Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202012 Forsvarmönnum Borgarbyggðar var gefinn kostur á að svara þeirri gagnrýni sem fram kemur í viðtal- inu við Önnu Lísu Hilmarsdótt- ur og Brynjar Bergsson hér á síð- unni. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs varð fyrir svörum og þakkaði fyrir tækifærið að svara fyrir um stöðu málsins. Ragnar segir að fram komi í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 30.9. 2019 að tekið hafi verið fyrir erindi frá 6.9. 2019 sem varðar byggingar- framkvæmdir við veitingahús á Refsstöðum. Hönnunargögn hafi hins vegar ekki borist fyrr en 12. maí síðastliðinn. „Staða bygg- ingarmála vegna væntanlegs veit- ingahúss á Refsstöðum er nú þessi: Á afgreiðslufundi bygg- ingarfulltrúa 30. september síð- astliðinn var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi og var erind- ið samþykkt. Byggingarfulltrúa var á þeim fundi falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skil- yrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingar- reglugerð 112/2012 með áorðn- um breytingum. Þá vantaði leið- rétta skráningartöflu og teikn- ingar frá aðalhönnuði á pappír og rafrænu formi. Á þeim fundi var bókað að byggingaleyfið yrði gef- ið út þegar eftirtalið liggur fyrir: Samþykktar aðalteikningar und- irritað af aðalhönnuði hússins, skráningartafla á rafrænu formi, burðarvirkisuppdrættir undirrit- aðir af þar til bærum hönnuðum, lagnakerfisuppdrættir undirrit- aðir af þar til bærum hönnuðum og sérteikningar undirritaðar af þar til bærum hönnuðum. Þessu er enn ábótavant. Ábyrgðaryfir- lýsing byggingarstjóra, ábyrgðar- trygging og starfsleyfi hefur hins vegar verið skilað inn, sem og uppáskriftir meistara og bygg- ingarleyfisgjöld hafa verið greidd. Þá skal öllum uppdráttum skilað á pappír og rafrænu formi. Hönn- unargögn bárust okkur 12. maí síðastliðinn og eru þau í úrvinnslu hjá embætti byggingarfulltrúa,“ segir Ragnar Frank í yfirlýsingu til Skessuhorns. mm í júní á síðasta ári var stórt og mik- ið eldra hús tekið af stalli sínum á Akureyri og flutt í tveimur hlut- um að Refsstöðum í Hálsasveit. Hús þetta var byggt árið 1938 og hýsti lengst af bátasmiðju á Eyr- inni. Hjónin Anna Lísa Hilmars- dóttir og Brynjar Bergsson keyptu húsið og fluttu á melinn vestan við stórt fjós þeirra á Refsstöðum. Þar höfðu þau fengið stöðuleyfi fyrir húsið, enda eru slík leyfi forsenda fyrir að flytja megi hús. Síðan tók við undirbúningur að grunni fyr- ir húsið, ferill teikninga og útveg- un þeirra leyfa sem þarf. Nú hefur verið steyptur grunnur og plata og búið að koma húsinu á varanlegan stall. Auk þess var byggð fjögurra metra tengibygging milli húshlut- anna þannig að nú er grunnflötur hússins 160 fermetrar og mann- gengt loft að auki undir súð. Áætl- anir þeirra hjóna hafa frá upphafi verið að opna þar nýtt ferðaþjón- ustufyrirtæki í sumar. En á því tæpa ári sem liðið er frá flutningi hússins suður fyrir heiðar hafa ófyrirséðar hindranir orðið á vegi þeirra. Bæði kom afturkippur í fjármögnun sem rekja má til þess að viðskiptabank- inn dró í land með lánsloforð vegna bakslags í ferðaþjónustu á landsvísu sem rekja má til Covid-19. En til að bæta gráu ofan á svart elda þau grátt silfur við byggingafulltrúa sveitarfélagsins. Ætla þau engu að síður að halda áætlun og stefna á að opna veitingastaðinn Rím í sum- ar. „Við vonum hið besta en erum mjög hugsi yfir því að „kerfið“ er ekki að vinna nógu vel með þeim sem