Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202030 Eitt af markmiðum mínum í sum- ar er að skoða fallega landið okk- ar. Markmið sem eflaust margir ís- lendingar hafa sett sér. Æskuvinkona mín, Maja, og ég vorum búnar að ræða þetta laus- lega, að fara og skoða eitt og annað á landinu í sumar en engin föst plön komin. Eftir stutt símtal á mánudag í síðustu viku, ákváðum við hins vegar að keyra af stað á Snæfells- nesið á fimmtudeginum og koma heim á laugardeginum. Það gerð- um við. Keyrt af stað á Snæfellsnes Við lögðum af stað seinni part fimmtudags í súld og frekar köldu veðri. Fyrsta stopp var Landbrota- laug sem var oft lýst á samfélags- miðlum sem „Romantic Hot Pot.“ Við Maja vissum ekkert við hverju mátti búast, ég get samt með vissu sagt að við bjuggumst við stærri heitum potti en þeim sem við svo loksins fundum. Þetta er lítið gat í jörðinni með þægilega heitu vatni, líklega svona 36 gráðum. Ekki of heitt né of kalt. Þvermálið er varla stærra en 170 cm svo þessi vinsæli rómantíski heiti pottur tekur ekki við mikið fleiri en tveimur einstak- lingum, (raunar ekki nema einum ef tveggja metra reglunni er fylgt). Við létum okkur hafa það í súld- inni að léttklæða okkur í sundföt og dýfa okkur í pottinn. í ljósi þess að sundlaugar landsins hafa verið lok- aðar vegna Covid-19, þá er erfitt að stunda eitthvað alvöru tan-session á íslandi. Það var því sláandi að fara í gegnum myndirnar sem við tók- um af okkur í sundfötunum. Ég tala allavega fyrir mig – Maja hefur allt- af haft svona eilífðar tan á sér – en ég, ég meina, hversu hvítur getur maður orðið? Landbrotalaug var virkilega notaleg og eflaust ennþá meira næs að fara þangað þegar veðrið er gott. Laugin hefur verið mjög vinsæll áningastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið á Snæfellsnesið en það var enginn þarna á meðan við vorum í lauginni sem einkenndi svolítið ferðalagið okkar. Það var stundum eins og við værum einar í heimin- um. Engir túristar, engir bílar, eng- inn nema ég og Maja. Allt það besta skoðað Á föstudeginum skoðuðum við allt það helsta sem Snæfellsnes hef- ur upp á að bjóða. Byrjuðum á að keyra í Stykkishólm og tókum svo Snæfellsnesið eins og það legg- ur sig. Efst á lista Maju yfir „hvað- skal-skoða“ var Kirkjufell. Þegar við komum að fjallinu blasti við okk- ur þetta splunkunýja, fína og risa- stóra bílastæði. Ég, sem bílstjóri, fékk skyndilegan valkvíða yfir hvar væri nú best að leggja bílnum. Það var bókstaflega enginn á svæðinu sem hefur verið svo svakalega vin- sælt stopp og oft ekki hægt að þver- fóta fyrir ferðamönnum. Það hafð- ist svo á endanum að leggja bílnum og við skoðuðum okkur um í róleg- heitunum. Næst var farið áleiðis til Ólafs- víkur og komið við á Sker Restaur- ant sem er einstaklega flottur og vel hannaður staður. Það er þægilegt og hlýlegt að sitja þar, spjalla, skoða myndir sem teknar voru á Kirkju- felli og sötra kaffi. Mæli með að koma þar við. Hellissandur er algjört „must- stop“. Maja hafði aldrei skoðað vegglistaverkin sem þar leynast og notuðum við tækifærið og tókum allskonar myndir með listaverkin sem bakgrunn. Ótrúlega gaman að ganga þarna um og skoða litagleð- ina. Eftir Hellissand tókum við smá krók út á tánna á nesinu og beygð- um í átt að Öndverðarnesi. Stopp- uðum líka aðeins í Skarðsvík á leið- inni þarna úteftir. Áfram héldum við svo að Saxhólabjargi og Ská- lasnagavita. Það var eitt af mínum uppáhaldsstoppum. Nei sko, útsýn- ið þarna! Því næst brunuðum við á Arnar- stapa, með örstuttu stoppi á Hellnum, pöntuðum okkur gistingu þar eins og drottningar. Þrátt fyrir að hafa tjald í skottinu þá höfðum við hvorugar áhuga á að sofa í næturfrostinu sem veðurfræðingar gerðu ráð fyrir, svo við splæstum á okkur einu herbergi. Eftir kvöldmatinn röltuðum við svo um Arnarstapa. Loksins, loksins fann ég steinbrúnna sem var á mín- um „hvað-skal-skoða“ lista. Ég sendi Maju á brúnna sem stóð þar á meðan ég tók myndir og skreið svo til baka skjálfandi af lofthræðslu. Góð ferð að baki Á lokadegi ferðalagsins vöknuðum við snemma og keyrðum til baka á Djúpalónssand áður en við komum svo við á Búðum. Þar skoðuðum við ströndina í þvílíkri veðurblíðu og var erfitt að setjast aftur upp í bíl og keyra heim. Ég get ekki mælt nóg og mikið með að fara á Snæfellsnesið, nóg er af ótrúlega fallegri náttúru að skoða og það svona nálægt þar sem maður býr í Borgarnesi. Hversu heppin erum við? Gunnhildur Lind Hansdóttir Höf. er ljósmyndari og byrjar sem blaðamaður á Skessuhorni eftir hlé í dag. Steinbrúin á Arnarstapa. Einar í heiminum á Snæfellsnesi Vinkonurnar Gunnhildur og Maja í Landbrotalaug á Snæfellsnesi. Nýja bílastæðið við Kirkjufell í Grundarfirði. Það var valkvíði að velja. Maja stillir sér upp við vegglistaverk á Hellissandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.