Málfríður - 2016, Blaðsíða 9
Annar viðmælandi sagðist einnig vilja nýta tækni
meira í sinni kennslu en taldi sig ekki geta það sökum
skorts á tækjum við skólann. Því má telja líklegt að þeir
viðmælendur sem nýta tæknina lítið myndu frekar
nýta hana hefðu þeir betri fyrirmyndir varðandi tölvu-
notkun í kennslu og gott tölvuaðgengi við skólann.
Einnig virtust vera tengsl milli vinnustaðar og viðhorfa
viðmælenda vegna þess að þeim mun tæknitengdari
sem skólinn var því jákvæðari var kennarinn gagnvart
tölvunotkun almennt.
Tæknikennsla í kennaranámi
Aðeins einn viðmælanda taldi sig hafa fengið góðan
undirbúning í námi fyrir notkun upplýsingatækni í
kennslu, en lengst er síðan sá kennari lauk námi. Aðrir
viðmælendur töluðu um að hafa ekki fengið næga
tæknikennslu í námi sínu, sem gæti verið ein ástæða
fyrir neikvæðari viðhorfum þeirra. Þeir kennarar sem
höfðu jákvæðari viðhorf störfuðu við tæknivædda
skóla og hefur starfsumhverfið ef til vill leitt til betri
tæknikunnáttu þeirra og um leið aukið jákvætt viðhorf
gagnvart tækninotkun nemenda.
Kostir og gallar við notkun tölvutækni í tungumála-
námi
Viðmælendur töldu helstu kosti tölvutækni vera þá
að tæknin dýpkaði tungumálanám, gæfi kost á fjöl-
breyttari verkefnum, yki möguleika nemenda með
námserfiðleika, gerði kennsluna skilvirkari og stuðlaði
að auknu sjálfstæði nemenda. Tölvunotkun nemenda
fylgdu samt sem áður ýmsir gallar, að mati viðmæl-
enda. Einn af þeim var sá að netið byði upp á aukið
aðgengi áður skrifaðs efnis og yki þar með líkurnar á
ritstuldi nemenda.
Tölvuvæðingin hefði einnig, að mati viðmælenda,
haft neikvæð áhrif á ritun og stafsetningu nemenda.
Hún hefur leitt til styttingar orða og aukningar í notk-
un skammstafana, með það að leiðarljósi að koma texta
frá sér með fljótlegri hætti.
Niðurstöður og umræða
Þegar litið er til þess hversu mikilvæg tæknin virðist
vera, er ekki að undra að flestir viðmælendur rann-
sóknarinnar virtust nýta sér hana að einhverju marki.
Öllum viðmælendum þótti einnig henta vel að nýta
sér tækni í enskukennslu en skoðanamunur var þó á
hversu mikil notkunin ætti að vera.
„Skóli er ekki bara staður þar sem kennsla fer fram.
Skóli er líka menningarleg stofnun þar sem ákveðnir
starfshættir og orðræður eru við lýði og bera svipmót
þess samfélags sem skólinn er hluti af, hefða sem þar
ríkja“ (Hafþór Guðjónsson, 2012, bls. 14). Það er fjarri
því að hægt sé að alhæfa um niðurstöður rannsókn-
arinnar fyrir alla enskukennara í framhaldsskólum.
Rannsóknin veitir hins vegar örlitla innsýn í skoðanir
og notkun viðmælenda á tækni í kennslu ásamt því að
vera vísbending um þá fjölbreytni í vinnulagi ensku-
kennara hvað varðar tækninotkun.
Heimildir
Aðalnámskrá framhaldsskóla. (2011). Almennur hluti. Reykjavík:
Mennta og menningarmálaráðuneytið
Hafþór Guðjónsson. (2012). Kennaramenntun og skólastarf í ljósi
ólíkra viðhorfa til náms. Netla - veftímarit um uppeldi og menntun.
Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af: http://netla.hi.is/
greinar/2012/ryn/016.pdf
Magndís Huld Sigmarsdóttir. (2014). Tölvustutt tungumálanám á
framhaldsskólastigi : Tæknin sem stuðningstæki í enskukennslu.
Meistararitgerð: Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af: http://
skemman.is/stream/get/1946/20122/45621/3/Magnd%C3%ADs
_H._Sigmarsd%C3%B3ttir._M.Ed_ritger%C3%B0.doc._HP.pdf
MÁLFRÍÐUR 9