikilvægt að velja sveitar-
stjóm. Hún fer ekki frá á miðju
kjörtímabili vegna ágreinings
um málefni. Menn líta því
gjarnan yfir farinn veg í mál-
efnum sveitarfélags s.I. fjögur
ár og reyna að gera sér í hugar-
lund að hverju beri að stefna
næsta kjörtímabil.
Almennt má segja að allir
séu sammála um að stefna að
framförum, betra lífi fyrir
þegnana. Oftar en ekki greinir
menn á um leiðir að þessu
marki. Undirstaða þess, að
íbúar bæjar geti stefnt að
bættum hag, er næg atvinna.
An atvinnu er grundvöllur
brostinn fyrir áframhaldandi
framförum. Sú skylda er m.a.
lögð á sveitarfélög ,,að gera
ráðstafanir til þess að koma í
veg fyrir almennt atvinnuleysi
eða bjargarskort, eftirþvfsem
fært er á hverjum tíma.“ (úr
10. grein núgildandi sveita-
stjórnarlaga)
Óþarfi er að vera með svart-
sýni. En vikið er að þessu efni
til áminningar um það að
menn haldi ávallt vöku sinni
varðandi atvinnumál.
Svo sem greint var frá hér
fyrr, þá líta menn gjaman til
þess sem áunnist hefur og
mynda sér óskalista um það
sem þarf að gera næst. En
þeim verkefnum, sem óskir
standa til að gerð verði skil, er
sniðinn ákveðinn stakkur,
oftar en ekki í þrengra lagi.
Fjármál sveitarfélaga ráða
mestu um þau verkefni sem
þeim er fært að takast á við.
Því skyldu menn ekki gleyma
þegar óskalistar era skrifaðir.
Lítið hefur ennþá heyrst frá
þeim frambjóðendum sem lík-
legt er að haldi um stjórnvölinn
á ísafirði næstu fjögur ár.
Vonandi gera þeir lýðum Ijóst
stefnumið sín á næstu vikum,
þannig að kjósendur geti
myndað sér skoðun á því sem í
boði er.
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA
AÐALBOÐ — AUSTURVEGI2
Við viljum vekja athygli á
OFNÆMISPRÓFUÐU SEABA - MED vörunum
Mikið og gott úrval af rakspíra
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ! — ÞAÐ ER YKKAR HAGUR!
VERIÐ VELKOMIN!
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA
AÐALBÚÐ — AUSTURVEGI2
Fyrir fullorðna:
Andlitskrem kr. 272,30
1 baðið kr. 186,70
Sjampó kr. 181,00
Loison kr. 170,00
Sápufrí sápa
fyrirhúð og hár kr. 113,70
Bamavörur:
Húðkrem kr. 198,20
Sápa kr. 65,50
Blautt tissue kr. 189,00
Sjampó kr. 124,00
Freyðibaó kr. 127,50