Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202016 Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi frá Sóknaráætlun Vest- urlands, hélt í gærmorgun stafræna ráðstefnu með yfirskriftinni Mennt- un fyrir störf framtíðarinnar. Til- gangur ráðstefnunnar var að und- irbúa skóla, fyrirtæki, nemendur og atvinnumarkaðinn fyrir þær breyt- ingar sem eiga sér stað í samfélaginu samhliða tækniþróun. „Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá upphafi vilj- að fara ótroðnar slóðir og gera hluti öðruvísi og skapa sér þannig sér- stöðu. Við kölluðum því eftir fólki sem hefur skýra sýn og skoðun á framtíð í störfum svo við í MB get- um komið að því að breyta menntun ungs fólks í samræmi við framtíð- arstörfin,“ segir Bragi Þór Svavars- son, skólameistari MB. Ráðstefnan var hugsuð sem gagnasöfnun fyrir MB svo skólinn geti betur skipulagt námið fyrir störf framtíðarinnar. „Við vildum gera þetta með þessum hætti svo sem flestir geti haft gagn af,“ segir Bragi. „Það má segja að það sé í menningunni hér hjá okkur í menntaskólanum að bregðast við og vinna hratt, við viljum vera í fara- broddi,“ bætir hann við. „Við erum þakklát fyrir að geta boðið fólki upp á að fylgjast með, það er gott að geta boðið til dæmis skólum í dreifðari byggðum að taka þátt í ráðstefnunni jafnt á við fólk á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Bragi. Áhersla á það sem vélar geta ekki Hópur fyrirlesara hélt erindi á ráð- stefnunni þar sem þeir deildu sinni framtíðarsýn. Lilja D. Alfreðsdótt- ir menntamálaráðherra opnaði ráð- stefnuna og hrósaði hún skólastjór- nendum, kennurum og nemendum fyrir að hafa brugðist skjótt við tak- mörkunum á tímum Covid-19 og að halda skólahaldi gangandi. Sagði hún það stóran áfanga að íslenskt námsfólk væri um þessar mundir að skila af sér síðustu verkefnum, próf- um og öðru fyrir námsmat. Hún vill að við setjum alla okkar krafta í að valdefla menntakerfið enn frekar og nýtum tímann í þessum skrýtnu að- stæðum til að mennta okkur, fræða og efla svo við verðum eftirsókna- verðir starfskraftar framtíðarinn- ar. Ingvi Hrannar Ómarsson, nem- andi við Standford Gratuate School of Education og grunnskólakennari, fór yfir sína sýn á núverandi skóla- kerfi og hvað þyrfti að breytast að hans mati. „Skólastarf hefur geng- ið að miklu leyti út á að gera okk- ur betri í því sem vélar geta gert vel. Skólakerfið á að ganga að miklu leyti út á það að gera okkur betri í því sem vélar geta ekki gert,“ segir hann en það má segja að þetta hafi verið í grófum dráttum inntakið í erindum allra þeirra sem héldu er- indi á ráðstefnunni. Er þá átt við að við þurfum að leggja áherslu á það í skólakerfinu okkar að efla nemend- ur í samskiptum, skapandi hugsun, samhygð, aðlögunarhæfni og frum- kvæði en þessa eiginleika er ekki hægt að ná fram í vélum og tækjum. Þá fjallaði Ingvi Hrannar um mikil- vægi þess að kennarar starfi í teym- um frekar en hver í sínu horni, eða sinni skólastofu. Samvinna kæmi fólki lengra. Ekki gleyma að vera skapandi Ingvi Hrannar benti á það hvernig skólakerfið okkar í dag miðast við að nemendur noti ekki allan heil- ann jafnt. Áherslan er helst á að efla þann hluta sem meðtekur það sem er og var á meðan list- og verkgrein- ar mæti gjarnan afgangi en þær efla hluta heilans sem er skapandi. Fleiri voru á sama máli í sínum erindum og má þar nefna í erindi sem Hlín Helga Guðlaugsdóttir ráðgjafi hélt en hún talaði um mikilvægi þess að ólíkir hópar fólks vinni saman til að ná sem bestum árangri. En eins og Ingvi Hrannar benti á eru þeir sem hafa unnið til Nóbelsverðlauna mun líklegri en aðrir að eiga listrænt áhugamál, þó svo vísindin séu aðal- starf þeirra. En Hlín Helga fjallaði um svipað í sínu erindu og hefur hún séð það í sinni vinnu hversu mikill ávinningur getur verið af því þegar ólíkir hópar vinna saman. Læra með að gera Eitt af því sem flestir voru sammála um í sínum erindum var að til að ná sem mestu árangri í starfi þurfi nem- endur að læra með því að gera frek- ar en að læra eingöngu með því að lesa námsbækur. Sem dæmi fjallaði Marcus Hammarberg, deildarstjóri námsskrár og gæða í School og App- lied Technology, um það hvernig hann geti kennt fólki á þremur mán- uðum það sem hann sjálfur lærði á mörgum árum. Það gerir hann með því að láta nemendur gera frek- ar en að lesa og hlusta. Sama sagði Ingi Hrannar og benti á mikilvægi þess að við lærum eins í skólanum og í lífinu en það sé ekki svoleiðis í dag. Hann tók sem dæmi að ef við myndum læra að hjóla í skólanum myndum við líklega lesa um sögu hjóla, hvernig hjól virka og slíkt en kannski ekki einu sinni snerta hjól. Þetta voru fyrirlesararnir sammála um að þyrfti að breytast. Menntakerfið mæti þróun atvinnulífsins Ekki er hægt að tala um nám til framtíðar án þess að koma inn á fjórðu iðnbyltinguna og Ólaf- ur Andri Ragnarsson, kennari við Háskólann í Reykjavík, hélt er- indi um það hvernig við eigum að taka á móti henni. Hann útskýrði hvernig tæknin byggir á undirliggj- andi tækni og eru framfarirnar því stöðugar. Benti hann á að forsend- ur framfara séu að gömul og úrelt tækni og viðhorf þurfi að fá að víkja fyrir þeim nýju. Fjórða iðnbylting- in byggir á snjallsímum, hugbún- aði, skýjalausnum, gervigreind, vél- mennatækni og hlutaneti en þetta mun einkenna tækniframfarir næstu ára. Farsímarnir eru í höndunum á okkur stóran part dagsins og að sögn Ólafs Andra snertir fólk sím- ann sinn 2.617 sinnum á dag. Seg- ir hann skólakerfið þurfa að taka mið af þessu, kennararnir þurfia ef til vill frekar að vera í símunum, þar sem athygli nemenda er. Við þurf- um að hans mati að leggja áherslu á að þjálfa nemendur í að tala við vélar, ekki síður en fólk, því gervi- greindin sé það sem koma skal. Sig- urður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, kom inn á það í sínu erindi að menntakerf- ið þurfi að leggja áherslu á að und- irbúa nemendur fyrir líf og starf í samfélagi framtíðarinnar og þann- ig mæta þróun atvinnulífsins. Talaði Menntakerfið þarf að koma til móts við þróun í atvinnulífinu Rætt um menntun fyrir störf framtíðarinnar á ráðstefnu í Menntaskóla Borgarfjarðar Lilja Dögg Alfeðsdóttir menntamálaráðherra hrósaði skólastjórnendum, kennurum og nemendum fyrir skjót viðbrögð vegna takmarkana á skólahaldi síðustu vikur. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar, segir tilgang ráðstefnunnar meðal annars að safna gögnum fyrir menntaskólann til að skipuleggja megi námið sem best fyrir nemendur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.