Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 31 Félagar í Golfklúbbnum Jökli hóf- ust handa við gerð nýs níu holu golfvallar í Rifi í síðustu viku. Byrj- að var á að móta flatir og sá í þær. Jón Bjarki Jónatansson, formað- ur golfklúbbsins, segir að fram- kvæmdir fari vel af stað. „Við erum búnir að móta þrjár flatir og verð- um í því í sumar að móta flatir og sá í þær og leggja niður vökvunar- kerfi vallarins. Það verður svona stóra verkefni sumarsins,“ seg- ir Jón Bjarki í samtali við Skessu- horn. „Vökvunarkerfið er það flottasta sem til er á markaðnum sjálvirkt kerfi sem er stýrt í gegn- um tölvu. Það verður ekki mörg ár að borga sig upp í vinnusparnaði og mikið öryggi að hafa vökvunar- kerfi til að geta alltaf gripið inn í og vökvað flatir og teiga ef þarf,“ segir hann. „Síðan skemmir ekki að efnið sem fyrir er á staðnum er afar hentug til verksins af náttúrunnar hendi. Þetta er blanda af sandi og mold sem ég held að margir vildu eiga jafn greiðan aðgang að og við þegar verið er að byggja golfvelli. Þannig að þetta lítur allt saman vel út og við hjá klúbbnum erum fullir tilhlökkunar fyrir þessu verkefni,“ segir Jón Bjarki. Klár fyrir stórafmælið Þegar búið er að sá í flatirnar er einangrunardúkur lagður yfir þær og landið fær að gróa þar undir og grasið að vaxa. „Það gerist nokkuð fljótt ef hitinn verður góður og við fáum gott veður í sumar, þá virkar þetta í rauninni bara eins og gróð- urhús,“ segir Jón Bjarki. „Næsta sumar verður farið í að útbúa brautir og teiga. Þar er vinnulag- ið eins og við gerð flatanna, gras- ið sem fyrir er fjarlægt og síðan sáð í og vökvað,“ segir hann. Að svo búnu þarf tíminn að fá að vinna sín handtök. Jón Bjarki vonast til að geta tekið völlinn í notkun innan fárra ára. „Klúbburinn á 50 ára af- mæli 2023 og markmiðið er að geta spilað á nýja vellinum eigi síðar en á afmælisárinu. Vonandi getum við tekið hann í notkun fyrr, en það fer eftir tíðarfari og fleiru,“ segir Jón Bjarki. „Þetta ferli er búið að taka langan tíma og mjög jákvætt að það sé komið í gang,“ bætir hann við. Jökullinn í baksýn Nýi golfvöllurinn í Rifi er svokall- aður „linksvöllur“, sem er elsta gerð golfvalla í heiminum. Af þeirri gerð voru fyrstu golfvellirn- ir í Skotlandi í árdaga íþróttarinn- ar. Hafa slíkir vellir stundum ver- ið nefndir strandvellir á íslensku, byggðir í sendnu landi við sjávar- síðuna, með stífum brautum og hröðum flötum. Strandvöllurinn í Rifi er í fal- legu umhverfi á Breiðinni með Snæfellsjökul í baksýn. Hönnuð- ur vallarins er Edwin Roald, sem hefur hannað marga golfvelli hér á landi. „Hann er búinn að vera með okkur frá degi eitt og hefur verið okkur innan handar með hvaðeina. Við fengum hann til okkar áður en nokkuð var ákveðið til að athuga hvort þetta væri yfirleitt mögu- legt. Honum leist strax vel á þenn- an stað. Jökullinn verður í baksýn og þetta verður mjög fallegt,“ segir Jón Bjarki að endingu. kgk Körfuknattleikskonan Embla Krist- ínardóttir mun leika með Skalla- grími í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik næsta vetur. Greint var frá því á föstudag að Embla hefði samið við Skallagrím til næstu tveggja ára. Embla er 24 ára gömul og leik- ur stöðu bakvarðar. Hún gengur til liðs við Skallagrím frá Fjölni, þar sem hún lék síðasta vetur í 1. deild- inni. Embla er hins vegar uppalin Keflvíkingur og hefur lengst af sín- um meistaraflokksferli leikið með uppeldisfélagi sínu og orðið með því bæði íslands- og bikarmeist- ari. Hún hefur einnig leikið með Grindavík á sínum ferli. Embla á að baki 21 landsleik með A-landsliði íslands og lék meðal annars með liðinu á smáþjóðaleik- unum 2013, 2015, 2017 og 2019. Þá á hún að baki fjölda leikja með yngri landsliðunum íslands. Embla flytur í Borgarnes og kveðst full tilhlökkunar að ganga til liðs við Skallagrím. „Ég er ótrú- lega spennt fyrir nýjum tímum með Skallagrími sem náði geggjuðum árangri seinasta vetur. