Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Flýtum okkur hægt
Nú er fjórðungur úr ári síðan ljóst var að ferðaþjónusta bæði hér á landi
og víðs vegar um heiminn yrði fyrir áfalli. Veiran, sem fyrst varð vart
undir lok síðasta árs, náði að breiðast út um allt og munu áhrif hennar
marka dýpri spor í efnahag þjóða en þekkist á friðartímum. Ég er ekki
í minnsta vafa um að íslendingar hafa fram til þess staðið sig vel í bar-
áttunni við Covid. Frá miðjum mars og út apríl hafa langflestir verið á
varðbergi, reynt að fara að reglum og forðast smit. Með hækkandi sól
og tilslökun takmarkana 4. maí síðastliðinn mátti hins vegar merkja
töluverða breytingu. Fólk var ekki lengur að passa sig, varúðarreglur
gleymdust jafnvel, handabönd og rembingskossar tóku sig upp. Vissu-
lega hefur nú mjög dregið úr smitum og því ástæða til bjartsýni. En
þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Kossaflensið verður að bíða að-
eins. Þótt virk smit hér á landi séu sárafá, er lengi hætta á einu. Ég ætla
þannig rétt að vona að enginn sýktur hafi verið í hópi fjögur hundr-
uð sundlaugargesta í Laugardalslauginni aðfararnótt mánudags, þegar
ákveðið var að slá í gríðarmikla sundveislu. Fólk gat ekki beðið lengur.
En það var mjög svo skiljanlegt, svona erum við íslendingar.
Hérlend stjórnvöld hafa nú gefið það út að stefnt verði á að ley-
fa komu erlendra ferðamanna 15. júní. Það gera yfirvöld að sögn ef-
tir ábendingar frá sóttvarnayfirvöldum, en þó með þeim skilyrðum að
skimað verði fyrir veirunni hjá hverjum og einum og viðkomandi ekki
leyft að hefja för um landið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. En þrátt fy-
rir það er ekki einhugur innan heilbrigðiskerfisins um þessa ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að opna landið svo fljótt. Það staðfesti yfirlæknir á
smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Ríkisútvarpið á mánu-
dagsmorgun. Hann sagði afdráttarlaust að þessi ákvörðun um að opna
landið væri mjög umdeild. Margir af hans samstarfsfélögum væru hugsi
yfir þessu og jafnvel reiðir að þetta skuli vera gert svo fljótt.
Ég velti sömuleiðis fyrir mér hvort skynsamlegt sé að opna landið
strax. Fyrir það fyrsta er vitað að veiran grasserar víða erlendis, þótt
dregið hafi úr útbreiðslunni. Ekkert er því í hendi að ferðavilji fólks
hingað til lands verði til staðar og enn meiri óvissa ríkir um vilja flugfé-
laga til að hefja áætlunarflug hingað. Framtíð okkar eigin flugfélags er
auk þess í bullandi óvissu. Erum við íslendingar ef til vill að flýta okkur
of mikið? Ekki ósvipað og þessir fjögur hundruð sem taldir voru á sama
tíma í Laugardalslauginni aðfararnótt mánudags?
Öllum er ljóst að staða ferðaþjónustunnar er mjög þröng. Atvinnu-
leysi og uppsagnir eru helstu fréttir úr þeim ranni, enda nær ekkert er-
lent ferðafólk á landinu. En þrátt fyrir erfiðleika eru fjölmörg ferðaþjó-
nustufyrirtæki sem hafa opið eða eru að fara að opna á næstu dögum til
að þjónusta íslendinga sem ætla að verja sumrinu í að njóta eigin lands.
Með því móti ætla þessi fyrirtæki að halda lífi á næstu mánuðum. Ég
verð í hópi þeirra sem ætla að styðja íslenska ferðaþjónustu. En forsen-
da fyrir að það takist að fá okkur íslendinga til ferðalaga, er sú að ekki
breiðist út smit að nýju og að okkur verði óhætt á tjaldstæðum, vei-
tingastöðum eða annarsstaðar. Um það þurfum við að vera þokkalega
örugg. Ég tek því undir með þeim sem vilja að við förum okkur hægt í
að galopna landið og bjóða með því móti hættunni heim. Vissulega veit
ég að pressan frá hagsmunaaðilum er mikil, en hún má þó aldrei verða
skynseminni yfirsterkari.
