Bæjarins besta - 18.02.1986, Qupperneq 14
14
BB
„Sumarfríið ‘86 byrjar hér!“
Samvinnuferðir-Landsýn
heilsar nýju ferðaári 1986 með
útkomu sumarbæklings '86.
Skrifstofan stefnir að auknu
framboði á orlofsferðum til
útlanda og hefur sem undan-
farin ár haft það megin-
markmið að halda verðlagi í
lágmarki.
Nýjungar '86
í fyrsta sinn býður SL ferðir
til spænsku eyjunnar Mallorca
sem íslendingum er að góðu
kunn. Það sem helst markar
sérstöðu SL á þeim vettvangi
er lágt verð. T.d. kynnir skrif-
stofan í fyrsta sinn hérlendis
nýtt fyrirkomulag sem vel
þekkt hefur verið í öðrum
löndum. Við kennum það við
„SL-hótel“ og felst það í því
að farþegar geta keypt sér
„pakka“ til Mallorca en fá
ekki gefið upp hótel ytra fyrr
en skömmu fyrir brottför.
Hins vegar tryggir SL far-
þegum sínum góða hótel-
gistingu hvar sem hún svo
verður. Á þennan hátt geta
farþegar sparað stórfé. Dæmi
er um tveggja vikna ferð til
Mallorca með hálfu fæði á
„SL-hóteli“ kosti kr. 18.700.-
Ódýrasta 3ja vikna ferðin
kostar kr. 20.700.- Af öðrum
nýjungum má nefna
„Ævintýraferðir“ fyrir fjör-
kálfa, nýja rútuferð um Grikk-
land, nýtt sumarhúsahverfi í
Þýskalandi, nýja gistimögu-
leika í Austurríki fyrir þá sem
kjósa flug og bíl á Salzburg og
nýja rútuferð um Rínardalinn.
Gamlir kunningjar
Aðrir ákvörðunarstaðir SL í
sumar eru kunnir frá síðasta
ári. Sumarhús í Karlslunde og
Gilleleje í Danmörku, sælu-
hús í Kempervennen og
Meerdal í Hollandi, Sólar-
ströndin Rimini á Italíu,
Vouligameni-ströndin í
Grikklandi, gríska eyjan
Rhodos, ferð til Sovét-
ríkjanna, rútuferð um megin-
land Evrópu auk leiguflugs til
Kanada og Norðurlanda.
Verð
Allt kapp hefur verið lagt á
að halda verði á orlofsferðum í
lágmarki. Séu verðskrár SL í ár
borin saman við verð okkar frá
sumrinu sem leið kemur fram
að verð hefur hækkað ótrúlega
lítið þrátt fyrir að gengi hafi
lækkað um allt að 30%. Auk
þess njóta hinir fjölmörgu
eigendur Samvinnuferða-
Landsýn, félagsmenn í flestum
stærstu samtökum launafólks í
landinu, góðs af marg-
hátíuðum afsláttarmögu-
leikum, auk endurgreiðslu
hluta ferðakostnaðar svo sem
kynnt var fyrir nokkrum
dögum. Dæmi tala sínu máli:
Orlofsferðir, þar sem stuðst
er við leiguflug (miðað við
aðildarfélagsverð og endur-
greiðslur) hafa hækkað á
bilinu 3 - 10% og fjölmörg
dæmi eru þess að hækkunin sé
innan við 5%. Er vísað til
nokkurra verðdæma í verð-
skrá SL-bæklingsins í þessu
efni. Loks má spyrja hvort
landsmenn geti hjá nokkurri
annarri ferðaskrifstofu komist
til útlanda (í þessu tilfelli
Þrándheims) fyrir 10.600
krónur?
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA
Það er sannkölluð búbót að versla hjá
Kaupfélaginu, það sést á vöruverðinu.
Utsala verður á nýjum svínalærum.
Verð aðeins kr. 325 pr/kg.
Verð á úrbeinuðu kr. 480 pr/kg.
GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTAINN
MATVÖRUVERSLANIR
KAUPFÉLAGS ÍSFIRÐINGA