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu á sem best- an veg á komandi leiktíð,“ er haft eftir Emblu á Facebook-síðu kkd. Skallagríms. „Ég tek þessu nýja og óvænta verkefni fagnandi,“ segir hún. Þar lýsir Guðrún Ósk Ámunda- dóttir, þjálfari Skallagríms, jafn- framt ánægju með að fá Emblu til liðsins. „Það gleður mig mikið að fá Emblu í liðið okkar, hún þekkir deildina vel og er mikilvæg viðbót í hópinn. Hún er með mikla reynslu og hefur meðal annars spilað með A landsliði íslands. Hún er fjölhæf- ur leikmaður sem mun hjálpa okk- ur á báðum endum vallarins,“ segir Guðrún Ósk. kgk Fyrsta mótið á stigamótaröð Golf- sambands íslands þetta sumarið verður leikið á Garðavelli á Akra- nesi dagana 22.-24. maí næstkom- andi. Keppt verður í höggleik flokki karla og kvenna, 18 holur leikn- ar hvern dag en niðurskurður eft- ir annan hring. Það er Golfklúbb- urinn Leynir sem er mótshaldari. Rakel Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri klúbbsins, á von á sterku móti um helgina. „Allir sterkustu ís- lensku kylfingarnir eru heima á ís- landi vegna faraldursins og ætla að taka þátt um helgina,“ segir Rakel í samtali við Skessuhorn, en Co- vid-19 faraldurinn hefur auðvi- tað meiri áhrif á mótshald en það. Golfhreyfingin hefur sett reglur um golfiðkun vegna hans sem miða að því að fækka öllum sameiginlegum snertiflötum. Þannig er bannað að taka flaggstangirnar upp úr holun- um, engar hrífur eru í glompum og kúluhreinsar hafa verið fjarlægðir. „Áhorfendur mega ekki ganga með hollunum sem tekur smá sjarma úr þessu en við erum svo heppin að íATV ætlar að taka þátt í þessu með okkur og reyna að streyma frá mótinu. Einnig verður skorið fært inn „live“ og hægt að fylgjast með öllum keppendum á golf.is,“ segir Rakel. B59 Hotel í Borgarnesi er aðal- styrktaraðili mótsins. Rakel segir ánægju með það samstarf og segir að það verði ef til vill meira á kom- andi misserum. „Það hefur auðvitað verið erfitt að sækja styrktaraðila í þessu ástandi en við í golfklúbbn- um tókum meðvitaða ákvörðun nú í vor að horfa til ferðaþjónustuað- ila á Vesturlandi þegar við þurfum að kaupa verðlaun í golfmót. Þann- ig vinna allir og hjól atvinnulífsins fara að snúast aftur af stað,“ segir hún. Þegar Skessuhorn ræddi við Rak- el í gærmorgun voru 113 kylfingar skráðir en hámarksfjöldi í mótið er 144. „Skráningu lýkur í kvöld og ég hef fulla trú á því að það verði fullt. Goflkúbburinn Leynir er með þrjá skráða keppendur, þau Valdísi Þóru Jónsdóttur, Alex Hinrik Haraldsson og Björn Viktor Viktorsson,“ segir framkvæmdastjórinn sem var í óða- önn að undirbúa mótið. „Handtök- in við að halda svona mót eru mörg. Sjálfboðaliðar í klúbbnum koma mikið að þessu móti og við erum svo rík í Leyni að við eigum fullt af félagsmönnum sem bjóða sig fram við hin ýmsu verkefni sem tengjast mótinu,“ segir Rakel Óskarsdóttir að endingu. kgk Landsliðskonan Embla Kristínardóttir í Skallagrím Embla Kristínardóttir í leik með landsliðinu. Ljósm. FIBA/. Framkvæmdir hafnar við golfvöllinn í Rifi Unnið í vellinum. Ljósm. Hjörtur Ragnarsson. Rögnvaldur Ólafsson, Hjörtur Ragnarsson og Jón Bjarki Jónatansson á svæðinu sem nú er verið að breyta í golfvöll. jósm. af. Stigamótaröð GSÍ hefst á Garðavelli um helgina Bestu kylfingar landsins taka þátt Valdís Þóra Jónsdóttir tekur þátt í mótinu á sínum heimavelli, ásamt mörgum öðrum af fremstu kylfingum landsins. Ljósm. úr safni. Leikið á Garðavelli. Ljósm. úr safni/ kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.