Málfríður - 2016, Blaðsíða 16

Málfríður - 2016, Blaðsíða 16
Verðlaunaskjalið sem fylgdi með verðlaununum. Allir nemendur sem hljóta verðlaun Ísbrúar fá slíkt skjal. Vorið 2016 Kæri útskriftarnemandi af Opinni braut Flensborgarskóla í Hafnarfirði Joniada Dega Innilega til hamingju með námsárangur þinn og bestu framtíðaróskir! Fyrir hönd Ísbrúar - félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál ______________________________________ Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Stjórn Ísbrúar er mjög hreykin af þessu nýjasta verk- efni félagsins, enda hafa margir skólameistarar og aðrir fulltrúar framhaldsskólanna hrósað því og þakkað fyrir framtakið. Ísbrú hefur á margvíslegan hátt komið að verð- ugum verkefnum. Við höfum haldið tólf sumarnám- skeið fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál á öllum skólastigum og tvo starfsdaga fyrir starfsfólk leikskóla og þá sem koma að kennslu nemenda á yngsta stigi grunnskólans. Áherslan hefur ávallt verið á starfsþróun kennara og þjálfun þeirra í ýmsum kennsluháttum og leiðum til að kenna nem- endum með íslensku sem annað tungumál. Á næsta skólaári mun félagið standa fyrir starfsdegi í samstarfi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða sem ber heitið Hvað er til? Hvar er það? Hvernig nota ég það? Starfsdagurinn er ætlaður kennurum sem vilja auka færni sína í að kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál. Núverandi stjórn Ísbrúar skipa Hulda Karen Daníelsdóttir formaður, Irma Matchavariani varafor- maður, Sveindís Valdimarsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Ferdinandsdóttir ritari og Þorbjörg Guðnadóttir með- stjórnandi. Varamenn eru þær Erla Bolladóttir og Alma Guðrún Frímannsdóttir. Viet Ha Nguyen tekur við verðlaununum Ísbrúar úr hendi Fjölnis Ásbjörnssonar við útskrift Tækniskólans í Háskólabíó 23. maí 2015. Anett Ernfelt Andersen útskrifaðist frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2015 Leu Plesec Jerman útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 2015. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir þá aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga og verðlaunahafinn Amila Crnac. 16 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.