Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Síða 22
22 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2020
Verslun sem vert er að heimsækja
Í Austurveri við Háaleitisbraut er vel falið
leyndarmál. Það er bráðsmellinn nytjamarkaður,
Basar Kristniboðssambandsins sem rekinn er
til fjáröflunar fyrir starf þess. Hreyfingin hefur
starfað í Eþíópíu síðan 1956 og Kenía 1978.
Á þessum árum hafa verið byggðir
fjölmargir skólar og heimavistir, auk þess
sem ýmis þróunarverkefni hafa verið styrkt.
Kristniboðssambandið er einnig með starf
í Japan auk þess sem það starfar á Íslandi.
Markaðurinn er rúmlega 10 ára gamall. Hann
var opnaður á Grensásvegi en flutti í húsnæði
Landsbankans í Austurveri, 2011 og verið
þar síðan. Á Basarnum er einn launaður
starfsmaður, öll önnur störf eru í höndum
sjálfboðaliða. Án aðkomu þeirra væri rekstur
verslunarinnar mjög erfiður og kostnaðarsamur.
Á Basarnum fæst hreinlega „allskonar“ notaður
fatnaður, bækur af betri gerðinni, falleg gjafa- og
skrautvara, safngripir af ótrúlegustu gerðum og
ýmis borðbúnaður. Versluninni er skipt niður;
þannig er fatnaður sér, sömuleiðis gjafavaran
og bækurnar sér. Nú er jólavertíðin og fæst
skemmtilegt og fallegt jólaskraut og munir á
hagstæðu verði. Stolt og prýði markaðsins er þó
fólgið í bóksölunni. Allar bækur eru flokkaðar og
þeim raðað eftir höfundarnafni. Það auðveldar
aðgengi og leit að bókum. Verðmætari og sjaldgæfar
bækur eru svo í sér hillum. Besta endurvinnslan er
fólgin í endurnýtingu. Með því að gefa eða kaupa
muni á Basarnum, styrkjum við gott málefni um leið
og við endurnýtum þá.
Ótrúlegt úrval allskonar muna má finna á Basarnum.
Basarinn í Austurveri
Svavar Björnsson og Karl Jónas Gíslason taka vel á
móti viðskiptavinum, hvort sem þeir kaupa eða koma
færandi hendi.
Þú færð
KR-vörurnar
hjá okkur!
Ármúli 36 • Reykjavík 108
S: 588 1560
Óskum KR-ingum og öllum
Vesturbæingum gleðilegra jóla.
VIÐ SUÐURSTRÖND
Netverslun:
systrasamlagid.is