Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 5
17. júní 2020 í Borgarbyggð Hátíðarhöld á 17. júní í Borgarbyggð eru með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Gætt verður að fjöldatakmörkunum sem eru nú 200 manns og farið eftir tilmælum er varðar fjarlægðarmörk. Íbúar eru hvattir til að gera sér glaðan dag og setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. 08:00 Fánar dregnir að húni 08:00-24:00 Ratleikur Knattsp. Skallagríms Ratleikur þar sem þátttakendur fá stig fyrir þrautir og spurningar. Leikmenn ná í smáforritið Turfhunt og geta þá hafið leik. 10:00 – 11:00 Íþróttahátíð á Skallagrímsvelli Sautjánda júní íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri. 10:00 – 16:00 Sundlaugin í Borgarnesi Ókeypis aðgangur í sundlaugina í tilefni dagsins. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista. 11:00 – 18:00 Kaffi kyrrð Þjóðhátíðarstemmning á Kaffi Kyrrð 13:00 – 17:00 Safnahús Ókeypis aðgangur í tilefni dagsins. Í Safnahúsi eru fimm sýningar og aðgangur er ókeypis þennan dag í boði sveitarfélagsins. 13:00 – 16:00 Hátíðardagskrá í Hjálmakletti Hátíðarræða sveitarstjóra, Þórdís Sif Sigurðardóttir Ávarp fjallkonu Tónlistaratriði Leikhópurinn Flækja. Hinar litríku og glaðlyndu persónur, Það og Hvað spá í ástina, vináttuna lífið og tilveruna. Einar Mikael töframaður sýnir ótrúleg töfrabrögð og magnaðar sjónhverfingar Kaffisala kvenfélagsins Vakin er athygli á því að þessum dagskrárlið verður streymt inn á Facebook-síðu sveitarfélagsins. 13:00 – 18:00 Englendingavík Þjóðhátíðarstemmning í Englendingavík 14:00 Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar Tónlistaratriði frá svölum tónlistarskólans. Ef veður verður vont færist dagskráin innandyra. 14:00 – 18:00 Þjóðhátíðarstemmning í Ísbúð Ömmu Gógó Amma Gógó ætlar að vera með sérstakan þjóðhátíðarrétt í tilefni dagsins. 16:00 – 18:00 Akstur fornbíla og bifhjóla Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn. 20:00 – 21:00 Englendingavík Lifandi tónlist í víkinni Varmaland 09:00 – 18:00 Sundlaugin á Varmalandi Ókeypis aðgangur í sundlaugina í tilefni dagsins Kleppjárnsreykir 09:00 – 18:00 Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum Ókeypis aðgangur í sundlaugina í tilefni dagsins Hvanneyri 11:30 UMFÍ Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli út í skjólbeltin. Grill verður á staðnum þar sem hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman, allir velkomnir. Reykholtsdalur 13:00 Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Útihátíðardagskrá í Logalandi - Hátíðarræða, fjallkonan, grillaðar pylsur, karamelluflugvélin og leikir. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir. Lundareykjadalur 14:00 Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá. Hátíðin hefst með bátakeppni við Skarðshyl. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið. Lindartunga 14:00 Kvenfélagið Björk og Ungmennafélag Eldborg stendur fyrir hátíðarhöldum. Hefðbundin 17. júní útihátíðardagskrá í Lindartungu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.