Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2020, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 29.12.2020, Qupperneq 15
Flestir eiga eftir að minnast ársins 2020 með hryllingi en það á sennilega ekki við um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Afreka- listi hennar á árinu er langur, hún fór á láni frá Keflavík til Breiðabliks og varð Íslandsmeistari með þeim, þá varð hún markahæst og valin sú besta í Pepsi Max-deildinni. Sveindís kom sem nýliði inn í A-landsliðið, fór beint í byrjunarlið þar sem hún stóð þig ótrúlega vel og eru þær komnar í úrslita- keppni EM – og síðast en ekki síst er Sveindís búin að landa samningi við þýska knattspyrnuliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið í Evrópu. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Sveindísi Jane til að fá að kynnast henni aðeins betur. Samningu við eitt besta lið Evrópu „Þetta er búið að vera frábært og viðburðarríkt ár fyrir mig og ég er eiginlega bara svolítið þakklát fyrir það,“ segir Sveindís Jane. „Ég á ör­ ugglega bara eftir að líta til baka og hugsa geggjað fyrir mig.“ – Svo er það nýjasta, samningur við Wolfsburg – eitt besta lið í Evrópu. „Já, ég er bara rosalega spennt fyrir þessu. Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir þetta tilboð sem ég fékk og ég bara gat ekki neitað þessu.“ – Ferðu beint til Þýskalands? „Nei, ég verð lánuð í eitt ár til Kristi­ anstad í Svíþjóð. Wolfsburg er bara að tryggja sér mig og vilja lána mig í sterkari deild en hérna á Íslandi. Ég er mjög sátt við þetta skref.“ Hefur bara verið í kringum gott fólk „Ég er uppalin í Keflavík, á íslenskan pabba en mamma mínn er frá Ghana í Afríku. Ég á fimm systkini en engin alsystkini. Bróðir minn og systir, mömmu megin, búa hérna á Íslandi en svo á ég systkini frá pabba sem búa í útlöndum.“ – Hefurðu komið til Ghana? „Já, ég hef einu sinni komið til Ghana, þá var ég fimm ára svo ég man lítið eftir því. Við fjölskyldan ætluðum þangað í september en faraldurinn eyðilagði það, því miður. Það verður að bíða betri tíma.“ – Áttu mörg skyldmenni þar? „Já, alveg rosalega mörg – þannig að það hefði verið gaman.“ – Og ertu í sambandi við þetta fólk? „Nei, ekki ég en mamma heldur góðu sambandi við þau öll.“ – Þú gekkst í skóla hérna og átt þína vini, fannstu aldrei fyrir því að þú værir öðruvísi en aðrir? „Nei, alls ekki. Þetta er mjög góð spurning en ég hef aldrei lent í neinu svoleiðis og er mjög þakklát fyrir það. Ég hef bara verið í kringum mjög gott fólk og á mjög góðan vinnahóp, svo það hefur aldrei verið neitt vesen.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Sveindís undirritar samninginn við Wolfsbu rg. Með henni á myndinni er kærasti hennar, Sigurður Ing i Bergsson. Sveindís Jane fór beint inn í byrjunarlið landsliðsins og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik. Mynd: Fótbolti.net ... ég verð lánuð í eitt ár til Kristianstad í Svíþjóð. Wolfsburg er bara að tryggja sér mig og vilja lána mig í sterkari deild en hérna á Íslandi ... Við þökkum íbúum, fyrirtækjum og samstarfsaðilum á Reykjanesi frábært samstarf á árinu sem er að líða og vonum að allir fari öruggir inn í það nýja. Starfsfólk Securitas Reykjanesi Farsælt komandi ár VÍKurFrÉttir á suðurNEsjum Í 40 ár // 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.