Magnús Magnússon
Vegagerðin áformar að skipta út
vegstikum fyrir LED kantljós í
Hvalfjarðargöngunum og setja
upp nýtt myndbandsvöktunarkerfi.
Gísli Eiríksson, forstöðumaður
jarðgangadeildar Vegagerðarinn-
ar, segir að hefðbundnar vegstik-
ur séu nú í göngunum. Þær verða
fljótt skítugar vegna mikillar ryk-
mengunar og sjást ekki vel þegar
ekið er með lágu ljósin. „Ákveðið
hefur verið að setja LED ljós með
25m millibili á kantana sem leiða
umferðina vel. Slík ljós eru í Norð-
fjarðargöngum og hefur þeim ver-
ið mjög vel tekið. Ljósin gagnast
einnig sem rýmingarlýsing ef reyk-
ur kemur í göngin. Búið er að opna
tilboð í verkið og var Orkuvirki ehf.
Reykjavík með lægsta tilboð. Áætl-
að er að hefja verkið í september á
þessu ári, eftir mesta umferðartím-
ann, og á verkinu að ljúka í nóvem-
ber,“ segir Gísli.
mm
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar var kallað að járnblendi-
verksmiðju Elkem á Grundar-
tanga á fjórða tímanum á fimmtu-
dag þegar skaut brotnaði á einum
ofninum. „Það var enginn eldur
en það myndaðist ákveðið hættu-
ástand. Við erum búnir að tryggja
það og ástandið er stöðugt,“ sagði
Jens Heiðar Ragnarsson slökkvi-
liðsstjóri skömmu eftir útkall í sam-
tali við Skessuhorn.
Upptök reyksins mátti rekja til
skautbrots á einum af þremur ofn-
um verksmiðjunnar. „Það brotn-
aði skaut á einum ofninum og kom
svartur reykur upp á fjórðu hæð-
ina,“ segir Einar Þorsteinsson, for-
stjóri Elkem, í samtali við Skessu-
horn. „Að kalla til slökkvilið er hluti
af stöðluðum viðbrögðum. Sem
betur fer var þetta ekkert annað en
góð æfing,“ segir Einar, en slökkvi-
liðið var á vakt við Elkem fram eftir
fimmtudagskvöldi, til öryggis.
Engin slys urðu á fólki og að
sögn Einars urðu engar skemmdir
á búnaði verksmiðjunnar. kgk
Félagar í sjóbjörgunar-
flokki Björgunarfélags
Akraness voru á mánu-
dagsmorgun kallaðir til
aðstoðar vélarvana báti,
Kofra-íS, sem staðsett-
ur var um sjö mílur frá
Akranesi. Farið var á
björgunarbátnum Jóni
Gunnlaugssyni í útkallið.
Ferðin gekk að óskum,
Kofri var tekinn í tog og
komið á Akranes í há-
deginu. Veður var með
besta móti, stilltur sjór
og sól.
mm
Fræðslunefnd Borgar-
byggðar lagið til á fundi 16.
apríl síðastliðinn að tvö-
falda frístundastyrk í Borg-
arbyggð á árinu úr 20 þús-
und krónum í 40 þúsund
krónur á ári. íþrótta- og
Ólympíusamband íslands
hafði þá sent bréf þess efnis
að íþrótta- og ungmenna-
félög á landsvísu horfi fram
á mikla erfiðleika í rekstri
vegna Covid-19 veirunn-
ar. Á fundi byggðarráðs
22. apríl var fjallað um málið og lagt til að sveitarstjórn samþykki
tillöguna og að hækkunin
verði til frambúðar. Sveitar-
stjórn samþykkti á fundi 14.
maí tillögu byggðarráðs að
hækka frístundastyrkinn til
frambúðar. Geta þeir sem
þegar hafa nýtt sér styrkinn
á árinu sótt um aftur til að
fá mismuninn upp í 40 þús-
und krónur fyrir árið. Frí-
stundastyrkurinn er ætlað-
ur börnum og ungmennum
á aldrinum 6-18 ára til að
hvetja þau til að taka þátt í
frístundastarfi. arg
Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga. Ljósm. úr safni/ kgk.
Slökkviliðið kallað að járnblendinu
Sóttu vélarvana bát
LED ljós sambærileg og eru í Norðfjarðargöngum verða í haust sett í Hval-
fjarðargöngin.
LED ljós koma í stað vegstika
í Hvalfjarðargöngum
Tvöfalda frístundastyrk í Borgarbyggð