vilja framkvæma og skapa ný störf. Kerfið á þvert á móti að vera hjálplegt og greiða götu fólks í hví- vetna. Það er í það minnsta okkar skoðun,“ segja þau. Sest var niður með þeim Brynjari og Önnu Lísu á Refsstöðum undir lok síðustu viku. Veitingastaður með hráefni úr héraði Anna Lísa og Brynjar segja að draumur þeirra sé að opna létt- veitingastað þar sem lögð verð- ur áhersla á mat sem unninn verð- ur sem mest úr hráefni af búinu og víðar úr héraðinu. Nefna þau ham- borgara úr nautakjöti sem þau sjálf rækta, heimagerðan ís og fleira. Úti verður svo vísir að húsdýragarði og stór leikvöllur þar sem fjölskyldu- fólk getur átt notalega stund sam- an. Búið er að gefa staðnum nafn og hanna vörumerki, en staðurinn mun bera nafnið Rím. Unnið hefur verið í húsinu inni sem úti og fram- undan eru framkvæmdir við lóð og umhverfi. Inni er húsið klætt með panel í gömlum stíl og meðal ann- ars sóttur gamall panell úr húsum sem búið er að rífa vestur á fjörð- um. Þannig er reynt að skapa gam- aldags og hlýlegt umhverfi inni í þessu rúmlega áttatíu ára gamla húsi. „Við ákváðum að kaupa þetta hús á síðasta ári og upphaflega var auðvelt að reikna að það væri ódýr- ara að kaupa það en að byggja nýtt hús frá grunni undir þá ferðaþjón- ustu sem við ætlum að reka hér. Flutningur á húsinu gekk að mestu leyti vel og hér var það sett á mel- inn í fyrrasumar,“ segir Anna Lísa. Hún kveðst spennt að byrja brátt í ferðaþjónustu og segir henta sér vel að fara rólega af stað og æfa sig á íslendingum í ljósi þess að erlendir ferðamenn verða fáir í sumar. Bjargað frá að fjúka En aðstæður hafa verið þeim óhag- stæðar. í september á liðnu hausti gerði mikið rok í Borgarfirði og færðist þá annar húshlutinn úr stað þar sem þeir stóðu á melnum með opið inn í báða enda eftir flutning- inn. „Þá var ekkert byrjað að smíða, en við ákváðum að koma í veg fyr- ir frekara tjón með því að drífa í að steypa grunn og botnplötu, þannig að festa mætti húsið niður og reisa sömuleiðis millibygginguna sem tengir húsið saman. Sett var í gang vinna við teikningar til að afla til- skilinna leyfa. Þá hins vegar mætti okkur þvermóðska byggingafull- trúa sem neitaði að taka út vænt- anlega steypuframkvæmd þar sem teikningar höfðu ekki verið sam- þykktar. Við sóttum um byggingar- leyfið 27. september en þá var aft- Byggingarleyfi gefið út að uppfylltum skilyrðum Rím á Refsstöðum verður opnað í sumar Léttveitingastaður þar sem lögð verður áhersla á heimafengið hráefni ur afar slæm veðurspá í kortunum þannig að við stóðum frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að bíða með allar framkvæmdir og eiga á hættu að húsin splundruðust, eða ráð- ast í framkvæmdir og bjarga verð- mætum. Við völdum seinni kost- inn, steyptum grunn, settum hús- in á sinn stall og reistum millibygg- inguna. Sú framkvæmd var hins vegar í andstöðu við „kerfið“ og síðan höfum við nánast verið eins og andsett af því. Samskiptin ein- kennst af ábyrgðarbréfasendingum eða heimsóknum til okkar í fylgd lögreglu.