Bæjarins besta - 18.02.1986, Qupperneq 4
4
BB
Hið fyrra:
Prófkjör
Sjálfstæðis-
flokksins
Úrslit í prófkjörí Sjálfstæðis-
manna hér á Isafirði liggja nú
fyrir og þau bera með sér
ótvíræða og bindandi niður-
stöðu.
Athygli vekja tvö atriði sér-
staklega. Annað er hin feiki-
milda kjörsókn sem varð í próf-
kjörínu og hitt hin glæsilegi
sigur Olafs Helga Kjartans-
sonar skattstjóra.
Margvíslegar skýringar hafa
heyrst nefndar á kjörsókninni
og er þá oftlega vísað til
frjálslegrar túlkunar á félaga-
skránni sem lögð er til grund-
vallar sem kjörskrá. Víst er um
það að tveir af oddvitum nú-
verandi meiríhluta bæjarstjóm
ar, sem er í andstöðu við Sjálf-
stæðisflokkinn, greiddu at-
kvæði í prófkjörínu.
Hvað sem þeirrí túlkun líður
má án efa túlka kjörsóknina
sem bendingu um verulega
fylgisaukningu Sjálfstæðis-
flokksins í komandi kosning-
um.
Sigur Ólafs skattstjóra er
óumdeilanlegur. Vandséð er þó
hverjum eða hverju hann getur
þakkað þessa skýlausu traust-
yfirlýsingu. Eflaust hafa margir
sjálfstæðismenn hugsað sem
svo að „nýir vendir sópa best“
og þess vegna viljað sýna
honum svo ótvírætt traust.
Ekki var hann kosinn út á
kynnta stefnubreytingu í bæjar-
málum, því mér vitanlega hefur
hann ekki lýst bæjarmálastefnu
sinni fyrir bæjarbúum. Það er
bara svona í Sjálfstæðisflokkn-
um að nýir menn þurfa varla að
segja til nafns síns, áður en þeim
em falin æðstu og vanda-
sömustu trúnaðarstörf.
Hinir bæjarfulltrúamir sem
hafa verið að streitast við að
vinna að bæjarmálunum eftir
stefnu Sjálfstæðisflokksins um
skemmrí eða lengri tíma, þeir
komast varla á blað nema til
uppfvllingar. Ekki efast ég um
að Ólafur Helgi geti orðið hinn
ágætasti bæjarfulltrúi, en ég
efast heldur ekki um að
margir þeir sem fengu lélega
kosningu í þessu prófkjörí hefðu
orðið það einnig, ef þeir hefðu
fengið tækifærí til að takast á
við verkefnið.
Það verður vissulega gaman
að kynnast viðhorfum Ólafs
Helga í ýmsum þeim mála-
flokkum sem hvað mestum
skoðanamun hafa valdið í
bæjarmálastarfinu og verða
óleyst þegar hann kemur til
starfa.
Það er því vissulega tímabært
að Ólafur leggi sig nú fram um
það að kynna bæjarbúum
stefnumál sín, jafn sjálfsagður
fulltrúi og hann er nú orðinn í
stærsta stjómmálaafli bæjar-
málanna. Eg býð Ólaf velkom-
inn til starfa og vil mega treysta
því að hann vinni af dugnaði og
drengskap að framgangi þýð-
ingarmestu mála.
Hið síðara:
Kennaradeilan
Öllum er fullljóst að kennar-
ar hafa staðið í kjaradeilu við
stjómvöld. Deilan hefur staðið
lengi og haft ákaflega óheilla-
vænleg áhríf á skólahald sem
hefur nú um margra mánaða
skeið veríð rekið undir áhrífum
skæruhemaðar í kjarabaráttu
kennara. Stjómvöld hafa ekki
haft skilning til að leysa þessa
deilu svo svigrúm fengist til
raunhæfra samningaviðræðna.
Eins er og hitt að félagsleg
stéttabarátta kennara hefur
valdið sundurþykkju og töfum á
eðlilegri lausn.
Úrsögn kennara úr B.S.R.B.,
tvö sambönd kennara með
misræmi í launamálum sínum
og þvermóðska stjómvalda, allt
hefur þetta lagst á eitt um að
ekki hefur fengist lausn á
þessari deilu sem hefur bitnað
óþyrmilega á nemendum skól-
anna.
A síðasta bæjarstjómarfundi
var til umræðu fundargerð
skólanefndar þar sem fram kom
að allflestir kennarar Gmnn-
skóla Isafjarðar höfðu sagt
starfi sínu lausu frá og með 1.
maí n.k.
Ég gerðist
koma fram
ályktun vegna
svo eftir litlar
tillaga var
atkvæðalaust.
Því geri ég
efni að ég
svo djarfur að
með tillögu að
þessa máls og fór
umræður, að sú
samþvkkt mót-
þetta að umtals-
hef orðið fyrir
órökstuddri og kjánalegrí
gagnrýni á orðalag og efni
þessarar álvktunar bæjarstjóm-
ar.
Mér er brígslað um undan-
látsemi og beina þjónkun við
kennara og fullyrt að með
þessum tillöguflutningi hafi ég
„trúlofast Þuríði”. Ég er nú
orðinn því vanur í 15 ára starfi
innan Sjálfstæðisflokksins að
vera borin á brýn þjónkun við
Alþýðubandalagið og óheilindi
við stefnu tlokksins, en í þessu
máli keyrði alveg um þverbak.
Ég taldi málið svo afdrifaríkt
í þessarí stöðu, að kennarar
vrðu að fá afdráttarlausa af-
stöðu bæjarstjórnar til sinna
mála. Ég vona að ég sé þekktur
fyrir annað en hálfvelgju eða
skoðanaleysi þegar brýn mál
koma til afgreiðslu. í þessu máli
þurfti ég hvorki að svíkjast
undan merkjum eða „trúlofast
Þuríði“, þ.e. að þóknast Al-
þýðubandalaginu, til þess að
taka skýlausa afstöðu til máls-
ins. Afstaða mín var skýr, aðrir
bæjarfulltrúar réðu sinni.
Þeir Sjálfstæðismenn sem
vilja greina pólitískan þef af
þessarí framkomu minni og
bera mér á brýn þjónkun við
Alþýðubandalagið ættu að
halda fvrir vit sín því þeim gæti
síðar slegið fvrir brjóst.
Guðm. H. Ingólfsson
b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Nú bætum við,
við skíðaskóm
og gönguskóm
~ öþiS Á (<M<yvidöcpun
VÉLSMIÐJAN ÞÓR HF.
SÍMI 3711 og 3057