Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.1986, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 18.02.1986, Blaðsíða 7
BB 7 Bræðratunga: Athugasemd í síðasta tölublaði, sem út kom 11. febrúar s.l., er frétt um Bræðratungu, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra í Tungudal. í fréttinni segir, að fram- kvæmdum sé nú lokið og verk- takinn, Eiríkur & Einar Valur s.f. hafi skilað af sér verkinu. Þessi frétt er á misskilningi byggð. Á þessu ári mun verða lokið við síðara húsið af tveimur, sem risin eru, auk þess sem unnið verður að frá- gangi lóðar og umhverfis. Þá verður væntanlega hafin bygg- ing á þriðja húsinu, sem verður geymsluhús fyrir heimilið auk þess sem þar er gert ráð fyrir vinnuaðstöðu fyrir heimilis- menn. Þá er þess vænst, að bæjarsjóður ísafjarðar færi nú í sumar veginn inn í Skóg frá Bræðratungu, til að létta á umferð sem sífellt er að aukast, m.a. vegna golf- vallarins í Tungudal. Verður vegurinn færður upp fyrir Kol- finnustaði. Framkvæmdir við Bræðra- tungu byggjast á framlögum úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, auk þess sem fjölmargir aðilar hafa stutt með ráðum og dáð þetta mikilvæga málefni. Vil ég nota tækifærið og færa öllum velunnurum Bræðra- tungu bestu þakkir. Virðingarfyllst, Magnús Reynir Guðmundsson form. Svæðisstjórnar Vestfjarðasvæðis um málefni fatlaðra I léttum dúr... Prófessorinn kemur inn á rakarastofu og vill fá klipp- ingu. Hann sest í stólinn, en hárskerinn segir við hann: „Prófesorinn vill kannski vera svo elskulegur að taka ofanhattinn..." „O, afsakið, ég vissi ekki að það væri kvenfólk hérna inni hjá ykkur..J!“ í sveitinni: -Jónas minn, á morgun er þrettándi brúðkaupsdagur- inn okkar. Eigum við ekki að slátra hænu í tilefni dagsins? -Hví þá það. Hvers vegna á að refsa hænugreyinu...? MOTTOKUR Sýning Ladda á Sögu er einhver magnaðasta skemmtun sem boðið hefur verið upp á hér á landi. Um það eru greinilega allir sammála því það er nánast slegist um miðana og mannskapurinn er bjargarlaus af hlátri sýningu eftir sýningu. Hreint frábærar móttökur - enda óviðjafnanleg skemmtun á ferðinni. Pantaðu strax í dag og tryggðu þér drepfyndið kvöld með Eiríki Fjalari, Bjarna Fel, Þórði húsverði, 007 og þeim gemsum öllum. Málið er nefnilega einfalt: Þegar þú sérð sýninguna, sérðu í hendi þér að þú myndir sjá eftir að hafa ekki séð sýninguna! Laddi hefur aldrei verið betri Leikstjóri: Egill Eðvarösson Kynnir og stjórnandi: Haraldur Sigurðsson (Halli) Útsetningar á lögum Ladda: Gunnar Þórðarson Dansahöfundur: Sóley Jóhannsdóttir Þríréttaður matseðill. Húsið opnað kl. 19.00 Borðapantanir (síma 20221 milli kl. 2 og 5. Verðkr. 1.500 !S£3Sk|~s GILDl HFl Til sölu Til sölu lítið einbýlishús, Fjarðarstræti 35, Upplýsingar í síma 3765 Til sölu Skiptiborð fyrir ungabörn. Verð kr. 2.000.- Upplýsingar í síma 3642, eftirkl. 19:00

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.