“ Engin eðlileg samskipti í kjölfar þess að sótt var um bygg- ingarleyfið 27. september síðastlið- inn var þeim tilkynnt að þeim væri bannað að steypa grunn. „Við vor- um á gráu svæði, það vissum við, en okkar markmið var að bjarga verð- mætum svo við steyptum undir húsið og festum það niður. Það vita hins vegar þeir sem vinna með að nýta gömul hús að framkvæmdina þarf að hanna nánast jafnóðum og hlutirnir skýrast. Þarna voru sam- skipti okkar við byggingafulltrúan hins vegar orðin stirð og í kjölfarið fóru okkur að berast reikningar fyr- ir byggingarleyfisgjöldum sem voru alveg út úr kortinu. Hönnun bruna- varnateikninga og ýmsar kröfur sem á þessum tímapunkti var frá- leitt að verða við. Það var í raun allt gert sem hægt var til að leggja stein í götu okkar. Okkur telst til að búið sé að rukka okkur um 4-5 milljón- ir króna fyrir byggingarleyfi, teikn- ingavinnu og önnur leyfisgjöld og húsið er rétt rúmlega fokhelt og ekkert byggingarleyfi komið. Síð- ustu samskipti okkar við embætt- ismanninn eru svo þau að síðdegis fimmtudaginn 30. apríl kemur hann í fylgd tveggja lögreglumanna til að stöðva ólöglegar framkvæmdir. Ég skal fúslega viðurkenna að þegar þar var komið sögu var ég orðinn verulega reiður,“ segir Brynjar með þunga. „í stað þess að sýna okkur hjálpsemi og greiða fyrir málum, hefur fulltrúi sveitarfélagsins gert það sem í hans valdi hefur stað- ið til að leggja stein í götu okkar. Það hlýtur engu að síður að vera í þágu samfélagsins að fólk sé að byggja upp og búa til störf. Þá eiga embættismenn að sýna samstarfs- vilja og greiða götu fólks, til þess eiga þeir að vera. Við höfum aldrei ætlað okkur að gera neitt ólöglegt, en okkur er hins vegar brigslað um óheilindi og er stillt upp við vegg. Sveitarfélagið mun örugglega fá sínar tekjur af leyfisgjöldum eins og því ber, en við viljum að okkur sé sýnd sanngirni í þeim aðstæðum sem við erum.“ Gripið verði inn í Aðspurð vita þau Anna Lísa og Brynjar ekkert hvernig fer að end- ingu með samskipti milli þeirra og téðs embættismanns, en vona að hægt verði að koma öllum málum á hreint sem fyrst þannig að hægt verði að fá bygginguna samþykkta, greiða eðlileg byggingarleyfisgjöld og sækja í kjölfarið um rekstrarleyfi. „Það er einfaldlega mikið undir hjá okkur að geta byrjað rekstur í sum- ar eins og til stóð. Okkur sýnist þó að af því verði ekki nema stjórn- endur sveitarfélagsins grípi inn í þessa atburðarás og miðli málum. Við gerum ráð fyrir að það séu ekki hagsmunir sveitarfélagsins að þeir sem standa í framkvæmdum séu sí- fellt að lenda upp á kant við kerfið. Engu að síður vitum við um nokkur dæmi annarsstaðar í sveitarfélaginu þar sem rekja má ýmsan vandræða- gang til ágalla í stjórnsýslu. Það er hlutverk sveitarstjórnarfólks að lag- færa slíka vankanta komi þeir upp, þannig að ekkert þessu líkt verði til að fæla fólk frá. Sveitarfélög eiga að styðja og hjálpa en ekki gera fólki erfitt fyrir með stirðbusahætti og ofurgjaldskrám,“ segja Brynjar og Anna Lísa að endingu. Þáttur væntanlegur á Stöð2 Því má við þetta bæta að síð- an á liðnu ári hefur Gunnlaug- ur Helgason dagskrárgerðarmað- ur fylgt Önnu Lísu og Brynjari eft- ir við framkvæmdir þeirra, allt frá því húsið var flutt frá Akureyri og í Borgarfjörð. Vinnur hann þætti um byggingaverkefnið til sýningar á Stöð2 í þáttaröð sem nefnist Gulli Byggir. Búið er að sýna fyrri þátt- inn en næstkomandi mánudag er síðari þátturinn á dagskrá Stöðv- ar2. Verið var að taka upp síðustu innslög í þáttinn þegar blaðamað- ur Skessuhorns var á ferðinni síð- astliðinn föstudag. mm Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir á Refsstöðum framan við væntanlega veitingastaðinn Rím. Anna Lísa inni í sal Ríms. Töluvert er eftir við frágang innanhúss og lóð umhverfis húsið þar sem verður leiksvæði fyrir börn og vísir að húsdýragarði. Stefnt er að opnun í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.